Heima er bezt - 01.06.1965, Qupperneq 18

Heima er bezt - 01.06.1965, Qupperneq 18
sóknirnar sem léttastar, svo að unnt sé að fá sem flesta til að sinna þeim verður að velja til rannsókna fáar tiltölu- lega auðþekktar tegundir, sem eru algengar í viðkom- andi héraði. \raxtarfræði rannsóknir munu nú komnar lengst áleið- is í Mið-Evrópu. Þar hafa verið gerð vaxtarfræðileg gróðurkort af víðáttumiklum svæðum í mælikvarðanum 1:25000. Hafa Þjóðverjar unnið þar geysimikið starf og náð ágætum árangri. Þannig hefir þeim tekizt með þess- um aðferðum að finna þá bletti í landinu, sem vetrar- rúgurinn nær fyrst þroska t. d. fyrir 16. júlí. Einnig hefir komið í ljós, að hægt er að rækta vínvið alllangt norður fyrir hin viðurkenndu loftslagsmörk hans á ein- stökum stöðum, sem vaxtarfræði niðurstöðurnar hafa bent mönnum á. Líkt þekkja margir athugulir bændur, sem fylgst hafa með vexti yrkiplantna sinna. Þeir finna t. d. bletti, þar sem frosthætta er minni en annars staðar í landareigninni, og hafa hagað ræktun sinni eftir því. Getur hver maður séð, að þetta má hafa úrslitaþýðingu um ræktun ýmissa nytjaplantna. Allt frá því jarðyrkja hófst, hafa menn leitast við að flytja inn og taka til ræktunar nýjar tegundir plantna, sem þeir hafa hugsað að mættu verða að meira gagni en þær eldri eða gera framleiðsluna fjölbreyttari. Síðar hafa menn með úrvali og víxlfrjóvgun leitast við að kynbæta hina eldri stofna og framleiða nýja, sem gefa myndu betri ávöxt en hinir gömlu. Eftir því sem akuryrkju og annarri jarðrækt hefir farið fram, hefir sífellt meira kapp verið lagt á framleiðslu nýrra stofna og auknar kyn- bætur plantna. Hafa því verið settar upp kynbótastöðv- ar, tilraunabú og aðrar slíkar stofnanir, sem að þessu vinna í flestum jarðyrkjulöndum. En hin nýju afbrigði reynast oft þurftarmikil um jarðveg og viðkvæm gegn loftslagsbreytingum, ef kostir þeirra hafa átt að koma fram til fulls. I köldum löndum hefir t. d. frostþolni þeirra verið mikilvægt atriði, og af þeim sökum hefir meðal annars þurft langvarandi tilraunir, til að komast að raun um hagnýtt gildi þeirra. Það hefir sýnt sig, að hinar venjulegu upplýsingar um veðurfar frá veður- stofnunum hafa oft komið að takmörkuðu gagni, og stundum hefir handahóf ráðið eins miklu um fram- kvæmdir og vísindalegar niðurstöður. Vonbrigðin hafa því orðið mörg, og tjónið oft tilfinnanlegt eins og vænta mátti. Hér hefir vaxtarfræðin og rannsóknir hennar oft komið að góðu haldi. Ef vér viljum vita, hvernig lífs- skilyrðin eru á einhverjum stað, fær enginn gefið skýr- ara svar en plönturnar sjálfar. Það er aldagömul reynsla, að plönturnar og vaxtarfar þeirra einkenna á margan hátt veðurfar staðarins betur en nokkrar veðurfarstöfl- ur, af því að þær sýna áhrif allra þátta veðurfarsins sam- eiginlega á hina lifandi náttúru, á lífsstörfin og viðgang lífsins allan. Það er alkunnugt, að plönturnar sýna eðli jarðvegs- ins, einkum sýrustig hans. En viðbrögð plantnanna á ýmsum stigum vaxtar þeirra eru ekki síður leiðbeining- ar um veðurfar staðanna, sem þær vaxa á. Flestar teg- undir eiga vaxtarsvið innan tiltekinna loftslagsmarka,. þ. e. plantan dafnar ekki utan tiltekinna markgilda hita eða annara þátta veðurfarsinsS Vaxtarsvið sumra tegunda er mjög vítt, annarra þröngt, og þær tegundir segja oss að jafnaði mest um markgildi veðurfarsins sem máh skipta á hverjum stað. Árin eru misjafnlega hagstæð. Við og við koma illæri, sem ræktunarmenn vara sig ekki á þrátt fyrir margra ára veðurathuganir. Slík ár geta ráðið úrslitum um landfræðilega dreifingu tiltekinna tegunda, eða afbrigða og oft valdið stórtjóni. En svo sjáum vér einnig, að á einstökum blettum gætir þessara áfella lítt eða ekki, þótt þau hafi valdið stórtjóni allt umhverfis. Þarna sýnir vaxtarfræðin oss, hvar vér ættum að velja ræktuninni stað. Með því að bera saman niðurstöður veðurfræði og vaxtarfræði, má oft finna staði, sem öruggir eru gegn frosthættu, þótt meginhéraðið sé í hættu statt. Norð- menn hafa komizt að raun um, að unnt er að færa mörk aldinræktar og garðyrkju verulega norður á bóginn á einstökum stöðum með því einu að fylgjast með vexti og viðbrögðum hesliviðarins og fleiri villiplantna. Svíar hafa þegar hagnýtt sér þetta. Þar er augljóst samband milli aldinræktarsvæða og' tiltekinna atriða í vexti marQ'ra villiplantna. Er ljóst mál, hvert gildi athuganir á slíkum plöntum hafa í allri jarðyrkju, elcki sízt hverskonar nýrækt. í Noregi, og þá ekki síður á íslandi, þar sem flestar yrkiplöntur eru við landfræðileg norðurmörk sín, hljóta því slíkar vaxtarfræðilegar rannsóknir að vera eitt af grundvallarrannsóknum landbúnaðarins. í slíkum landa- mærahéröðum eru vaxtarfræðileg sérkenni plantnanna hin mikilvægasta leiðbeining um val yrkiplantna og stofna þeirra. Og ekki sízt nú, þegar stöðugt er verið að þreifa fyrir sér um nýjar tegundir, mundu vaxtarfræði- leg kort mjög létta tilraunastarfið og gefa vonir um betri og skjótari árangur. Á síðari árum hefir alþjóðleg verzlun með fræ og vrkiplöntur farið mjög í vöxt. I þeim skiptum er höfuð- atriðið, að fá fræ frá þeim stöðum, sem líkjast innflutn- ingslandinu að loftslagi og staðháttum. Þegar fræútflytj- endur í Bandaríkjunum selja fræ til annarra landa, spyrj- ast þeir fyrir um, hver séu helztu vaxtarskilyrði þar, t. d. um lengd vaxtarskeiðs á hverju sumri og þess hátt- ar, svo að líkur séu fyrir, að fræ það, er þeir selja, komi að haldi. Naumast hefir þessa verið eins gætt á nokkru sviði ræktunarmála og í skógræktinni. Þar hefir reynsl- an sýnt að val réttra kvæma af trjátegundum, sem flytja á inn, er grundvallaratriði, en vaxtarfræðin ein getur gefið skýr svör í þeim efnum. Niðurstöður vaxtarfræðinnar í sambandi við tilflutn- ing plantna milli landa hefir leitt til þess að sett hefir verið á fót í Washington stofnun: American Institute of Crop Ecology, sem hefir það verkefni að rannsaka samhengi veðurfars og vaxtarfræði í þjónustu landbún- aðarins, svo að unnt verði að finna, hvaða skilyrðum t. d. um ljós og hita þurfi að fullnægja, þegar yrkiplönt- 214 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.