Heima er bezt - 01.05.1965, Síða 26
í Dölunum, en ekki mátti þetta vitnast, að konungur
hefði neyðst til að flýja inn í annað ríki til að bjarga lífi
sínu. — Nokkru síðar flýði konungur til Englands og
dvaldi þar til stríðsloka.
Einu sinni barst fregn til íslands af varnar-baráttu
Norðmanna, sem þótti bæði sorgleg og þó merkileg
hetjudáð. Hún þótti svo vel sönnuð, að Olafur Hansson
menntaskólakennari getur hennar í fyrsta bindi af sögu
sinni um heimsstyrjöldina. Segir þar svo frá:
„Eftir að Þjóðverjar höfðu náð helztu hafnarborgum
Suður-Noregs á vald sitt, sóttu þeir inn í landið. Norð-
menn þvældust fyrir þeim og börðust frækilega, þótt
yfirburðir Þjóðverja í tækni væru gífurlegir. Eru til
margar sögur um afrek Norðmanna í þessari baráttu.
T. d. óku þrír norskir bílstjórar, er Þjóðverjar neyddu
til að stjórna herflutninga-bifreiðum sínum, bílunum
fram af hengiflugi, og biðu þar bana ásamt mörgum
þýzkum hermönnum.u
Ef þessir bílstjórar hefðu neitað að aka bílunum hefðu
þeir vafalaust fengið kúluskot í höfuðið.
Ég vík þá aftur huganum að Kára Sörla og unga fólk-
inu í bílnum. Við Georg Nielsen og Kári Sörli skrifuð-
umst á fyrstu árin eftir þessa stuttu kynningu. Sömu-
leiðis fékk ég bréf frá Birgit og systur hennar. Frá
Astrid, hinni léttlyndu, fékk ég aldrei neina kveðju.
Smátt og smátt lognuðust niður bréfaskiptin, en þegar
Noregur var hernuminn, minntist ég aftur hins glæsi-
lega vinar míns, Kára Sörla. Hann var þá enn á bezta
aldri og ég var þess fullviss, að hann stæði þar í ófriðar-
eldinum, sem sókn og vöm væri hörðust, og þegar ég
heyrði fregnina um örþrifaráð bílstjóranna þriggja
þóttist ég fullviss um, að einn af þeim hefði verið Kári
Sörli. Hann var eldheitur ættjarðarvinur, og hann hataði
styrjaldir og ofbeldi. Hann var líka hugprúður og mikið
þrekmenni.
Engar sannanir hef ég um þetta hugboð mitt, og ekki
tókst mér að frétta neitt um Kára Sörla, er ég kom til
Noregs vorið 1946. En hvort sem það hefur verið Kári
Sörli, sem var einn af þessum þremur bílstjómum, sem
gripu til þessa örþrifaráðs, breytir engu í þessu máli. —
Aðeins í grimmdarófriði getur hugrökkum hetjum og
ættjarðarvinum hugkvæmst slíkt örþrifaráð. Og það tel
ég fullvíst, að þessir þrír bílstjórar hafi verið heiðurs-
menn í öllu dagfari sínu, þar til stríðsógnin og grimmd-
aræði stríðsins þrengdi svo að þeim, að þeir ákváðu að
fórna lífi sínu og hafa um leið mann fyrir sig, eins og
sagt var í fornum sögum íslendinga.
Þessar ferðaminningar verða ekki lengri að sinni, en
endurminningin um ágæta ferðafélaga gleymist ekki,
þótt áratugir líði.
Stefán Jónsson.
1 l f m |ÉÍ> I
| J P | —»
• j/gp I éB 4
, f ^ w
rT«yilr ovcgurlagaA
Fyrir nokkru var ég að blaða í gömlum blaða-úrklipp-
um og rakst þar á lítið ljóð, sem flaug á vængjum söngs-
ins um allt land fyrir 12—15 árum. I blaða-úrkhppunni
segir svo:
„Hér birtast textar tveggja danslaga, sem nú fiæða
yfir, og virðast vera að ná mestum vinsældum allra
slíkra laga, sem nú eru leildn. — Annað er íslenzkt,
Litla flugan, — Ijóð eftir Sigurð Elíasson Reykhólum,
en lag eftir Sigfús Halldórsson.“ — Hitt ljóðið var
þýzkt. — Ástæðan til vinsælda þessa Ijóðs og lags var
vafalaust sú, að ljóð og lag féllu svo vel saman, eins og
listfengi þeirra væri frá sömu uppsprettu. Sigfús Hall-
dórsson er þekkt tónskáld og hefur samið mörg Ijúf og
létt lög. Ég vil aðeins minna á tvö lög auk Litlu flug-
unnar, sem hann hefur samið við ljóðatexta, sem birzt
hafa í Heima er bezt. Hið fyrra er samið við Ijóðið
Lítill fugl, eftir Örn Arnarson, sem birtist í aprílblaði
Heima er bezt 1963, en hitt er samið við Ijóðið í græn-
um mó, eftir Gest Guðfinnsson, sem birtist í október-
blaði sama árs.
Og hér birtist þá ljóðið:
LITLA FLUGAN
Lækur tifar létt um máða steina,
lítil fjóla grær við skriðufót,
bláskel liggur brotin milli hleina,
í bænum hvílir íturvaxin snót.
Ef ég væri orðin lítil fluga,
ég inn um gluggann þreytti flugið mitt,
°g þó ég ei til annars mætti duga,
ég eflaust gæti kitlað nefið þitt.
Ragnheiður í Hlíð, tvær heimskar í Reykjavík og
fleiri bréfritarar biðja um Ijóðið: Hvert er farið blómið
blátt? Höfundur ljóðsins er Valgeir Sigurðsson, en Elly
Vilhjálms og Ragnar Bjarnason hafa sungið það inn á
hljómplötu.
HVERT ER FARIÐ BLÓMIÐ BLÁTT?
Hvert er farið blómið blátt,
blóm, sem voru hér?
Hví er farið blómið blátt
burtu frá mér?
186 Heima er bezt