Heima er bezt - 01.06.1965, Blaðsíða 10

Heima er bezt - 01.06.1965, Blaðsíða 10
forða. Brá ég mér nú til Gladstone, þar sem ég hafði gert timburkaupin, og skýrði verzlunarstjóranum frá þessu ólánsöngþveiti mínu. Meðan ég var í föðurgarði, hvíldi það mest á mér, að gera innkaup fyrir bú okkar og heimilishald, og var ég því vel þekktur í mörgum verzlunarbúðum nærlendis. Að vísu fóru þá viðskiptin fram undir nafni foreldra minna. Virtist nú verzlunar- stjórinn ófús að lána manni eins og mér, sem væri að byrja búskap með tvær hendur tómar. Hinsvegar bauðst hann til að slá 5 dollurum af verðinu, ef ég gæti útveg- að mér lán til fullrar greiðslu að öðru leyti. Eftir að hafa fengið þetta svar, eigraði ég niður götuna, ærið daufur í dálkinn, og vildi þá svo til, að leið mín lá fram- hjá verzlunarbúð Williams-bræðra. Billie (svo sem hann var oft kallaður) sat á búðartröppunum og spurði, af hverju ég væri svo myrkur á svipinn, svo að ég sagði honum vandræði mín í stórum dráttum og það síðast, að mér hefði verið synjað um timburlánið. Auðsjáanlega var slík meðferð ekki eftir hans höfði, og bað hann mig að koma inn á skrifstofuna til sín. Stundarkorni síðar rétti hann mér miða, sem á var skrifað að efni til þetta: „Gjörið svo vel að láta Olson fá það timbur, sem hann þarf með. Geti hann ekki borgað það, geri ég það. Og dragið vinsamlegast 5 dollara frá, samkvæmt loforði.“ Ég fékk timbrið! Húsum mínum valdi ég stað stutt frá sefmýrinni. Vatnsból fyrir gripina var þar rétt hjá í seflausri tjörn. Bithagar voru ótakmarkaðir og engi nálægt. Húsin voru í góðu skjóli fyrir norðanáttinni. Þarna bjuggum við í 2 ár, en þá sótti ég um búréttarjörð. Var það norðaust- ur-kvarturinn í 4. landdeild, 16. „bæjarumdæmi11 (town- ship*), 10. röð vestan aðalbaugs (sjá skýrslu síðar), um 10 mílur norður af Woodside (Skógarsíðu). A þessa jörð fiuttum við árið 1902. Lífsafkoman á þeim árum kostaði harða baráttu. Vænn tvævetur aliuxi seldist á markað fyrir 10 dollara, fyrir góða kú fengust 35. Smjörpundið var 15 sent og eggin eftir því verðlítil. Verzlanir í Gladstone keyptu búsafurðir í skiptum fyrir vörur. Af frosnu nautakjöti, heimaslátruðu, seldist framskrokkurinn á fjögur og hálft sent pundið (enskt viktarpund: 453,6 g), en aftur- hlutinn á fimm sent. Ég ók eldiviði 15 mílur til Glad- stone og fékk tvo og hálfan dollar fyrir málköstinn. (Kösturinn, „cord“, 4 feta hár, 8 feta langur, hlaðinn upp úr 4 feta trjábútum, þ. e. 128 teningsfet. — Þýð.) Tilraunir mínar til kornræktar urðu mér lítt ábata- samar. Varð brátt ljóst, að landið var ekki hentugt fyr- ir akuryrkju, því að gróðrarmoldin ofan á var of grunn og undirjarðvegurinn harður og fullur af smáhnullung- um, sem torvelduðu plægingu. Þær 15 ekrur, sem mér *) „township": gamalenskt orS, sem „bæjarumdæmis”- merkingin virðist horfin úr; táknar nú í Kanada 6x6 fer- mílur lands (rúml. 92 ferkílómetra), þ. e. 36 landdeildir, sem hver skiptist í 4 hvarta (búréttarjarðir). Þýð. tókst að rækta, gáfu af sér lélega uppskeru. Svo að þetta virtist ekki erfiðisins vert. Urðum við því að treysta á kvikfjárræktina okkur til framfæris, ásamt þeirri vinnu, sem hægt var að fá annars staðar, svo sem uppskeruvinnu úti á Portage-sléttunum. Ég tók að mér í ákvæðisvinnu að brotplægja spildu á landdeild, sem MacMillan-bræðurnir í Westboume áttu, 7 mílur norður af bænum. Eins og gamlir menn frá þessum tíma muna, gekk einmitt þessi deild undir nafninu „Hungur-Halls-staðir“, eftir kokkinum, sem matreiddi fyrir flokk manna, er MacMillan-bræður höfðu þarna til að ryðja kjarrskóginn og kvörtuðu yfir því, að vera síhungraðir. Samið var um 3 dollara fyrir að brotplægja ekruna. Mér var lagður til hestur til viðbót- ar við mína eigin, svo að ég hafði þríeyki. Ennfremur var mér tryggt allt það hafrafóður, sem ég þyrfti á 35 sent skeppuna. Ég braut 40 ekrur, eina og fjórðung á dag að meðaltali. Þetta var stritvinna, en feginn var ég að fá peningana. Skömmu eftir að ég settist að á búréttarlandinu, var stofnuð póststöð fyrir Marshland-svæðið og ég gerður að póstafgreiðslumanni. Póstur var fluttur vikulega um Woodside á hestdregnu ökutæki. í norðurhluta nýlend- unnar var skipulagt Marshland-skólahérað. Var ég kos- inn ritari þess og reikningshaldari. Marshland-skólinn var byggður 1904 og honum valinn staður í miðri byggð, svo að þægilegast væri fyrir sem flesta. Annar skóli, Heckland-skólinn, var byggður í suðurhluta þessa land- svæðis. Þar var kennari á tímabili víðkunna skáldið og rithöfundurinn J. Magnús Bjarnason. Ég var svo lán- samur, að hafa náin kynni af Jóhanni Magnúsi og njóta innilegrar vináttu hans. Hann var margfróður um þá tíð, er foreldrar hans fluttu frá íslandi til Nova Scotia árið 1878, — raunar sama árið, sem mínir foreldrar fluttust þangað. Ég var þá aðeins þriggja mán- aða, en hann kominn á tánaaldur, svo að hann gat svalað forvitni minni um líf og famað fyrstu landnemanna þar. Hann var mikill sagna- og ævintýraþulur, og eyddum við margri stundinni saman og nutum þess vel. Mig gríp- ur saknaðarþrá, er ég horfi um öxl til þeirra daga, og ég geymi kærar minningar um hann og fjölda góðra vina frá þessum árum, en þeir eru nú sem óðast að týna tölunni. I Marshland farnaðist mönnum vel um alllangt ára- bil. Byggðin var vel fallin til kvikfjárbúskapar, og þegar menn höfðu varið til þess nokkru fé og kröftum, að brjóta land til kornræktar, og orðið fyrir vonbrigðum, hættu flestir þeim tilraunum, og byggðu þá afkomu sína, eins og þeir höfðu áður gert, á kvikfé sínu, nautum og sauðum, og kaupavinnu utan sveitar, þegar svo bar und- ir. Samkomuhús var reist árið 1906. Hét sá Peter Jacob- son, er frumkvæðið átti. Ég var í byggingarnefndinni, einn af fimm. Efniviðurinn kostaði 650 dollara og var fenginn að láni í timburverzlun George Barr í Glad- stone, en nefndarmennirnir gengu í ábyrgð fyrir greiðsl- 206 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.