Heima er bezt - 01.05.1965, Qupperneq 29

Heima er bezt - 01.05.1965, Qupperneq 29
SJÖTTI HLUTI Neró lét þó ekki stöðva sig, og brátt lá Skúli einnig flatur, en þá var Óli staðinn upp. Áka leizt ekki meira en svo á þennan Ijóta leik, þeir gætu hæglega slasað hundinn. Hann hljóp því til Óla og hélt honum föstum. Allt í einu heyrðist lúðraþytur mikill og hornablástur neðan frá bænum: Bí, bú ba-a, bí, bú ba-a! heyrðist greinilega. — Það er afi, nú er hann reiður, sagði Hanna, sem kannaðist við hljóminn í lúðri afa síns. Heima á Fellsenda sáu þau nú mann hlaupa upp túnið og baða út handleggjunum eins og vængjum. Þóttust strákarnir vita að þar færi karl faðir þeirra og drægi ekki af hljóðunum, þótt þeir heyrðu ekki til hans. Svo vel þekktu þeir föður sinn, að ekki myndi hann hlaupa svona þegjandi. Hlaup voru yfirleitt ekki hans upp- áhaldsiðja, en aftur á móti gat hann skálmað flestum mönnum hraðar, og sagt var að þegar aðeins önnur höndin á Jóni bónda væri í vasanum, lægi honum meir en lítið á! — Nú fáið þið allir flengingu, þegar þið eruð hátt- aðir, sagði Sonja hróðug. — Ekki ég, sagði Benni, sem legið hafði á bakinu í grasinu og starað á blágrá og gull-lituð skýin líða um himinhvolfið, smáminnka og loks verða að örþunnri gagnsærri slæðu sem hvarf út í bláan geiminn. Hann hafði fylgt hverju skýinu af öðru á ferð þess, en þau hurfu hvert af öðru, þó var ekki að sjá að neinn hörgull yrði á þeim þarna uppi, skrítið var það! varist hlátri. — Viltu endilega að pabbi skjóti Neró greyið? Nei, það vildi Sonja ekki fyrir nokkurn mun, þá var betra að láta pabba skamma sig ofurlítið. Jón stóð upp rétt áður en þau komu til hans og stik- aði heim á leið án þess að bíða eftir þeim. Hann þóttist vita hverjir sökudólgarnir væru, svo óþarft væri að eyða orðum á þau hin. Hann glotti í kampinn. Sennilega kæmu strákarnir ekki heim fyrr en þeir væru vissir um, að hann væri sofnaður, eða það hefði hann gert í þeirra sporum á líkum aldri. Benni og Áki litu hvor á annan og brostu. Pabbi þeirra var nú sannarlega oft æði undarlegur í háttum sínum, en Sonja og Hanna María voru fegnar að losna við yfir- heyrslurnar. Neró og Ninnu stóð á sama, bæði vissu sem var, að ekki hefðu þau gert neitt af sér í þessari fjallgöngu. Harpa kom nú á harða spretti á móti þeim og fagnaði þeim með gleðilátum. Á hlaðinu í Koti stóð afi og kall- aði, að ferðafólkið ætti að koma í kaffi til ömmu. — Ó hve amma er góð, ég er viss um að hún er búin að baka stóran hlaða af lummum eða pönnukökum, sagði Sonja og með það tóku þau öll til fótanna með galtóma magana ofan í Kot, þar sem amma myndi sjá um að allir fengju nægju sína, og jafnvel enn meir en það! XV. Fátt var talað á heimleiðinni. Neró réð enn ferðinni, stúlkurnar fylgdu honum eftir, en er strákarnir þóttust einfærir um að komast ofaneftir, endaði það oftast með að þeir sátu fastir og komust ekki lengra áleiðis niður á við né til hvorugrar hliðar, heldur urðu að klifra upp aftur og láta í minni pokann fyrir ratvísi Nerós. Það var ekki svo auðvelt að komast upp og ofan Bæjarfellið, þótt svo hefði mátt virðast í fljótu bragði. Óh og Skúli héldu út með fjaliinu er ofan kom, kváð- ust ætla að líta eftir hestunum sínum, en þau hin héldu heim á leið í áttina til Jóns bónda, sem sat á tóftarbroti í túnjaðrinum og beið þeirra, ófrýnn á svip. Ef pabbi er voða reiður látum við Neró taka hann, sagði Sonja og klappaði Neró á hausinn. — Ertu frá þér stelpa, sagði Benni, en gat þó ekki Sverrir baðar sig. Sonja kom röltandi ofan túnið, hún var ekki viss um hvað hún ætti að taka sér fyrir hendur. Sverrir var svo óþægur að henni fannst ómögulegt að gera honum til hæfis. Hann var þó ósköp sætur og blíður í framan. — Koma í Kot til ömmu, sönglaði hann í sífellu og horfði Ijómandi augum á systur sína. — Amma gefa Senna namm namm, amma í Koti góð. — Þegiðu, sagði Sonja önug og hristi hann til, sjálfa langaði hana ofan í Kot, en mamma hennar hafði harð- bannað henni að vera að flækjast inn í bæ í Koti, þegar hún ætti að vera úti með barnið, og svo hefði gamla konan nóg að gera, þó þau væru ekki að tefja fyrir henni. Heima er bezt 189

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.