Heima er bezt - 01.05.1965, Page 27

Heima er bezt - 01.05.1965, Page 27
Vera má að blíður blær blómið, sem ég fann í gær, Hafi á huldum stað. — Hver getur sagt mér það? Hvert er farið blómið blítt, börn, sem léku sér? Hví er farið barið blítt burtu frá mér? Vera má að mild og hlý móðurhöndin vísi því heim jafnt og heiman að. Hver getur sagt mér það? Hver getur sagt mér það? Hvert er farið fljóðið ungt, fljóð, sem þekkti ég? Hví er farið fljóðið ungt, farið sinn veg? Vera má að ástaryl, ævintýr og laumuspil eigi þau enn á ný. Á ég að trúa því? Hvert er farið allt og allt allir, sem voru hér? Hví er farið allt og allt alveg frá mér? Vera má að allt og allt aftur mætist þúsundfalt. Út yfir stað og stund stefni ég á þinn fund. Stella 15 ára, Guðlaug, Ragna á Heiði og fleiri biðja um ljóð, sem heitir: Skvetta, falla, hossa og hrista. — Ragnar Bjarnason hefur sungið þetta ljóð inn á hljóm- plötu, en höfundur ljóðsins er Valgeir Sigurðsson. Hér birtist ljóðið: SKVETTA, FALLA, HOSSA OG HRISTA Skvetta, falla hossa og hrista, skvetta, falla hossa og hrista, skvetta, falla hossa og hrista, hrista stög og borð. Út úr höfninni bylgjan ber með sér bátinn, sem er undir fótum mér, og hann vaggar vært og rótt, hann mun vagga mér í nótt. Og við síður gutlar sjór, hylgja sérhver smá og stór syngur alveg í einum kór, þær syngja: :;:Skvetta, falla, hossa og hrista, skvetta, falla hossa og hrista, skvetta, falla hossa og hrista, hrista stög og borð. :;: Út á hafið er haldið brátt, þó að hafið, það sé hvorki slétt né blátt, út úr augum ekki sér, því að óðum dimma fer. Allt í kring er saltur sjór, bylgja sérhver smá og stór, syngur alveg í einum kór, þær syngja: Láta marra, hvessa, hvissa, hvæsa, urra, messann kyssa. :;: Skvetta, falla, hossa og hrista, skvetta, falla hossa og hrista, skvetta, falla hossa og hrista, hrista stög og borð.:;: Þó að tómleiki magnist minn, ég er messinn hér um borð í fyrsta sinn. Ég skal standa af mér allt þó að andi móti kalt, þó að rjúki saltur sjór, bylgja sérhver smá og stór, syngi alveg í einum kór, þær syngja: Láta marra, hvessa, hvissa, hvæsa, urra, messann kyssa. :;: Skvetta, falla hossa og hrista, skvetta, falla, hossa og hrista, skvetta, falla, hossa og hrista, hrista stög og borð.:;: Að lokum kemur svo hér lítið ljóð, sem Dóra í Reykja vík hefur beðið um. Þetta ljúfa ljóð heitir Vor. Höf- undur ljóðsins er Friðrik heitinn Hansen kennari á Sauðárkróki, en lagið eftir Pétur Sigurðsson, sem er vel þekkt tónskáld. Sigurður Ólafsson hefur sungið ljóð og lag á hljómplötu. VOR Ljómar heimur, logar fagur, lífið fossar, hlær og grær. Nú er sól og sumardagur, söngvar óma fjær og ær. Vorsins englar vængjum blaka, vakir lífsins heilög þrá. Sumarglaðir svanir kvaka, suður um heiða-vötnin blá. Heima er bezt 187

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.