Heima er bezt - 01.06.1965, Síða 14

Heima er bezt - 01.06.1965, Síða 14
Skipið kenndi grunns í brimgarðinum og barst að sand- bakka þar sem það hafnaði hálffullt af sjó. Gekk brim alltaf yfir það. Klukkan 4 um morguninn hafði fjarað svo að áhöfnin komst slysalaust í land. Voru mennirnir 12. Má nærri geta hvernig þeim hefur liðið um nótt- ina, þó komnir væru á land, bjórvotir í kalsaveðri, þar sem ekkert afdrep var á sandinum. Um þetta segir Fjallkonan 17. febrúar 1903: „Sem von var, varð vesalings mönnunum fyrst fyrir að fara að leita mannabyggða. Þeir fóru víðs vegar um sandinn og gerðu ýmsar atrennur til að vaða vötnin, bæði upp undir jökli og niðri við sjó, en alls staðar var óvætt.“ Þeir gerðu sér það ljóst, að þeir voru þarna inni lokaðir milli stórvatna, sem vonlaust var að vaða yfir. Um strandstaðinn segir í sama blaði Fjallkonunnar: „Þar eystra eru margar landtökur ekki góðar, en þessi staður er þó lang-voðalegastur þeirra allra. Þaðan eru nálega 5 mílur upp að jöklinum, þar sem sumarvegur- inn liggur, en þó enn lengra til mannabyggða, hvort sem farið er austur eða vestur og ófær vötn báðum megin. Skeiðarárósarnir að austan en Flvalsíki að vest- an og þarna eru engar mannaleiðir, nema þá sjaldan menn fara þangað á fjörur og má nærri geta hvað oft það er farið um háveturinn, þegar öll vötn eru auð, eins og nú var, því þangað er sögð 4—5 stunda reið frá næstu bæjum, þó allan vatnaflákann megi skeið- ríða á ísum.“ Strandmennirnir gerðu oft árangurslausar tilraunir til þess að vaða hin ófæru vötn, í vestri og austri og sólarhringum saman urðu þeir að láta fyrir berast á sandinum. Um það segir Fjallkonan á þessa leið: „A þessum ferðum þraut þá oft dag og urðu þeir þá að liggja úti á bersvæði og stundum á ísum. En skýli höfðu þeir smám saman gert sér úr tunnum og rusli, sem úr skipinu rak, breitt yfir segl og mokað að sandi. En einar þrjár nætur voru þeir í skýlinu, því ótt- inn við að verða að deyja þar úr hungri, rak þá sífellt af stað. A þessu vonleysis eigri voru þeir í átta sólar- hringa og 28. janúar lagði stýrimaður af stað og ætlaði að reyna að komast vestur yfir vötnin, einn síns liðs, en til hans hefur ekki spurzt síðan, hefur annað hvort drukknað eða helfrosið. Þann 29. leggja þeir enn af stað og höfðu þá rekið saman eitthvert flekaskrifli, sem þeir ætluðu að reyna að fljóta á yfir dýpstu álana og drógu það með sér vest- ur að síki. Þeir sáu þá menn á fjörunni fyrir vestan, en með engu móti gátu þeir vakið athygli þeirra. Vegur- inn milli þeirra var lengri en svo. En svo leggja þeir þó á fremsta hlunn og komust þá loks yfir vatnsflæmið; en tvo félaga sína urðu þeir að skilja eftir helfrosna. Þeir fylgdu svo braut fjörumanna og komust loks að Orustustöðum á Brunasandi næsta morgun, en lúrðu undir skipsflaki á fjörunni um nóttina. Þeir höfðu þá verið að hrökklastum sandinn nær 10 sólarhringa. Þeir voru þá eftir níu og þrír lítið kalnir, en sex mikið og þrír þeirra mikið skemmdir, mest á höndum og fótum.“ Að lokum segir svo í Fjallkonunni, að þá hafi „á Orustustöðum búið fótalaus einyrki og hafi hann unn- ið þeim allan greiða, sem hann mátti, en sýslumaður sá þeim síðar fyrir læknishjálp og öðrum nauðsynjum.“ Læknarnir, sem gerðu að kalsárum Öræfinga 1888 og tóku af þeim skemmda limi, voru enn í sömu lækn- ishéruðum, Austur- og Vestur-Skaftafellssýslum. Nú voru hinir 9 þýzku strandmenn komnir í hérað Bjarna Jenssonar og undir umsjón hans, en hann hafði góðan aðstoðarmann við móttöku þeirra, sem var Guðlaugur Guðmundsson sýslumaður, en hann var þá á Kirkju- bæjarklaustri. Þeir sáu strax að hér var verkefni, sem var ofviða einum lækni og enda allt of lítið til af sára- umbúðum, sótthreinsunarmeðölum o. fl. Þeir afréðu því strax að senda mann austur að Borgum og fá Þor- grím lækni til að koma og framkvæma skurðlækning- arnar. Hann var þá orðinn orðlagður fyrir hvað hon- um heppnuðust þær vel, enda vafamál að nokkur hafi þá verið honum fremri í þeim hér á landi. Vikan 24. tölublað 14. júní 1962 segir: „Þegar Þorgrímur læknir fékk boðin, ásamt lýsingu af því verki, sem fyrir höndum var, lét hann hendur standa fram úr ermum. Hestar voru söðlaðir og ferða- föt tekin fram. Einn hestur bar ekki annað en sáralín, áhöld og lyf og síðan var haldið af stað, sem leið ligg- ur vestur sanda. Læknanna tveggja beið mikil barátta og erfiðar aðstæður. Nú myndi reyna á kunnáttu þeirra og sálarþrek. — í skýrslu sinni til landlæknis getur Þor- grímur þess, að hann hafi haft meðferðis þýzka hand- bók um skurðlækningar.“ Þorgrími gekk vel ferðin vestur á Síðu og strax er hann var þangað kominn tóku læknarnir til starfa. Sagan sem gerðist í Öræfunum 1888 endurtókst þar, en mun mikilfenglegri. Þar lágu 9 menn, sem höfðu hrakizt á Skeiðarársandi í 10 sólarhringa áður en þeir komust til bæja, kalnir mjög, bæði á höndum og fót- um, svo taka varð af 5 þeirra 8 fætur og allar tær af 2 fótum. Önnur minni háttar kalsár á höndum og fótum þeirra lítur út fyrir að þeir hafi grætt. Þó munu þeir hafa tekið einhverja fingur af. Hér var ekki um sjúkra- hús, eða lært hjúkrunarfólk að ræða, fremur en í Öræf- um, en þeir létu það ekki aftra sér, þeir gengu að verki ótrauðir eins og allar aðstæður væru óaðfinnanlegar. Þeir fengu aðstoðarmenn við skurðaðgerðirnar, þar á meðal Guðlaug Guðmundsson sýslumann. Hann segir í einkabréfi til vinar síns Þorleifs Jónssonar í Hólum, sem skrifað er í marz 1903: „Þorgrímur er kominn langt með að „aflima“ strand- mennina og það hefur allt heppnazt prýðisvel að þessu og verður svo vonandi fram úr, en ekki var það árenni- legt í fyrstu. Hann hefur fjötrað mig á þeim blóðvelli, alla daga og látið mig hafa þá virðulegu(I) atvinnu að „halda fótunum“ og kann ég honum enga þökk fyrir.“ Sár Þjóðverjanna höfðust vel við og greru furðu 210 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.