Heima er bezt - 01.05.1965, Blaðsíða 16

Heima er bezt - 01.05.1965, Blaðsíða 16
lækningar vegna aldurs, en þá voru hér „hómópatar" svo kallaðir, ólærðir menn, sem fengust við lækningar. Þeir voru: Eyjólfur Runólfsson á Reynivöllum, Ey- mundur Jónsson í Dilksnesi, séra Bjarni Sveinsson á Stafafelli og Lárus Pálsson frá Arnardrangi, en hann var þá í Suðursveit. Eymundur og séra Bjami hættu fljótt við hómópata- meðölin, er lærður læknir kom í sýsluna. Láras flutti vestur á Vatnsleysuströnd, en hann mun hafa haldið áfram lækningum þar, því hann var kunnur til dauða- dags undir nafninu Lárus hómópati. Eyjólfur á Reynivöllum hélt áfram að stunda lækning- ar fram á elliár og þótti oft heppnast vel. Eins og áður er getið, var Þorgrími lækni Þórðarsyni veitt 16. læknishérað, Hornafjarðarhérað, 13. apríl 1886. Það er öll Austur-Skaftafellssýsla og líklega hefur Geit- hellahreppurinn verið með í fyrstu. Hann var þá á unga aldri, aðeins 26 ára. Var fæddur 17. desember 1859. Þorgrímur Þórðarson, lceknir. Þorgrimur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp, son- ur Þórðar Torfasonar verkamanns og sjómanns í Vig- fúsarkoti. Þórður var sonur Torfa stúdents á Mófells- stöðum í Borgarfirði, Árnasonar frá Löndum í Stöðvar- firði, Torfasonar frá Sandfelli, Pálssonar prófasts Ámundasonar frá Skógum undir Eyjafjöllum. Kona Þórðar Torfasonar — móðir Þorgríms — var Ragnheiður Jónsdóttir frá Korpúlfsstöðum, Björnsson- ar Stephensen. Þorgrímur var tekinn í Reykjavíkurskóla (Latínu- skólann) 1874. Varð stúdent 1880, með 2. einkunn (75 stig). Útslcrifaðist úr læknaskóla 5. júní 1884, með 1. einkunn (100 stig). Var í spítölum í Kaupmannahöfn 1884—1885. Settur 17. apríl 1885 aukalæknir í 3. læknis- héraði, Skipaskapa. Skipaður 13. apríl 1886 héraðslækn- ir í 16. læknishéraði, Homafjarðarhéraði. 17. október 1884 giftist hann Jóhönnu Andreu Lúð- vígsdóttur Knudsen, bókhaldara í Reykjavík. Hún var fædd 5. júní 1854. Hún var áður gift séra Birni Stefáns- syni frá Ámanesi í Hornafirði, presti í Sandfelli í Öræf- um, en misti hann eftir 4 ára sambúð. Þau eignuðust 2 sonu, sem hétu Lúðvíg Árni og Stefán. Lúðvíg dó á fyrsta ári, en Stefán komst til fullorðinsára. Hann lærði tréskurð hjá Stefáni Eiríkssyni tréskera og listamanni. Var svo einn vetur í Kaupmannahöfn við frekara nám. Hann tók sveinsbréf í þeirri iðn, en stundaði hana ekki að staðaldri, því hann réðst teiknikennari við gagn- fræðaskólann á Akureyri um 12 ára bil. En er Þorgrím- ur stjúpi hans dó, sem verið hafði féhirðir Sparisjóðs Keflavíkur tók hann við því starfi og gegndi því til dauðadags. Allmargt er til af útskornum munum eftir hann, svo sem stólar, skápar o. fl. Bera þeir það með sér, að þar hefur snillingur að unnið. Prófsmíði hans, sem var mynd af gyðju er hélt á stórum blómsveig, hið mesta listaverk, lenti í húsbruna á Akureyri og er því ekki til. Þau Þorgrímur og Jóhanna fluttu austur í Homa- fjörð sama vor og honum var veitt læknishéraðið (1886) og settust fyrst að í Árnanesi hjá Einari bónda Stefáns- syni, bróður séra Björns, fyrra manns Jóhönnu, en jarðnæði hafði þeim verið útvegað á næsta bæ, Borgum, sem var hjáleiga frá Bjarnanesi, talin rýrðarkot, þó rækmnarskilyrði væru góð, en áhöld til jarðvinnslu voru þá ekki til og ekki fáanleg, jafnvel vart nothæfar rekur, því síður önnur stórvirkari. Bót var það í máli fyrir frumbýlingana í Borgum, að Jóhanna og Stefán sonur.hennar áttu hluta úr landi Ámaness, sem þau fengu að erfð eftir séra Björn fyrra mann hennar. Fengu þau þar talsvert slægjuland og beitiland fyrir sauðfé, til sumar- og vetrarbeitar. Geld- fé gekk þar að mestu leyti úti, á hverjum meðalvetri, enda kom Þorgrímur fljótlega upp góðum fjárstofni. Það fyrsta, sem gera þurfti til þess að geta flutt að bú- jörðinni Borgum og setzt þar að, var að byggja íbúðar- hús. Til þess voru fengnir beztu smiðir sem völ var á í nágrenninu, Eymundur í Dilksnesi, Jón í Þinganesi, Eyjólfur á Horni o. fl. Húsið var byggt úr timbri, 2 176 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.