Heima er bezt - 01.06.1965, Qupperneq 21

Heima er bezt - 01.06.1965, Qupperneq 21
þessa raun. Það er að vísu önnur saga, eða öllu heldur örlítið brot úr sögu, sem þó hefði frekar átt að segjast og birtast almenningi á prenti, heldur en mikill meiri hluti þess, sem nú er látinn á „þrykk út ganga“. Þetta iitla sögubrot segir lítið eitt frá einu af því, sem hin svonefnda „aldamóta kynslóð“ vann til hagsbóta kom- andi kynslóðum, við erfiðar aðstæður. Fyrir og um síðustu aldamót, herjaði skæður óvinur sveitir landsins og veitti bændum hinar verstu búsifjar. Hann hafði mörgum árum áður herjað stór landssvæði og unnið geysilegt tjón. Ovinur þessi var þó ekki stærri en það, að hann varð tæpast greindur með berum aug- um. Það var hinn illræmdi kláðamaur. Rændum sveið sárt undan aðförum maursins, en gátu ekki að gert. Vissu engin ráð til að yfirstíga hann. Voru að vísu að reyna að verja sauðféð fyrir ágangi maursins með því að bera tóbakssmyrsli ofan í það, hér og þar, og hella kreolinblöndu í það. En hvort tveggja var kák, sem ekki dugði. Óvætturin færðist í aukana, nam ný lönd, píndi sauðféð hræðilega, en drap sumt, einkum gemlinga. íslenzka þjóðin var svo lánsöm, að eiga um þessar mundir all marga ágæta menn, framsýna og dugmikla föðurlandsvini, sem beittu kröftum sínum til að hefja þjóðina til meiri vegs og menningar og betra lífs. Með þeim fremstu í þeim flokki var þáverandi amtmaður Norður- og Austuramtsins, Páll Briem. Hann hafði opin augu fyrir öllu því, er verða mætti þjóðinni til hags- bóta, og beitti sér af miklum dugnaði og fyrirhyggju fyrir ýmsum velferðarmálum hennar. Eitt af því, sem Páll fékk áorkað var, að mig minnir, að Alþingi veitti fjárstyrk til að útrýma fjárkláðanum og að hafin var skipulögð herferð gegn kláðamaurnum um land allt, undir stjórn kunnáttumanns. Maðurinn sem valinn var að tilhlutan Páls til að stjóma aðgerðunum gegn maurnum, var norskur bóndi Ole Myklestad að nafni. Hafði hann áður staðið fyrir út- rýnúngu fjárkláðans í Noregi. Hefir verið allt of hljótt hér um þenna mann, og honum ekki sýnt — mér vitan- lega — verðskuldað þakklæti og viðurkenning fyrir hið prýðilega framkvæmda þjóðþrifastarf, sem hann vann hér á landi eftir aldamótin. Get ég ekki á mér setið, finn mig knúðan til að minnast mannsins og starfs hans með fáum og fátæklegum orðum. Myklestad kom hingað haustið — eða snemma vetrar — 1902 og var hér á landi á haustin og veturna til vors 1905. Fyrsta veturinn ferðaðist hann um landið og hélt nám- skeið á ýmsum stöðum. Á þessum námskeiðum kenndi hann mönnum að finna og þekkja maurinn, með hjálp smásjár, framkvæmdi baðanir og kenndi aðferðina við að sálga maurunum. Var til þess notaður sterkur lögur af tóbaksblöðum, er soðinn var í geysistórum eirpottum. Var hver einasta kind á landinu, er til náðist, látin liggja á kafi í tóbaksleginum í baðkerum í 7—10 mínútur og aðeins snoppa kindarinnar látin standa uppúr, en hún þó rækilega bleytt og henni difið nokkrum sinnum, en jafnframt haldið með lófanum fyrir munn og nasir kind- arinnar. Mjög illt og seinlegt verk var að koma suðu í þessa stóru potta, þar sem ekki var völ á góðum eldivið. Súrn- aði mönnum oft sjáldur í augum við það starf, einkum þar, sem eldhúskofarnir voru litlir og lágreistir. Byrjað var á böðum á Norður- og Austurlandi haust- ið 1903 og allt sauðfé á svæðinu frá Jökulsá í Skagafirði og að Skeiðarársandi baðað þá um haustið og fyrri part vetrar það ár. Næsta haust og fyrri part vetrar 1904 var svo böðun lokið á því svæði, sem eftir var. Að böðun lokinni höfðu bændur um tvennt að velja: Annaðhvort að hafa féð í húsum inni í 7—8 daga, eða að láta baða það aftur eftir jafn langan tíma, og mátti þá beita því strax að lokinni fyrri böðun. Flestir munu hafa tekið fyrri kostinn. Þegar Myklestad kom hingað 1902, var hann rúmlega sextugur. Ffann var mikill maður vexti og stórskorinn í andliti, ímynd gömlu norrænu víkinganna, eins og ég hafði hugsað mér þá. En svo var hann hrumur, útslitinn og ellilegur, að eftir útlitinu mátti ætla, að hann væri nálægt 15-árum eldri. Þrátt fyrir hrörleika sinn, var hann á sífeldu ferðalagi um landið, þenna tíma sem hann dvaldi hér, bæði til að koma böðum af stað, og til eftirlits. Auðvitað ferðaðist hann alltaf á hestbaki. Öðru- vísi varð ekki komist um landið á þeim árum fyrir örvasa og ógöngufærann mann, eins og hann. Hér var þá ekkert farartæki á landi annað en hesturinn. Myklestad mun áreiðanlega hafa verið góður maður, samvizkusamur með afbrigðum og hjartahlýr. Ræð ég það af bréfi frá frænda mínum, Birni Kristjánssyni frá Víkingavatni, síðar kaupfélagsstjóra á Kópaskeri og þingmanni N.-Þingeyinga. En hann var aðal samstarfs- og trúnaðarmaður Myklestads við útrýmingu fjárkláð- ans og kynntist honum því manna bezt. Ferðaðist Björn meðal annars tvisvar kringum landið, bæði til að koma af stað böðunum í stórum landshlutum, og til eftirlits. Set ég hér tvo smákafla úr bréfi frá Birni. Þeir varpa nokkru ljósi á skapgerð gamla mannsins og dugnað hans. Birni segist svo frá: „Myklestad kom til Reykjavíkur um miðjan des. 1904 og var ég þá með honum. Fréttum við þá að Páll Briem, sem hafði flutt þangað sama ár, eftir að amtsráðin höfðu verið lögð niður, lægi þungt haldinn í lungnabólgu, og fékk sú frétt mjög á gamla manninn. Eftir 2 daga — að mig minnir — hitti ég Myklestad snemma dags, og fékk hjá honum þá sorgarfregn að Páll Briem væri látinn. Grét hann þá eins og barn. Og sýnir það hvern hug hann bar til þessa mikilsvirta vinar síns. Seinni ferðavetur minn var ég samferða Myklestad alla leið frá Akureyri og til Reykjavíkur. Og fyrri vet- urinn varð ég honum líka öðru hvoru samferða á þess- ari sömu leið. Leiðin var mjög krókótt, dagur stuttur og veður og færð oft slæm. Ferðatíminn var því oft langur. Gafst þá tækifæri til nánari kynna af gamla manninum. Hann var 64 ára gamall seinni veturinn, en Heima er bezt 217

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.