Heima er bezt - 01.06.1965, Page 13
spilling í á annan hátt, gerði holskurði við sullaveiki
o. fl. Þetta gerði hann í heimahúsum sjúklinganna eða
sínum eigin húsum, því sjúkrahús voru þá ekki til hér
á landi, að minnsta kosti á fyrstu árum hans í Horna-
firði (1886) og þó þau hefðu verið til, voru engar að-
stæður til að flytja sjúklinga langar leiðir yfir vegleys-
ur, óbrúuð stórvötn o. fl.
Þorgrímur hafði ekki verið nema tæp tvö ár í Borg-
um, er hann fékk verkefni, sem virðist að hverjum
meðal manni hefði verið ofraun.
í páskavikunni 1888 fóru 3 menn frá Skaftafelli í
Oræfum út á Skaftafellsfjörur, sem eru út af Skeiðarár-
sandi vestanverðum, til að bjarga reka frá sjó, sem var
fiskur er rotaðist í brimi við sandinn og skolaði upp
á land. Þá var þríbýli í Skaftafelli og voru mennirnir
sinn frá hverjum bæ, Einar Jónsson, Þorsteinn Snjólfs-
son og Sigurður Sigurðsson.
Þeir fundu talsvert af fiski á fjörunum, svo nokkuð
tafðist fyrir þeim að tína hann saman. Þeir lögðu af
stað heimleiðis undir kvöldið og reiddu með sér nokk-
uð af fiski, en þá var farið að syrta í lofti. Bráðlega skall
svo á ofsastormur, með fannkomu og grimmdarfrosti.
Þeir neyddust til að skilja fiskinn eftir við vörðu á
sandinum og settust á bak hestunum. Þeim sóttist seint
ferðin þótt lausríðandi væru, því á móti stormi og
skarabyl var að sækja. Skeiðará var orðin uppfull af
snjódyngju og grunnstingli, er þeir komu að henni og
virtist ófær. Þó komust þeir yfir hana eftir mikinn
hrakning og heim að Skaftafelli komust þeir nær dag-
málum. Höfðu verið að hrekjast á sandinum og í Skeið-
ará alla nóttina. Voru þeir allir kalnir á fótum, meira
og minna og leið mjög illa. Snemma næsta morgun, á
Skírdag, var maður sendur austur að Borgum að sækja
Þorgrím lækni. Til þeirrar ferðar var valinn Oddur
Sigurðsson bóndi á Hofi, traustur og duglegur ferða-
maður. Hann var föðurbróðir Odds Magnússonar í
Skaftafelli, hins ágæta vatnamanns. Hann kom til baka
og Þorgrímur með honum, á laugardagskvöldið fyrir
páska. Þeir náðu að Svínafelli seint um kvöldið og eftir
nokkra hvíld þar, héldu þeir áfram ferðinni að Skafta-
felli, komu þangað snemma á páskadagsmorgun. Þor-
grímur athugaði strax kalsár mannanna og sá að hér
þurfti mikils við. Taldi hann nauðsynlegt að fá til að-
stoðar læknirinn í Vestur-Skaftafellssýslu, sem þá var
Bjarni Jensson, bróðursonur Jóns Sigurðssonar forseta.
Oddur á Hofi brást við og sótti hann líka.
í Vesturbæ á Svínafelli var þá nýbúið að byggja upp
reisulegan bæ. Þá bjuggu þar Sigurður Jónsson og Sig-
ríður Runólfsdóttir, orðlögð gæðahjón, foreldrar Jóns,
hins alkunna vatnamanns, er síðar bjó þar og ótal sinn-
um fylgdi ferðamönnum yfir Skeiðará og Núpsvötn.
Þarna í Vesturbænum var myndarleg og rúmgóð stofa
og stórt gestaherbergi. Voru nú, að ráði Þorgríms, 2
hinna kölnu manna, Þorsteinn og Sigurður, fluttir
þangað, en Einar lá á heimili sínu, því hann þurfti
minnstra aðgerða við. Þurfti ekki að taka af honum
nema lítið eitt af tám.
Læknarnir létu nú hreinsa húsin eftir beztu föngum
og vann Sigríður húsfreyja aðallega að því. Þegar hún
var að ljúka því verki kom Þorgrímur til hennar og
mælti: „Þetta líkar mér prýðilega vel.“ Læknarnir
skiptu nú með sér verkum. Bjarni sá um svefninn, en
Þorgrímur framkvæmdi skurðaðgerðirnar og hafði sér
til aðstoðar séra Svein Eiríksson í Sandfelli og Jón
Einarsson í Skaftafelli, en þeir voru báðir nærfærnir
við sjúka menn og lagnir að gera að meiðslum. Hann
byrjaði á hægra fæti Þorsteins. Varð að taka hann af
um miðjan kálfann. Næsta dag var svo tekið af hin-
um fætinum. Var tekið af honum ofarlega um ristina.
Þriðja daginn var svo tekinn vinstri fótur Sigurðar,
neðan við öklann. Eftir að þessar aðgerðir voru búnar,
fór Bjarni læknir fljótlega heim til sín, en Þorgrímur
mun hafa verið rúma viku hjá sjúklingunum, en með
því að sár þeirra höfðust vel við, fór hann þá heim og
fól þeim séra Sveini og Jóni í Skaftafelli að sjá um þá,
ásamt húsfreyjunni í Vesturbænum. Þeir lágu mest allt
sumarið, en komu furðu fljótt til vinnu eftir að þeir
komu á fætur.
Sigurður, sem var þeirra yngstur, lærði söðlasmíði,
giftist Guðrúnu dóttur Eyjólfs á Reynivöllum og bjó
þar mörg ár, stundaði söðlasmíðina jafnframt búskapn-
um. Sigurður dó 1928.
Þorsteinn þurfti að fá báða fætur smíðaða, en þeir
voru honum ekki eins hentugir og þurfti að vera. Þó
vann hann ótrúlega margt, jafnvel gekk hann að slætti.
Dó 1918.
Kalsár Einars voru lengi að gróa, en ekki þurfti að
taka af fótum hans, nema lítilsháttar af tám og var
sagt að hann hefði orðið jafngóður.
Svo liðu 15 ár, að ekki gerðust veruleg stórtíðindi.
Læknirinn í Borgum hafði alltaf nóg að starfa. Ef ekki
voru sjúkravitjanir eða afgreiðsla meðala, þá greip hann
í að vinna að framfaramálum sýslunnar.
Ef næmir sjúkdómar komu í héraðið, bannaði hann
strax samgöngur við þá bæi er þeirra varð vart á og
voru þeir einangraðir þangað til hættulaust var að hafa
samneyti við þá.
AUtaf þurfti hann þó öðru hvoru að grípa til skurð-
arhnífsins við ígerðir og vegna sullaveiki, sem kölluð
var meinlæti. Þó man ég eftir einum manni, sem hann
varð að taka fót af, eða hluta af fæti. Mun það hafa
verið 3. marz 1891. „Hann tók fótinn sundur neðst um
öklann,“ segir Þorleifur Jónsson, sem var við skurðað-
gerðina með honum. Mun orsök þess hafa verið kal.
Maðurinn lifði lengi eftir það, varð gamall. Hét Pálmi
Benediktsson.
Svo leið fram til ársins 1903. Þá fékk Þorgrímur erfitt
verkefni að glíma við. 19. janúar það ár, strandaði á
Svínafellsfjöru á Skeiðarársandi þýzkur togari „Fried-
rich Albert“ frá Geesemúnde í Þýzkalandi. Er sú fjara
á milli Skeiðarárósa að austan og Hvalsíkis að vestan.
Heima er bezt 209