Heima er bezt - 01.06.1965, Page 9
annaðist húshaldið. í nágrenninu bjó líka James Wild
og fjölskylda hans.
Það var seint í janúar, að Alex og Charlie ákváðu að
halda dansleik heima hjá sér. Dagstofa þeirra var svo
stór, að þar mátti þrengslalaust dansa fjögraparadans í
tvennu lagi. Þeir sendu kunningjum orð suður til West-
bourne og allt norður til Kínósóta og buðu til dans-
leiksins. Til Westbourne voru um 20 mílur, en rúmar
30 til Kínósóta. Til þess að tryggja það, að fólk æki
ekki framhjá þvergötunum, hvort sem það kom að
norðan eða sunnan, beitti Alex pónum#) fyrir léttisleða
sinn og ók löngum trjárenglum út á bæði vegamótin,
stakk þeim í snjóinn og hengdi ljósker á, — vísaði þann-
ig gestum sínum örugglega veg.
Dansleikurinn tókst ágætlega. Gestirnir komu rétt
eftir að dimmt var orðið, og er neytt hafði verið hress-
ingar, voru fiðlurnar teknar fram og allir fóru í dans-
inn. Á miðnætti var gert hlé og aftur neytt matar.
Jafnframt var þeim milliþætti skotið inn í, að þeir, sem
höfðu góðar raddir, voru beðnir að syngja vinsæl lög.
Yngismeyjar tvær frá Westbourne, Munroe-systurnar,
sungu tvísöng með hljómhreinum röddum, og þótti öll-
um mikið til koma. Hófst svo dansinn á ný, og var
haldið áfram, unz kominn var morgunverðartími, og
var þá matur á borð borinn fyrir allan hópinn af mikilli
rausn. Fór þá fólk að sýna á sér ferðasnið. En með því
að þá var enn myrkt af nóttu, klukkan 7, var kallaður
upp nýr dans. Loksins, er ferðljóst var orðið kl. 8,
kvöddu gestirnir, glaðir og ánægðir. Einn hópurinn
hafði komið á fjórmeiðasleða með tvístórum vagnkassa.
Þegar allir höfðu komið sér þar fyrir f heydyngjunni
og vafið sig ábreiðum, tóku hrossin, sem orðin voru
óþolinmóð, undir sig slíkan sprett, að þegar sleðinn
rakst á háa þúfu, sem ekki sást í snjónum, vait hann um
koll og hvolfdist kassinn yfir þvínær allan glaðværa
hópinn. Ekillinn missti taumana og hestarnir hlupu með
tóman sleðann í rykkjum og hlykkjum á eftir sér, unz
skógarþykkni, sem fyrir þeim varð, snarstöðvaði þá.
Allir, sem á horfðu, veltust um af hlátri, er vagnkass-
inn tók að lyftast af sameinuðum átökum þeirra, sem
undir voru og skutu undir hann öxlum. Enginn hafði
meiðzt, og var litið á þetta atvik sem einn þáttinn í
hinu skemmtilega næturævintýri.
* # #
Sumrin 1897 og 1898 urðu næstum allir landnemarn-
ir að yfirgefa lönd sín, vegna vaxandi yfirflæðis frá
vatninu. Aðeins þeir hinir fáu, sem ekki höfðu orðið
fyrir teljandi búsifjum, bjuggu þar áfram. Vesturströnd
Manitóbavatns svo að segja aleyddist norðanmegin við
Indíána-sérsvæðið. Flestir fluttu út á hið víða sléttlendi
*) smáhestar, einkum notaðir sem reiðhestar og akhestar
fyrir léttum ökutækjum. ísl. hesturinn er kallaður póni
(pony) erlendis. Þýð.
Giftingarmynd Þorsteins og Hólmfriðar (1899).
fram með Stóru-Sefmýri, sem síðar kallaðist Marshland
(merskiland, sefland) og hlaut póststöð með því nafni.
Um þessar mundir gerðist gleðilegur atburður í lífi
mínu, en tildrög hans voru mjög ánægjuleg kynni mín
af Thorleifson-fjölskyldunni á Big Point. Olafur Thor-
leifson og Guðrún kona hans áttu 3 börn. Þeirra elzt
var Hólmfríður (Fríða, Freeda), þá Guðni, en Anna
yngst. Meðan ég vann hjá Rhind-bræðrum, var ég
heimagangur hjá þessu fólki og var þar ævinlega vel-
kominn. Er frá leið, felldum við Frrða hugi saman, og
tók ég þá að fara míluna heim þangað á methraða, —
en bakaleiðina út á nautabúið mun hægar! Við Fríða
vorum gefin saman 22. maí 1899, og þannig var þá
byrjað hið langa og ástríka samlíf okkar, sem nú hefur
varað í meira en 60 ár.
Fyrsta sambúðarár okkar vorum við til heimilis í
mínum gömlu og rúmgóðu foreldrahúsum, og ríkti þar
hið ágætasta samlyndi um skiptingu búverka og hús-
stjórnar. Faðir minn átti hrossin, en sumar búvinnuvél-
arnar og nokkurn hluta gripanna átti ég. Hafði ég þá
nokkrum árum áður lagt smáupphæð í þennan bústofn
og átti nú laglega litla hjörð.
Marshland.
Haustið 1899 tókum við Fríða þá ákvörðun, að flytja
okkur með vorinu yfir í Marshland og byggja þar upp
eigið heimili. Ég hafði komizt yfir nothæft hestatvíeyki,
sem kostaði, með aktygjum, 125 dollara, — greiddi sumt
af verðinu út í hönd, en afganginn með víxli, er full-
greiðast skyldi innan árs. Um veturinn unnum við að
því í sameiningu, vinur minn einn og ég, að afla bjálka-
viðar í íbúðarhús og peningshús, er byggja skyldi á bú-
jörð hvors um sig. Einnig keypti ég timbur í gólf, þak
og glugga, svo og annað nauðsynlegt efni, og flutti það
þangað, sem bjálkahlaðinn var þegar fyrir. Þetta að-
keypta efni kostaði 35 dollara, og voru þá peningar mín-
ir allir uppgengnir.
En áður en við félagamir gátum byrjað á því, að
höggva til bjálkaviðinn, fór sléttueldur þama yfir og
eyðilagði allt mitt timbur. Þetta var tilfinnanlegt óhapp,
enda hafði ég enga peninga til að kaupa nýjan timbur-
Heima er bezt 205