Heima er bezt - 01.06.1965, Qupperneq 20

Heima er bezt - 01.06.1965, Qupperneq 20
GUÐMUNDUR B. ÁRNASON: MYRKFÆLNl L“ r m margar langar og dimmar aldir varð íslcnzka þjóðin að heyja harða baráttu við alls konar y ógnir og erfiðleika af náttúrunnar og manna völdum. Hafísar og harðindi þrengdu oft mjög að þjóðinni um lengri eða skemmri tíma. Eldfjöllin hafa oft spúið eldi og eimyrju, (hrauni) ösku og eitri yfir landið, og stundum unnið gífurlegt tjón, eins og t. d. i Móðuharðindunum, er hófust 8. júní 1783 og breyttu cróðærinu, sem þá var á Suðurlandi, í versta hallæri. sem síðan færðist yfir allt landið og olli miklum fjárfelli og manndauða. Jarðskjálftar hafa lagt fjölda bæja í rústir. Stórsóttir, eins og t. d. Svartidauði og Stóra-bóla, hafa herjað læknislaust landið og orðið mörgum þúsundum manna að bana. í Stóru-bólu árið 1707, dó meira en þriðjungur allra landsmanna, eða um 18000 manns. Og síðast — en ekki sízt — má nefna einokunar verzlunina, sem lá eins og mara á þjóðinni um langt skeið og átti mikinn þátt í að fólkið dó oft úr hor og harðrétti, svo hundruðum eða þúsundum skipti, þegar harðæri gerði. Enn er þó ótalið eitt, sem íslenzka þjóðin hefir átt við að stríða, frá því landið var numið og til skamms tíma. Það er myrkrið. Mikinn hluta vetrarins grúfir það yfir landinu meiri hluta sólarhringsins, allt að 3/4 þegar dagur er styztur. Það var oft dimmt í íslenzku torfbæj- unum, meðan þjóðin hafði ekki annað en lýsi, hrossa- fitu eða tólg, til að verjast myrkrinu. Og þetta ljósmeti oft af skornum skammti. Steinolíuljósin komu ekki til notkunar þar, sem ég ólst upp, fyrr en laust fyrir 1880. Var að þeim mikil bót, þótt ekki þyki nú mikið til þeirra koma. Það, sem mér er einna minnisstæðast frá þeim tíma, er ég man fyrst eftir mér, er myrkrið og ógnir þess. Og síðan rökkursvefn fólksins og rökkurseturnar í skamm- degi vetrarins. Sá siður var almennur á æskuárum mínum, að þegar rökkva tók, svo að ekki var lengur verkljóst, lagðist fólkið til svefns í rúmum sínum og svaf nálægt klukku- stund, áður en það hóf vinnu á kvöldvökunni, sem í mesta skammdeginu mun hafa verið um 4 stundir. Við krakkarnir í Lóni vildum ekki sofa með fólkinu í rökkrinu. Var þá ætíð einhver fullorðinn látinn vaka og gæta okkar, meðan fólkið svaf. Hafði gæzlumaðurinn þá jafnan beztan hemil á okkur með því að segja okkur sögur. Enda var það bezta skemmtun okkar að hlusta á 216 Heima er bezt þær. Sögur þessar voru ýmislegs efnis.' Það voru sögur af kotungssonum og dætrum, sem vegna mannkosta og dugnaðar urðu konungar og drottningar landanna. Það voru sögur af huldufólki, álfum og dvergum, útilegu- mönnum, sjóskrímslum og bjarndýrum, vofum og draugum. Langmest púður þótti mér í draugasögunum. Einhver ægilegur en ljúfsár hrollur, sem ég get ekki lýst, fór um mig við að hlusta á þær. Og svo varð kjarkurinn bugaður, að er mögnuðustu sögurnar höfðu verið sagð- ar, þorði ég ekki að líta upp í baðstofugluggana, af ótta við að þar kynni að birtast náfölt, afskræmt andlit. Draugasögurnar voru ekki hollar þeim ungu. Þær sköpuðu magnaða myrkfælni, sem margir gátu aldrei af sér hrundið til fulls, og varð þeim oft til óþæginda og kvalar um langa ævi. A æskuárum mínum í Lóni í Kelduhverfi, var það eitt vetrarkvöld, að þrír hundar, er þar voru, tóku að gelta af miklum ákafa frammi í bæjargöngunum, líkast því að þeir væru að glíma við stórgrip, sem ekki vildi ganga undan þeim. Stundum voru þeir fremst í bæjar- göngunum, en voru svo allt í einu komnir inn að skelli- hurð, sem var rétt framan við baðstofudyrnar, og höm- uðust þar. Gerðist þetta allmörg kvöld þennan vetur. Og vissu menn ekki hvað olli þessum ólátum þeirra. Þetta, — ásamt draugasögunum — hafði þau áhrif á mig, að á öllum unglingsárum mínum, mundi ég ekki hafa vogað að ganga einn til bæjardyra, eftir að dimmt var orðið, hvað sem í boði hefði verið. Það var ekki fyrr en ég var orðinn fullþroska, að ég gat pínt mig til að ganga einn til bæjardyra í myrkri. Skrítið var það, að rúmum 20 árum seinna, er ég bjó í Þórunnarseli, hófu 2 hundar, er þar voru, sömu ólætin og höguðu sér á sama hátt og áður er lýst. Þóttust sumir heyra að kjarkminni hundurinn kæmi stundum ýlfrandi inn göngin. Aldrei hef ég getað myndað mér skoðun um það, hvað valdið hafi þessu uppátæki hundanna. Væri fróð- legt að heyra álit þeirra, er dýrin þekkja bezt, um þetta fyrirbæri. Vil ég hér skýra frá litlu atviki, þegar mest reyndi á taugar mínar vegna myrkfælni. Ég vil þó biðja lesendur þessa pistils góðfúslegast að afsaka, að ég tek hér dálítinn nefsneiðing, áður en lengra er haldið, og skýri frá tildrögum þess, að ég komst i

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.