Heima er bezt - 01.06.1965, Page 2
AÐ VINNA
„Lífið er að vinna“, segir Sveinn Björnsson forseti
íslands í ævisögu sinni. Þegar hann, hinn vitri og lífs-
reyndi maður, leit til baka og gerði upp reikninga lífs-
ins undir ævilokin eftir langa og athafnasama ævi, varð
þetta niðurstaðan. Mátti hann þar manna bezt um tala,
því að vinnudagur hans var langur og ötullega áfram
haldið, meðan tími vannst til.
En reynsla Sveins Björnssonar er ekkert einsdæmi.
Vér getum gengið frá manni til manns í öllum stéttum
og störfum og fengið sama svarið. En vér sjáum einnig
fljótt að ákveðnast svara þeir, sem inest og Iengst hafa
unnið. Afköst og vinnugleði fara óhjákvæmilega saman
eins og raunar er eðlilegt.
En þótt margir svari á sama hátt, vitum vér einnig, að
ekki hugsa allir eins. Meðal þjóðar vorrar, og vitanlega
meðal annarra þjóða líka, er hópur manna, sem vinnur
markvíst að því, að kenna þjóðinni, að vinnan sé böl. Að
vísu verði ekki hjá henni komizt, en hún sé af hinu
vonda, og gildi hennar sé einungis það gjald, sem fyrir
hana er greitt. Hún heri engin laun í sér sjalfri. Slikar
kenningar eru háskasamlegar, og vafasamt er, hvort
nokkurt fyrirbæri þjóðfélagsins er greinilegra merki um
hnignun þess.
Hvar sem vér skyggnumst um í náttúrunni hljóta líf-
verurnar að heyja baráttu fyrir tilveru sinni. Hvergi
verður þess vart, að náttúran sjálf mati börn sín án þess
þau verði eitthvað á sig að leggja. Og löngu er það við-
urkennt lögmál, að náttúran sjálf velji úr þá einstaklinga,
sem hæfastir eru í lífsbaráttunni hverju sinni, og slíkt
úrval sé undirstaða þróunar lífsins. Maðurinn er hér
engin undantekning, enda þótt lífsbarátta hans hafi feng-
ið annan svip en dýranna, og stefni að öðru en því, að
fullnægja hinum brýnustu þörfum líkamans. Þá hefir og
þroskað samfélag manna skapað hinum veikari vaxtar og
lífsskilyrði, svo að sjálft lögmál úrvalsins fellur þar að
nokkru leyti úr gildi. Slíkt haggar þó ekki þeirri stað-
reynd, að framhjá vinnunni verður ekki komizt fremur
en lífsloftinu. Hinsvegar ber oss að gera hana oss undir-
gefna og láta hana skapa oss ánægju. Vér verðum að
rækta þá kennd, að vinnan sé blessun en ekki böl. Hún
sé í rauninni mesta hamingjan, sem lífið færir oss.
I nútíma þjóðfélagi eru störfin mörg. Því miður er
frjálst starfsval enn svo takmarkað, að sífellt verða ein-
hverjir, sem lenda á röngum stað í starfi sínu. En frá
fornu fari hefir skapazt rangsnúið mat á vinnunni. Sum
störf eru í hávegum höfð, önnur lítils virt. Því verður
að vísu ekki neitað, að þægilegra er að vinna störf innan
húss í þokkalegum klæðum, en að strita úti, hverju sem
viðrar við óhreinleg störf. En slíkt haggar ekki þeirri
staðreynd, að hvorttveggja störfin eru jafnvirðingar-
verð, ef þau eru nauðsyn í lífsbaráttu þjóðarinnar. Störf
götusóparans og borgarstjórans eru bæði nauðsynleg, og
jafn virðingarverð, og þeir, sem þau rækja, jafn þarfir
þjóðfélagsþegnar, ef þeir rækja störfin af sömu kost-
gæfni og þeim huga, að þau megi verða að sem mestu
gagni. Það er rangsnúið mat almenningsálitsins að líta
óvirðingaraugum á óhreinleg störf og erfiðisvinnu. Hvar
væri samfélagið statt án þeirra?
Önnur hlið málsins er gjaldið, sem fyrir vinnuna er
greitt. Síendurtekið vandamál þjóðanna er réttlátt mat
þeirra hluta, hvernig heildartekjum þjóðfélagsins skuli
skipt meðal þegna þess, þótt allir séu sammála um, að
verður sé verkamaðurinn launanna. En eitt er það gjald,
sem aldrei má gleymast og það er gleðin yfir unnu verki.
fþróttir eru mjög á dagskrá um heim allan. Fjöldi
æskumanna sækist eftir þeim, og með þeim er fylgzt af
ótrúlegum grúa fólks. Afreksmönnunum er fagnað sem
þjóðhetjum. Þetta er allt gott og blessað, en rétt væri að
minnast þess um leið, að öll vinna er íþrótt. Laun íþrótta-
mannsins eru (fyrir utan heiðurspeninga og bikara), að
finna þróttinn í sjálfum sér, það að hann getur leyst
nokkra þrekraun af hendi betur en aðrir. Hann nýtur
áreynslunnar meðan hann æfir sig og keppir, því að hún
er lífsnautnin sjálf. Áhorfendurnir dást að íþróttagarp-
inum fyrir afrek hans og fagrar hreyfingar. En er ekki
jafn mikil ástæða til að dást að þeim manni, sem vinnur
vandað starf og fagurt og setur met í vinnuafköstum?
Vissulega. Og hví ætti starfsmaðurinn ekki að ganga að
vinnu sinni með sama huga og íþróttakappinn, keppa að
því að vinna sem mest og bezt. Sú tilfinning, er það
skapaði honum, væri áreiðanlega ekki minna virði en
sigurlaun og verðlaunagripir íþróttamannsins. En hvað
væri unnið við slíka hugarfarsbreytingu? Lífsþróttur
mannsins ykist af því að starfið yrði honum ánægja, og
þjóðfélagið fengi meiri arð af vinnu hans, samtímis því,
sem honum sjálfum liði betur.
Margt er rætt um oflangan vinnutíma. Um það skal
ekki rætt að þessu sinni en vitanlega verður að gæta þar
hófs sem annars staðar. Maðurinn má ekki verða þræll
198 Heima er bezt