Heima er bezt - 01.06.1965, Qupperneq 6
Börn Sigrúnar og Þórarins: Þorbjörg, Petrina, Pljörtur og
Kristján.
tíma í skólanum árið áður. Honum sóttist námið allvel
og útskrifaðist vorið 1905.
Haustið 1907 siglir Þórarinn til Noregs og stundar
nám við Lýðháskólann í Voss þann vetur. Norðmenn
höfðu þá nýlega endurheimt sjálfstæði sitt úr höndurn
Svía og sterk frelsisalda fór þá urn þjóðina. Hinn ungi
maður varð snortinn af þeirri þjóðernisvakningu, sem
þá fór urn hugi manna þar í landi og hefði óefað kosið
að hafa þar lengri dvöl. En foreldrar hans voru þá orðin
nokkuð roskin, og áður en hann fór utan hafði hann, að
mestu, tekið við forsjá búsins. Hvarf hann því heim,
eftir vetrardvöl ytra.
Skömmu eftir heimkomuna sótti hann kennaranám-
skeið í Reykjavík. Veturna milli námsins í Gagnfræða-
skólanum og utanfarar, hafði hann verið heimiliskennari
á ýmsum bæjum í nágrenninu. Tók hann það starf upp
aftur og gerðist brátt eftirsóttur og dáður kennari.
Hann erfði frá föður sínum góða frásagnargáfu, létt-
lyndi og kírnni en þó alvöru í aðra röndina og frá móð-
ur sinni hlaut hann mildina, hjartahlýjuna og hógværð-
ina. Þetta voru allt mikilsverðir eiginleikar, sem hafa gert
hann þann aufúsugest, sem hann allsstaðar hefur verið
og öllum hefur þótt gott með honum að vera.
Um þessar mundir gengu í gildi ný fræðslulög, sem
fyrirskipuðu farkennslu í sveitum. Þórarinn var ráðinn
farkennari á Dalvík og í framanverðum Svarfaðardal,
árið 1909. Nokkrum árum síðar tók hann svo við kenn-
arastöðu hér fram í sveitinni og kenndi þá á tveim stöð-
um í mörg ár. Síðustu árin kenndi hann þó einungis í
Þinohúsinu að Grund. Þegar heimavistarbarnaskólinn á
Húsabakka tók til starfa árið 1955 lét Þórarinn af
kennslustörfum, að eigin ósk.
Þórarinn var frábær kennari. Hann batt sig ekki fast
við bókstafinn og var enginn ítroðslumaður, en hann
sagði frá á ljósan og einfaldan hátt, en þó blæríkan og
skemmtilegan. Hann er allra manna prúðastur og yfir-
lætisminnstur. Nemendur hans allir elskuðu hann og
virtu. Hann tók vægt á yfirsjónum þeirra, en fékk þá til
að sjá broslegu hliðarnar á hlutunum. Hann var í senn
leikbróðir þeirra og lærifaðir. AUra glaðastur í leik, en
svo komu alvörustundirnar, þá varð að einbeita sér að
náminu af dugnaði og festu. Hann lagði sig mest fram.
við þá, sem áttu örðugast með að halda til jafns við aðra
í náminu. Og hann sá alltaf það jákvæða við frammi-
stöðu þeirra og örfaði þá til að sækja fram, með því að'
viðurkenna og meta að verðleikum það sem vel tókst.
Og vissulega kom hann öllurn til nokkurs þroska. Það
ber honum líka góðan vitnisburð sem kennara, að þegar
nemendur hans komu í aðra skóla, virtust þeir ekki
standa öðrum nemendum að baki, þrátt fyrir stutta
námsdvöl í barnaskóla.
Þórarinn varð ekki prestur og boðaði ekki fagnaðar-
boðskapinn úr prédikunarstól eins og forfeður hans £
marga ættliðu. An þess að kasta nokkurri rýrð á alla þá
góðu kennimenn, efast ég um að þeir hafi náð lengra en
hann, í því að flytja höfundi lífsins lof og dýrð. Og víst
ætla ég það, að væru sumar ræður hans í kristnifræði-
tímum í barnaskólanum komnar á prent, mundu þær
vera á borð við það bezta, sem til er í því efni. Hann
lagði alltaf áherzlu á hina siðfræðilegu kenningu krist-
innar trúar. Og ég held vissulega að allt hans líf hafi
mótast af þessum setningum úr Fjallræðunni: „Sælir eru
friðflytjendur“ og „Sælir eru hógværir“.
Þann 11. maí 1913 kvæntist Þórarinn og gekk að eiga
Sigrúnu Sigurhjartardóttur, bónda á Urðum Jóhannes-
sonar. Móðir Sigrúnar og kona Sigurhjartar var Soffía
Jónsdóttir frá Litlu-Laugum í Reykjadal. Sigrún á
Tjörn, en svo var hún jafnan nefnd, var kona vel gerð,
gædd góðum gáfum, vel menntuð, að þeirra tíðar hætti,
bæði til munns og handa, fríð sýnum, vel á fót komin og
talin beztur kvenkostur hér um slóðir. Hún var mikilhæf
kona, verkfús og hög á hönd. Og víst ætla ég það að
altarisdúkurinn í Tjarnarkirkju beri lengi vott um hag-
leik hennar og smekkvísi. Hún var mikilhæf húsfreyja
og bjó manni sínum og börnum friðsælt og gott heimili.
Mér er enn í Ijósu minni, þá er hún gerðist húsfreyja á
Tjörn, hve mjög heimilisbragur og heimilisprýði bar af
því sem þá gerðist hér í sveit. Hún hafði fágaða fram-
komu og næmt fegurðarskyn var mikill blómaunnandi
og hafði mikið af stofublómum á heimilinu, sá um fegr-
un kirkjugarðsins á Tjörn og var hann á þeim tíma róm-
aður fyrir skrautjurtir og prýðilega umhirðu.
í skjóli þeirra hjóna var aldrað fólk jafnan langdvöl-
um, því var hún einstaklega góð, fórnfús, nærgætin og
umhyggjusöm, þokaði jafnvel til hliðar eigin vilja og
áætlunum, svo því mætti betur líka.
Á Tjörn var alltaf gestkvæmt. Föst venja var það alla
þeirra búskapartíð, og er enn, að allir kirkjugestir komu
þar inn og þágu góðgerðir. Auk þess áttu margir menn,
202 Heima er bezt