Heima er bezt - 01.05.1965, Síða 19

Heima er bezt - 01.05.1965, Síða 19
BENJAMÍN SIGVALDASON: Fjárskaéaveéur SÁ, sem er að verða sjötugur, hefur margs að minnast frá liðnum tímum. Einkum eru það minningarnar frá æskuárunum og uppvaxtarár- unum, sem oftast sækja fast á hugann. Sumar eru hlýjar og hugþekkar, en aðrar vekja sársauka og slá mann hrolli og skelfingu, og það jafnvel þótt hálf öld hafi sorfið af sárustu broddana. Það, sem mér er minnisstæðara en allt annað frá fyrri hluta ævi minnar, gerðist þegar ég var rúmlega seytján ára, eða nánar tiltekið haustið 1912. — Á þessum árum hélt ég einskonar „dagbók“, ef dagbók skyldi kalla. Ég tek þannig til orða vegna þess, að ég ritaði ekki í hana á hverjum degi, því að til þess vannst enginn tími frá daglegum störfum. En venjulega hef ég fært eitthvað inn í hana einu sinni eða tvisvar í viku. En um þennan hryggilega atburð, sem hér verður sagt frá, er „dag- bókin“ furðulega fáorð. Ég hef líklega hugsað sem svo, að atburðurinn yrði mér svo minnisstæður, hversu gamall sem ég kynni að verða, að ég gleymdi honum aldrei, og því væri hreinn óþarfi, að skrá í dagbókina nákvæma skýrslu mér til minnis. En nokkurn stuðning má þó hafa af þeim fáu orðum, sem þar eru skráð. Áður en ég vík að höfuðefni þessa þáttar, skal að- eins minnzt á sumarið 1912. Fullyrða má, að það var gjörólíkt öllum öðrum sumrum, sem ég hef lifað. Og gamlir menn sögðu hið sama í mínu ungdæmi. Það furðulegasta við þetta sumar var, að um hásláttinn gerði svo mikinn lognsnjó, að gjörsamlega varð jarðlaust um allar sveitir, þar sem ég til þekkti. Varð þá að taka á gjöf bæði kýr og kvía-ær í nokkra daga. Og heyskap- urinn féll vitanlega alveg niður, jafnvel út undir sjó. Þar varð ekkert heyjað 4 til 6 daga, og inn í sveitun- um stöðvaðist heyskapur í viku til hálfan mánuð, og á heiðarbýlum allt að þremur vikum. En er snjóinn leysti, þá gerði einhverja þá hagstæð- ustu heyskapartíð, sem elztu menn mundu eftir. Hey- fengur varð því bæði mikill og góður víðast hvar, þrátt fyrir hretið um sumarið. Og er heyskap var lokið, tóku við göngur og réttir, og alltaf var sama blíðviðrið dag eftir dag og viku eftir viku. Ég sé í dagbók minni, að fjárheimtur hafa ekki verið góðar þetta haust. Til þess hafa vafalaust legið tvær ástæður. Það var vitað mál, að eitthvað hefði farizt af fé í milda snjónum um sumarið. Ekki var þó talið, að það hefði fennt í afréttinni, því að snjórinn var blautur og renndi ekki í skafla að neinu ráði. En lækir og skurðir verða hættulegir fénu, þegar mikið snjóar í af- réttinni, svo að víst var, að þannig mundi hafa farizt eitthvað af fé, en þó ekki í stórum stíl, sem betur fór. — En hin ástæðan til vanheimtanna var ekki eins alvar- leg. í afréttinni voru stór svæði, sem voru næstum gróð- urlaus eða gróðurlítil, þ. e. grjót og sandar, og voru þessi svæði aldrei smöluð í göngum. Til þess var eng- inn mannafli. En á þessum gróðurlitlu svæðum, var alltaf eitthvað af kindum á þvælingi, einkum þegar tíð var góð. En er líður á haustið og grös taka að falla, þá kemur þetta fé ýmist niður í heimahagana, eða sezt að á vissum gróðursælum blettum í afréttinni, og það- an fer það ekki á hverju sem gengur. Verður því að fara í eftirleit til að sækja það þangað, ef það á ekki að falla, þegar veturinn er tekinn við völdum að fullu. Þessir gróðursælu blettir í afréttinni, eru einkum með- fram lækjum og hndum, þar sem grös sölna síðar en annars staðar. Þessir blettir heita ýmsum ágætum nöfn- um, svo sem Flár og Flesjur, Krókar og Krubbar eða Geilar og Grófir. Og jafnvel einn heitir Gunnutorfa, því þar hafði einhver stúlkukind með því nafni orðið úti. Hefur sennilega verið á grasafjalli. — Á þessa gróð- ursælu bletti er gaman að fara í eftirleitir, þegar aðal fjallskilum er lokið, því að maður á þá alltaf víst, að finna fleira eða færra fé, sem orðið hefur eftir í af- réttinni þegar smalað var um haustið. Nú verð ég að geta þess, að þetta haust var ég óvenjulega bjartsýnn. Mjög vel hafði heyjazt — þrátt fyrir snjóinn um sumarið, og svo gerði ég mér glæsi- legar vonir um það, að ég myndi finna margt fé í eftir- leitum, auk þess sem ég hafði afar gaman af því, að fara í eftirleitarferðir, einkum þegar tíð var góð. En þó setti ég ekki fyrir mig veður eða færi, þegar því var að skipta. Að lokinni sláturtíð átti ég 7 ær, en mér þótti það heldur lítið, svo að ég keypti 2 veturgamlar ær til við- bótar, svo að ég setti á vetur 9 ær, og var mjög ánægð- ur með það, því að mig grunaði ekki þá hvað fram- undan var, og sízt það, að þær yrðu ekki nema 6 fram- gengnar að vorinu. Onnur þessi aðkeypta ær var mó- rauð forystuær, mesta forláta skepna. En hin var hvít og keypti ég hana á uppboði, sem haldið var á eignum gamals manns, er andazt hafði 30. ágúst um sumarið. Karl þessi var fæddur haustið 1829, og var talinn ram- göldróttur. Þegar ég kom heim með ána frá uppboð- inu, man ég að móðir mín sagði: „Þetta hefðir þú ekki Heima er bezt 179

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.