Heima er bezt - 01.05.1965, Síða 34

Heima er bezt - 01.05.1965, Síða 34
HEIMA_______________ BEZT BÓKAH I LLAN Loren Fessler: Kína. Reykjavík 1965. Almenna bókafé- lagið. Fá lönd eru fyrirferðarmeiri í heimsfréttunum en Kína, sem ekki er furða um fjölmennasta og eitt víðlendasta ríki jarðarinn- ar. Það er því ekki að ófyrirsynju, að út sé gefin bók, sem veitir hlutlausa fræðslu um land og þjóð og sögu hennar. Ekki sízt er þörf fræðslu um þá atburði, sem þar hafa gerzt síðustu áratugina og ástandið i dag. Slík fræðsla er það eina, sem gerir oss kleift að tilteknu marki, að skapa oss hugmyndir um, hvað þarna er að gerast og gefur um leið forsendur til að unnt sé að kveða upp dóma um þau atriði af einhverju viti. En þess er líka að minn- ast, að atburðir nútímans verða ekki skildir nema í ljósi sögu liðins tima. í bók þessari, sem er ein í flokknum Lönd og þjóðir, og með sama sniði og hinar fyrri, gefur höfundur greinargóða landslýsingu þótt hún óneitanlega hefði mátt vera fyllri um svo stórt og fjölbreytt land. Saga þjóðarinnar er rakin i stórum drátt- um, bæði hin pólitíska og menningarsagan. En að vonum dvelst höfundi lengst við atburði nútímans og aðdraganda kommúnista- byltingarinnar. Ekki verður sagt, að lestur bókarinnar auki les- andanum samúð með Kínaveldi nútímans eða forystumönnum þess, til þess er myndin af þvi svartnætti, sem kommúnisminn leiðir yfir þjóðirnar of ljós. En að vissu leyti er gott að fá þann fróðleik upp í hendurnar. Og enginn dregur í efa að lestri lokn- um, hvílík hætta frelsi og vestrænni menningu er búin af Kína- veldi, og hve vanhugsað það sé, að vanmeta mátt þess, og láta sig framsókn þess engu skipta. Um vilja Kinverja til árása og yfir- drottnunar getur enginn efast. Að öllu samtöldu er þetta þörf , bók og fróðleg, þótt ekki sé hún jafn skemmtileg aflestrar og sumar fyrri bækur í safni þessu. Þýðandi er Sigurður A. Magnús- son. Indriði G. Þorsteinsson: Mannþing. Reykjavík 1965. Al- menna bókafélagið. Höfundur hefir hlotið mikið hrós fyrir sögur sínar, sem áður hafa komið á prent. Enda er hann gæddur góðri frásagnargáfu, hefir auga fyrir lífinu umhverfis sig, og kann að slá á strengi samtíðarinnar. Verða því sögur hans góður skemmtilestur mörgu fólki, og ekki er hætta á að mönnum leiðist við lestur þessara smásagna. Þær eru flestar vel gerðar, og bregða upp svipmynd- um hins daglega lífs, en naumast verða þær lesandanum minnis- stæðar að loknum lestri. Einhver bezta sagan þykir mér Dagsönn við ána. Hún er skrifuð af hlýju og innlifun og auk þess að lýsa önn dagsins er hún dag-sönn. Jóhann Hjálmarsson: Mig hefir dreymt þetta áður. Reykjavík 1965. Almenna bókafélagið og Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Jóhann Hjálmarsson er eitt þeirra ungu skálda, sem vill fara nýjar leiðir og kasta burtu viðjum rimsins og yrkja ljóð í lausu máli. í kveri þessu eru víða vel sagðar setningar, og mörg „Ijóð- anna“ skapa stemningu, án þess þó að þau flytji nokkurn nýjan boðskap. Lesandinn blaðar gegnum bókina síðu eftir síðu og segir við sjálfan sig að hitt og annað sé fallega sagt, en fátt loðir í minningunni að loknum lestri. Ég býst varla við, þótt höfundur hefði fylgt hinni fornu Ijóðhefð, hefðu áhrifin orðið mikið með öðrum hætti. En þó er víst, að ýmsar hendingar og jafnvel heilar vísur hefðu loðað i minninu. Og það er atriði, sem hin ungu skáld ættu að taka til athugunar, að þau dæma sig sjálf úr sner- ingu við Iesandann með þessu rímlausa fálmi sínu. Um suma þeirra sakar það að visu ekki, en svo eru aðrir, eins og Jóhann Hjálmarsson, sem vissulega hafa margt að segja, og geta sagt það svo vel, að það er miður farið, að orð hans falli dauð til jarðar vegna hins óaðlaðandi listforms, sem hann hefur valið sér. St. Std. DAVÍÐSHÚS Eftirtaldar gjafir til húss Davíðs frá Fagraskógi hafa borizt til Heima er bezt: Þórunn Þórólfsdóttir, Vöðlum, Helgustaðahreppi kr. 100,00 Guðrún Björg Ólafsdóttir, Miðhúsaseli, Fellum — 100,00 Guðrún Jónsdóttir, Knerri, Breiðuvík ............ — 400,00 Sigrún B. Knaran, Knerri, Breiðuvík.............. — 100,00 Friðgeir Ægir Knaran, Knerri, Breiðuvík......... — 100,00 Sólveig Ingvarsdóttir, Ytri-Tungu, Snæf...........— 100,00 Georg J. Ásmundsson, Miðhúsum, Snæf...............— 100,00 Olgeir Þorsteinsson, Hamraendum, Snæf.............— 100,00 Ingjaldur Indriðason, Stóra-Kambi, Snæf...........— 100,00 Sigríður O. Jónsdóttir, Húsanesi, Snæf............— 100,00 Pétur Pétursson, Malarrifi, Snæf..................— 100,00 Jóna Jónsdóttir, Skjaldartröð, Snæf...............— 100,00 Kristinn Kristjánsson, Bárðarbúð, Snæf............— 100,00 Ögmundur Pétursson, Gíslabæ, Snæf.................— 100,00 Kristín Kristjánsdóttir, Ökrum, Snæf..............— 100,00 Finnbogi G. Lárusson, Laugarbrekku, Snæf........— 100,00 Stella Knaran, Knerri, Snæf.......................— 100,00 Marteinn Knaran, Knerri, Snæf.................... — 100,00 Guðbjartur Knaran, Knerri, Snæf...................— 100,00 Kolbrún Jónsdóttir, Presthúsabraut 27, Akranesi — 100,00 Óskar Jónatansson, Rauðalæk 21, Reykjavík .... — 1000,00 Söfnunamefndin flytur öllum þessum gefendum al- úðarþakkir, og mundi þykja sérlega vænt um, ef konur og karlar, sem víðast um landið, vildu gerast styrktar- menn Davíðs með því að taka að sér söfnunarlista í sínu byggðarlagi. En söfnunarlista er hægt að fá hjá Heima er bezt. F. h. söfnunarnefndar Sigurður O. Björnsson. 194 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.