Heima er bezt - 01.06.1965, Qupperneq 11

Heima er bezt - 01.06.1965, Qupperneq 11
unni. Húsið var að ummáli 30x50 fet, vegghæðin 10 fet, og var á skúrþak, timburspónlagt. Að innan var húsið ófrágengið að öðru en bekkjum og leiksviði, sem var 10 feta breitt frá gafli og jafnlangt húsbreiddinni, svo að eftir var 40 feta rúm fyrir dansfólk og áharfendur. Við þessa framkvæmd — svo og margar aðrar — var bersýni- legur félagsandi. Svo að segja hver maður bauð aðstoð sína og lét þá eklti sinn hlut eftir liggja, heldur vann við bygginguna með áhuga. Þannig varð samkomuhús- ið sýnilegur veruleiki á skömmum tíma og tilbúið til notkunar. Byggingarnefndin varð bæði sigurglöð og stórhuga, gerði sér nú starfsáætlun og efndi til skemmtisamkoma, dansleikja, happdrætta og bögglauppboða, til að safna fé upp í efnisskuldina, með þeim árangri, að eftir 6 mán- uði var skuldin þvínær fullgreidd. Mót þessi sótti all- margt fólk langar ieiðir að, svo sem frá Gladstone og jafnvel frá Portage la Prairie, og átti það ekki lítinn þátt í því, að drýgja ágóðann. Að sjálfsögðu kom vinnan við þetta mjög á herðar nefndarinnar, og hún reyndar lagði sig fram af alefli, enda útkoman hin ánægjulegasta. Byggðarbúar voru himinlifandi að hafa nú viðunandi húsnæði fyrir almennar samkomur og hverskonar fundi, svo og guðsþjónustur. Það er satt bezt sagt, að í Marshland safnaði enginn auðæfum, en öllum tókst að hafa ofan af fyrir sér og sínum með búskapnum, og með því, að gera einstaka útrásir til fanga í nærliggjandi byggðarlög, eins og Glad- stone og Portage, fara í uppskeruvinnu, og drýgja þann- ig tekjurnar. Kaupið var lágt, — dollar á dag, 14—16 klukkutíma, eða tveir og hálfur dollar fyrir mann og sameyki. Flutningsferðir. Helgi Einarsson, sem fyrr er getið, starfaði í mörg ár við fiskútveginn á Manitóbavatni. Hann var fiskkaup- maður, en auk þess gerði hann út fiskimenn í ýmsum verstöðvum við vatnið. Fjölskylduheimilið var í Narr- ows uppi með vatninu, og þar hirtu foreldrar hans, bróð- ir hans og systir, um búféð og önnuðust verzlun, sem Helgi rak og var búðin skammt frá íbúðarhúsinu.* Helgi var löngum á ferðalögum í fiskverzlunarerind- um og heimsótti þá sölustöðvar sínar, en þær voru a. m. k. fimm, sú nyrsta norður við Dauphin ána á vestur- strönd Winnipegvatns. Nú barst sú frétt, að Helgi væri staddur í Westbourne og væri að svipast um eftir mönnum og ökutækjum til að taka að sér vöruflutning til norðurlandsins. Þarna virtist gott tækifæri til að innvinna sér nokkra dollara, *) Helgi Einarsson hefir átt fjölskrúðuga ævi, og hefir hann ritað bók á íslenzku um margt það, er á dagana dreif. Bókin er gefin út á íslandi. Hann er enn á lífi (1960) og á heima úti við vatnið, nálægt Fairford. — Útgef. svo að ég brá mér til Westbourne og hitti Helga. Fékk ég þá atvinnu, að flytja búðarvarning norður og fisk til baka. Frétti ég, að vinur minn, Marsi Johnson, væri ráð- inn til sama starfa, og hugði ég gott til þess, að fundum okkar bæri þannig saman. Gerði ég nú ráðstafanir viðvíkjandi hirðingu búfjár míns, og að því búnu lögðum við Marsi af stað, 1. febr. 1904, með tvístóra ökukassa á fjórmeiðasleðum, sem hlaðnir voru allskonar vörum. Helgi húsbóndi okkar var með í förinni. Stefndum við nú norður þjóðveginn og náðum síðdegis til Kínósóta, Hudson Bay-stöðvarinnar, en þar skyldi hverfa af landleiðinni og aka á ísnum til Narrows, og hugðum við að við mundum komast þang- að um kvöldið. Tveir aðrir sleðar, sem einnig voru á norðurleið að sækja fisk, höfðu slegizt í förina. í áningarstað, skammt frá Hudson Bay-stöðinni, hvíldum við hestana og gáfum þeim. Þar borðuðum við kvöldverð. Sleðafæri hafði verið gott um daginn, — engin umbrot, þótt snjórinn væri all-djúpur. Nú héld- um við okkur á slóð eftir sleða, sem fyrr um daginn hafði farið fram úr okkur, og gátum við, þótt á glær- um ís væri, rakið förin eftir hvöss skaflajárnin. Rökkv- að var þegar við ókum út frá ströndinni, og létum við mann ganga á undan til að rekja hófförin. Brátt varð koldimmt. Frostþám lá yfir vatninu, svo að ekki sást til stjarna. Nú kallar leiðsögumaðurinn og skipar að nema staðar, því að hann sé búinn að týna slóðinni, og dreifum við okkur þá í allar áttir í leit að sleðaförum eða hófsporum, en finnum hvorugt. Við vissum, að hættulegt var að halda áfram í blindni, því að við gátum lent yfir á merskissvæðin við austurströndina, en þar var ís jafnan ótryggur. Stungið var upp á að snúa við, en sú hugmynd geðjaðist engum, og lagði ég þá til, að við biðum þess, að tunglið kæmi upp, því að þótt minnk- andi væri, mundi það gera okkur fært að ná áttum. Við hnipruðum okkur saman upp við sleðana, vöfðum okk- ur í sængurföt, og biðum í hálfa aðra klukkustund, unz greina mátti daufan bjarma við sjónbaug. Von bráðar sáum við móta fyrir skóginum á austurströndinni, náð- um þá áttum og héldum af stað, en gættum þess vand- lega, að koma ekki of nálægt merskissvæðunum. Við komum til Narrows seint um nóttina, og fegnir vorum við að fá heita máltíð. Hestar okkar fengu líka gott húsaskjól og vel á stallinn. Sleðamönnunum tveimur, sem okkur höfðu orðið samferða, buðust þarna fiskhlöss og fóru þeir ekM lengra. Við Marsi vorum því einir okkar liðs, er við að morgni hófum ferð okkar út í hina norðlægu auðn. Ég kom þar grænn til leiks, en Marsi var öllum hnútum kunnugur, því að hann hafði verið í norðurferð áður og vissi vel um þá erfiðleika, sem við kynnum að rata í. Verzlunarbúð Helga í Narrows var stór bygging. Máttarviðirnir voru grófir, óheflaðir plankar, 2x4 t. Ytri klæðning var allvönduð, en innri klæðning engin. Þar virtust vera nægar birgðir af venjulegum vörum, en ekki um margar tegundir að velja. Heima er bezt 207

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.