Heima er bezt - 01.05.1965, Qupperneq 25
komum aftur á jámbrautarstöðina hjá'Eiðsvelli rétt fyr-
ir klukkan sjö. Ökuferðin tók því fulla sex klukkutíma
og var mjög ánægjuleg.
Við fórum inn með Mjösen að vestan, alla leið inn
undir Lille-Hammer og þaðan ókum við í vesturátt upp
undir hálendið um gróðurlítil heiðalönd. Á þessari leið
komum við á mjög eyðilegt svæði með miklum bygg-
ingum og stórri tjaldborg. Var þama ein aðal heræfinga-
stöð Norðmanna. Þá voru liðin aðeins 5 ár frá lokum
fyrri heimstyrjaldar, og okkur öllum í fersku minni ógn-
ir stríðsins. — Kári Sörli var mikill lýðræðissinni og hat-
aði styrjaldir. Birgit og hinar stúlkumar vom sama
sinnis og ekki var andúðin á stríði minni hjá okkur
Georg. I stríðinu liðna hafði það komið fram, hve her-
styrkur smáþjóða var lítils megnugur. — Herbúnaður
smáþjóða virtist helzt geta verið skálkaskjól fyrir stór-
þjóðimar til að ráðast á þær minni og hemema, sem
varla var talið hægt, eftir viðurkenndum herreglum
þeirra ára, ef þjóðirnar voru algjörlega vopnlausar.
Við vomm öll sammála um það, að fyrir smáþjóðir
eins og Noreg og Danmörk, væri líklega ekki annað að
gera en leggja niður allar herstöðvar og vopnabúnað, og
verða eins og íslendingar, hlutlaus, vopnlaus þjóð. Okk-
ur fannst það ægilegur misskilningur hjá fátækum smá-
þjóðum að eyða fjármunum og tíma vinnandi manna í
fánýtar heræfingar og vopnabúnað.
Um þetta vorum við öll sammála, og við töldum þess-
um fjármunum betur varið, til að rækta jörðina, byggja
yfir fólkið og mennta æskulýðinn.
Á bak við þessar ályktanir okkar var líka sú veika von,
sem sumir vom svo bjartsýnir að telja fullvissu, að aldrei
framar myndu menningarþjóðir hefja stríð. En hugsjón-
ir og glæstar vonir rætast ekki ætíð, og fáir geta séð
fyrir framtíðina.
Sumarið 1946, eða tuttugu og þremur árum síðar, var
ég aftur staddur í Noregi. Þá var aðeins rúmt ár liðið
frá lokum síðustu heimsstyrjaldar. Á stríðsáranum
höfðu Norðmenn liðið miklar þjáningar undir hernáms-
stjórn þýzkra nazista og í upphafi hernámsins höfðu
þeir barizt vonlausri varnarbaráttu nær því vopnlausir
og óundirbúnir. Þeim fannst það hræðileg þrekraun að
standa í slíkri eldraun. Þessi harða lífsreynsla á hemáms-
árunum hafði gjörbreytt hugsunarhætti þjóðarinnar.
Á vormánuðum 1946, er ég kom til Noregs, voru
Þjóðverjar smátt og smátt að skila aftur skipum, sem
þeir höfðu tekið ránshendi á hernámsárunum og flutt
til Þýzkalands. Þetta vora bæði fiskiskip, lítil herskip,
og stór millilandaskip og strandferðaskip.
Vissulega vom Norðmenn glaðir yfir því, að endur-
heimta skipastólinn, en hvað gerði svo norska ríkisstjóm-
in við skipin? Mildð af þessum endurheimtu skipum
gengu beint inn í sín fyrri hlutverk, en mörg skipin
voru vopnuð og sett til landvarna og strandgæzlu. — Og
norska þjóðin, sem þá var fátæk og skuldug, fór strax að
leggja stórfé í að auka hervarnir og vopnabúnað á landi
og sjó. — Ungir menn í Noregi, sem ég ræddi við, vorið
1946, sögðu eitthvað á þessa leið: „Við viljum heldur
Astrid hin léttlynda.
deyja með vopn í hönd í stríði, en láta traðka á okkur
með jámhæl grimmlyndra herstjórna. Við höfum orðið
fyrir grimmilegri og biturri lífsreynslu.“
Líklega hefur bjartsýni norskra æskumanna aukizt á
liðnum friðarárum, en því miður virðist svo enn, að
smáþjóðirnar treysti á vopnin til varnar frelsi og mann-
réttindum, þótt þær undir niðri viðurkenni magnleysi
smáþjóðanna, að verjast með vopnum.
Á fyrstu mánuðum hemámsins í Noregi, bárust um
heiminn furðusögur af vamarkjarki og hreysti Norð-
manna, og Þjóðverjar sjálfir urðu skelkaðir, er þeir
kynntust samheldni og þreki norsku þjóðarinnar, og
komust að þeim dýrkeypta sannleika, að ekkert stór-
veldi getur fullsigrað þjóð, sem er samhuga og þrekmik-
il, þótt hana skortí vopn og vistir.
Baráttan í Noregi var geysilega hörð fyrstu daga og
vikur hemámsins. Hákon konungur og ríkisstjórnin
flýðu frá Oslo og hröklduðust upp í dali austanfjalls í
Noregi. Flugvélar Þjóðverja leituðu ákaft að dvalarstað
konungsins í því skyni að granda honum með flugárás.
Konungur leyndist í skógunum og slapp oft naumlega
við árás flugvélanna. Vorið 1946 kom ég upp í efstu
daladrög í Dölunum í Svíþjóð. Þar var fámennur bama-
skóli rétt við landamæri Noregs. Var mér sagt, að flótta-
fólk frá Noregi hefði oft sloppið þarna yfir landamær-
in, og fyllti þá suma dagana bæði kirkjuna og skólann.
Eina nóttina kom þangað hópur flóttamanna, sem slapp
með naumindum undan flugvélum Þjóðverja. í þessum
hópi var konugur Noregs og hans nánustu samstarfs-
menn. — Þjóðverjar gættu þess vel, að skerða ekki hlut-
leysi Svíþjóðar í upphafi stríðsins. Svíar voru gráir fyr-
ir járnum, og Þjóðverjar vildu forðast að bæta þeim inn
í hóp óvinanna, og þess vegna slapp þessi tigni hópur
yfir landamærin.
Sænsldr varðmenn við landamærin lémst ekki þekkja
þessa tignu flóttamenn og næsta dag eða nótt, sluppu
þeir aftur yfir landamærin til Noregs og földu sig þar
í skógunum.
Þessa sögu sagði mér ritstjóri blaðs, sem gefið var út
Heima er bezt 185