Heima er bezt - 01.05.1965, Síða 24
hús hafði þrjú, fjögur herbergi fyrir sumargesti, en á
neðri hæð voru tvær litlar veitingastofur. Þegar við
komum inn, sat í annarri stofunni ungur, föngulegur
maður að fá sér morgunverð, en utan við dyrnar stóð
gljáfægður bíll, — sjö manna drossía. — Við buðum góð-
an daginn, er við komum inn, en þá stóð þessi þreklegi,
ljóshærði maður upp og kynnti sig. Hann sagðist heita
Kári Sörli og'vera frá Oslo. Sagðist hann vera að sækja
kaupmannsfjölskyldu frá Bergen, sem ætlaði að ferðast
þama eitthvað um. Þessi fjölskylda hafði misst af morg-
unlestinni og var ekki von á henni fyrr en klukkan sjö
um kvöldið.
Þessi ungi bílstjóri, Kári Sörli, var sérstaklega aðlað-
andi og glæsilegur piltur, og einn þeirra manna, sem
maður verður hrifinn af við fyrstu sýn. Mér er hann
enn í minni, er hann reis úr sæti sínu að heilsa okkur.
Hann virtist ekki vera mjög hár, en var þó með hærri
mönnum, en líkamsvöxtur hans var allur í svo góðu sam-
ræmi, að hæðin leyndi á sér.
Við tókum nú tal saman, og þegar það kom í Ijós, að
við ætluðum að heyja af daginn í nágrenni Eiðsvalla, til
klukkan sjö um kvöldið og hann varð að bíða sama
tíma eftir fjölskyldunni frá Bergen, þá spurði hann,
hvort við vildum ekki „slá í félag“ við sig. Hann gæti
ekið okkur eitthvað um nágrennið, okkur að kostnaðar-
lausu, þar sem hann væri á fullu kaupi á meðan hann
biði farþeganna. Við tókum þessu boði hans feginshendi
og hófust þarna hin ánægjulegustu kynni með okkur.
Þegar við höfðum drukkið mjólkina og borðað brauð-
ið, fór Kári Sörli út að athuga bílinn. Strax og við kom-
um út að bílnum, tókum við eftir því, að þrjár ungar
stúlkur voru að flögra eins og fiðrildi, mjög léttklædd-
ar, í kringum húsið og gáfu okkur auga. Að síðustu
kom ein þeirra til mín og spurði á hvaða ferð við vær-
um. Ég brosti mínu blíðasta brosi, og sagði, að því réði
eiginlega bílstjórinn. Við værum alveg óráðnir í því,
hvert við færum. Þá komu hinar stúlkumar flögrandi
og spurðu, hvort við vildum ekki taka þær með. Þær
sögðust vera óráðnar eins og við, og til í að fara í hvaða
átt, sem við færum. Hér vom þær í sumarleyfi um viku-
tíma og hér væri svo dauflegt og hér gerðist aldrei neitt.
Bílstjórinn var eitthvað að athuga véhna í bílnum, á
Ferðafélagarnir í bilnum.
meðan þetta samtal fór fram, og stúlkurnar höfðu ekki
séð nema á bakið á honum. Hann var í dökkbláum belt-
isfrakka, sem fór honum vel og berhöfðaður. Hárið var
ljóslitað, rauðgullið og fagurlega liðað. Hann hafði
glæsilegan baksvip og fallegan hnakka.
Nú rétti hann sig upp og brosti til stúlknanna og sagði,
að sér væri sönn ánægja að taka þær með, ef herrarnir,
sem þarna stæðu, samþykktu það. Ekki stóð á okkar
samþykki, og nú þustu ungu stúlkurnar inn í húsið, til
að fá sér ofurlítið fleiri flíkur á kroppinn, en þær sögð-
ust eiginlega hafa verið í sólbaði úti í garðinum, er þær
tóku eftir okkur við bílinn.
Ungu stúlkurnar létu ekki lengi bíða eftir sér, en
komu nú út klæddar í ljósleita sumarkjóla og héldu á
léttum sumarkápum. Hófust nú kynningar. Sú elzta hét
Astrid, 20 ára, trúlofuð, en bar ekki hring á fingri. Hin-
ar voru tilvonandi mágkonur hennar. Birgit 17 ára, sér-
staklega prúð í framkomu, greind og glæsileg, en sú
yngri hét Signe, 14 ára, glettin og hnittin í svömm,
ströng með siðferðið, en logaði af fyndni og fjöri.
Astrid tók strax að sér stjórn á niðurröðun í bílnum,
en fyrst var hún þó alltaf að gera smábreytingar á röð-
uninni, en að lokum varð hún þannig, að sjálf settist hún
í framsæti hjá bílstjóranum, en systurnar, — tilvonandi
mágkonur hennar, máttu ráða því, hvort þær sætu sam-
an á stólunum eða í aftursætinu. Þetta var sjö manna
bíll. Einnig máttu þær skipta sér á milli herranna, ef þær
vildu það heldur. — Ég fékk harðar átölur fyrir að ganga
með giftingarhring. „Den skulle man ekki ha med paa
rejse,“ sagði Astrid á klingjandi norsku. — Hið frjálsa
val á sætunum fór svo loks þannig, að ég, sem var elzt-
ur, sat á stólunum hjá Signe, sem var 14 ára, en Georg
Nielsen, danski stúdentinn, sat aftur í hjá hinni hátt-
prúðu, gáfuðu Birgit, sem var gagnfræðingur að mennt-
un.
Yfirbygging bílsins voru aðeins tjöld, sem hægt var
að lyfta af. Veður var kyrrt og hlýtt en hitamóða fyrir
sól. Var tjöldunum strax lyft af og ekið í opnum bíl.
Þetta var lífsglaður hópur, háttprúður, en spriklandi af
fjöri.
Það var aðeins hin heitbundna Astrid, sem átti dálítið
erfitt með að stilla sitt meðfædda lífsfjör, enda varð hún
strax yfir sig hrifin af glæsimanninum Kára Sörla.
Henni hætti mjög við að teygja handlegginn aftur fyrir
hálsinn á Kára Sörla og þrýsta að fast, og mátti hann
gæta sín vel, að láta ekki þessi atlot trufla aksturinn.
Eitt sinn, er við stoppuðum í fögru skógarrjóðri,
sagði Astrid í mikilli hrifningu „Skal vi ikke gaa paa
jagt í skovenA1 „Astrid! Er du gal?“2 sagði þá hin
prúða Birgit, tilvonandi mágkona hennar. — Tillagan
var því ekki samþykkt, enda dálítið óvíst, hvað veiða
skyldi í skóginum.
Við lögðum upp í ökuferðina á aflíðandi hádegi, og
Eigum við ekki að fara á veiðar í skóginum.
2) Ertu vitlaus?
184 Heima er bezt