Heima er bezt - 01.06.1965, Síða 8
S. B. OLSON:
LANDNAMSÞÆTTIR
FRIÐRIK A. FRIÐRIKSSON ÞÝDDI
(Framhald)
Frímiðarnir komu og héldum við svo brott á þjóð-
hátíðardaginn (1. júlí) kl. 5 að morgni með áætlunar-
lestinni austur. Frú Dandridge bar fyrir okkur góðan
morgunverð og gaf hvorum okkar eina umbúna sam-
loku í nestið. Fór svo, að þessi matarbiti reyndist okk-
ur næsta þarflegur. Vegna þjóðhátíðarinnar var lestin
gerð að skemmtifaralest, og var okkur tjáð, er við kom-
um til Minnedosa, að þar yrði 4 klukkustunda viðstaða,
fólki því til fyrirgreiðslu, sem sótt hafði útiskemmt-
anirnar og komast þurfti heim. Á samkomuvellinum
var mikill manngrúi, sem naut veðurblíðunnar, svo og
alls konar hressingar og góðgætis. Nú hefði verið til-
valið tækifæri fyrir okkur Kjartan, nýsloppna úr þræl-
dómnum, að gera okkur glaðan dag. En í vösum okk-
ar hringlaði ekki í neinum aurum. Allir okkar fjármun-
ir voru vinnunóturnar, en þær varð að innleysa á járn-
brautarskrifstofunni í Portage la Prairie. Við urðum
því að láta okkur nægja, að mæna á þennan sæla skara,
sem gæddi sér á samlokubjúgum og rjómaís. Þegar bú-
ið var að draga frá greiðsluna fyrir fæði og húsnæði,
sýndu heils mánaðar vinnunótur okkar inneign upp á
14 dollara og 50 sent í hlut. Það var öll fúlgan. Nú
var klukkan rúmlega 1 e. h., og langt var fyrir okkur
að bíða í 4 klukkustundir og hafa ekkert á að nærast,
utan eina samloku. Ég stakk upp á því, að við löbbuð-
um inn í bæinn, dræpum þar einhvers staðar á dyr,
bærum upp vandræði okkar og sýndum vinnunóturnar,
ef ske kynni að einhver byði okkur tebolla. En Kjart-
an vildi ekki fallast á þetta, — sagði að við gætum ekki
gert svo lítið úr okkur, að haga okkur eins og betlarar.
Svo að sulturinn hélt áfram að sverfa að okkur, og get
ég með sanni sagt, að aldrei á ævinni hef ég verið eins
banhungraður.
Við komumst til Portage la Prairie klukkan 7 um
kvöldið og skunduðum rakleitt heim til góðvina okk-
ar, Nordal-fólksins. Var okkur vel fagnað og borinn
beini, og urðum mettir vel.
Það sem eftir var sumarsins unnum við að heyskap,
komslætti og þreskingu, Kjartan hjá bónda að nafni
Dalzell, ég hjá bónda, sem hét George Wilton, en bú-
garðar beggja voru 3 mílur austur af High Bluff (Há-
lundur). Raunar höfðum við í 2 vikur, áður en þetta
var, tekið að okkur illgresislúningu og uppmoldun að
kartöflum fyrir bónda einn norðan við Portage la
Prairie, fyrir 3 dollara á viku, þ. e. a. s., það var kaup-
ið, sem við áttum að fá. Þegar vinnunni var lokið, ókum
við með bóndanum, Ferris að nafni, til bæjarins og
rétti hann okkur þar sinn 5-dollaraseðilinn hvorum og
bað okkur að hitta sig aftur eftir kl. 4 og sækja dollar-
inn, sem á vantaði. Ekki létum við á okkur standa.
Lengi biðum við, en Ferris lét aldrei sjá sig.
í október héldum við heim. Hafði ég þá upp á vas-
ann rúma 45 dollara og var það allur sumarvinnuarð-
urinn.
Á nautabúi.
Veturinn 1897 gerði meiri snjó en menn mundu dæmi
til og kuldar voru mjög miklir. Akstur vestan vatnsins
var mjög erfiður og tróðst brautin upp, unz hún líktist
upphlöðnum vegi.
Þennan vetur vann ég hjá Rhind-bræðrum, Will og
Fred, sem ráku nautabú í suðurhluta Big Point-svæðis-
ins. Kaupið var 10 dollarar á mánuði. Þeir höfðu 150
gripi og var heyið sótt í bólstra 2—3 mílna leið. Bróður
áttu þeir, er Arthur hét og vann allskonar heimaverk í
fjósum og gripakvíum. Will annaðist alla matseldina
og sinnti jafnframt útiverkum að nokkru. Fred og ég
ókum heyinu og höfðum sinn sleðann hvor. í 4 mánuði
sóttum við 4 stór hlöss dag hvern, og allan þennan tíma
féllu ekki úr hjá okkur nema 3 dagar, og þá vegna af-
taka óveðurs. Margir heybólstranna voru svo kafnir
snjó, að rétt aðeins sá á kollana á þeim, og varð að gera
að þeim mikinn gröft til að komast að þeim með hest-
ana og sleðana. Þetta varð að gera dag eftir dag, því að
um nætur fyllti skafrenningurinn grafgöngin.
Landnemunum við Big Point, sem sóttu vörur sínar
til Westbourne, tókst að halda opinni leið út á aðal-
brautina frá norðri til suðurs. Hefði sambandslaust orð-
ið við þá braut, gat alvarlegan vanda borið að höndum.
Tveir ungir menn, Charles Garrioch og Alex Bias,
áttu saman lítið nautbú örskammt frá Rhind-búinu.
Þeir voru ókvæntir, en hvor um sig átti systur, sem
204 Heima er bezt