Heima er bezt - 01.06.1965, Side 23

Heima er bezt - 01.06.1965, Side 23
Hafði ég heyrt hina ófögru lýsingu. Og ennfremur það, að líkið hefði verið látið standa uppi í húsi við sjóinn. Vissi ég þá ekki af neinu öðru húsi við sjóinn á Máná, en Hvaltjamarhúsinu, og áleit því að líkið hefði staðið þar uppi. Vegna þessarar vitneskju, veittist mér marg- falt erfiðara að taka ákvörðun um hugdettu mína. Eins og áður er sagt, rénaði myrkfælni mín mikið með aldrinum. Og á skoðunarferð minni um Reykjahverfið, skömmu áður, hafði mér aukizt nokkuð kjarkur í myrkri. Á tveimur gististöðum mínum þar, hafði mér verið búin hvíla í framhýsi, og gekk hiklaust fram með þeim, er vísaði mér til rekkju, en var þó haldinn all- miklum geig. En allt fór vel. Eg varð einskis var. Og það mun hafa verið vegna þessarar reynslu minnar, að ég ákvað — eftir harða baráttu við sjálfan mig — að halda til beitarhússins og láta fyrirberast þar um nótt- ina. Og með veikum burðum staulaðist ég þangað. Það hallaði undan fæti, og létti það gönguna. Oft hefi ég teflt á tæpustu vöð og lent í lífsháskum. En aðeins einu sinni hefi ég kennt óhugnaðar og verið álíka óttasleginn og ég var þetta vetrarkvöld, er ég smeygði mér inn um beitarhússdyrnar og tók mér legu- rúm í garðahöfðinu. Ef ég hefði ekki haft hundinn minn, stóran og stæltan með mér, held ég að ég hefði ekki árætt að fara inn í húsið. Ég lét hann liggja á fótum mínum um nóttina. Og varð hann mér þannig að miklu liði á tvennan hátt. Svefninn varð lítill og óvær um nóttina. Það setti að mér eftir gönguna. Og kuldinn, óttinn og legurúmið, sem ekki var notalegt, héldu fyrir mér vöku. En — sem betur fór — gerði blessuð kerlingin ekkert vart við sig. Og ég fæ víst aldrei fullþakkað henni það. Því hefði ég heyrt eitthvað, sem ég hefði ekki vitað af hverju staf- aði — ég tala nú ekki um, ef kerla hefði birzt mér — mundi ég sennilega hafa tapað allri stjórn á mér, líklega fengið taugaáfall, sem ég hefði — ef til vill — búið að alla ævi. Árla morguns kom fjármaðurinn frá Máná til beitar- hússins. Og aldrei hefi ég orðið neinu jafn feginn, á rúmlega 90 ára langri ævi, og því, er þessari lang ömur- legustu og lengstu nótt lífs míns var lokið. EFTIRMÁLI Gamall góðkunningi minn, sem ég hitti eftir að ég skrifaði þessa frásögn, sagði mér tvennt, sem ég ekki vissi, viðvíkjandi fráfalli kerlingar. Hann flutti að Máná skömmu eftir að hún fyrirfór sér. Hann sagði mér að lík kerlingar hefði ekki verið flutt í Hvaltjarnarhúsið, heldur í einhvern kofa þar niður við sjóinn, sem ég vissi ekki um. Líka sagði hann mér, að bóndinn, sem bjó á Máná, þegar atburðurinn varð — Sigtryggur Pétursson(?), síðar íshússtjóri á Húsavík, hefði sagt sér, að kerling hefði ekki legið kyrr eftir andlátið. Hann hefði oft orðið hennar var, og séð hana oftar en einu sinni. Ef ég hefði verið búinn að heyra það, að kerla væri á kreiki eftir dauðann, hefði ég ekki — undir neinum kringumstæðum — farið til dvalar í Hvaltjarnarhúsið. Plönturnar og árstíðirnar Framhald af bls. 215 ------------------------------ En í óprentuðum dagbókum Stefáns og bréfum hans til Warmings er margt um þessa hluti, sem athyglisvert er. Árið 1895 birti Helgi Jónsson greinagóða ritgerð um þetta efni: Optegnelser fra Vaar- og Vinterekskursioner í Öst-Island. Segir hann þar frá vaxtarfræðilegum rann- sóknum á Austurlandi, aðallega á Fljótsdalshéraði á árun- um 1893—94. Ekki mun hann hafa haldið þeim rannsókn- um áfram, þótt vera kunni að eitthvað sé skráð þess efnis í dagbókum hans. Á tilraunastöðvum landbúnaðarins hafa ýmsar athug- anir verið gerðar, og mun margra þeirra getið í tilrauna- skýrslum, einkum um yrkiplöntur. Samfelldastar munu vera athuganir Klemensar á Sámsstöðum um sprettutíma og þroskun korns. Síðast en ekki sízt hafa margar vaxtarfræðilegar rann- sóknir verið gerðar á trjátegundum í skógræktarstöðv- unum á vegum Skógræktar ríkisins, sem hefir verið í fararbroddi með þá hluti sem marga aðra um gróður- vernd og innflutning plantna. Þá hefir og sitthvað komið á prent um vetrarblómgun einstakra tegunda í görðum í Garðyrkjuritinu og víð- ar. Væri öllu þessu safnað í heild mætti vafalítið fá gagn- legar heimildir um vaxtarhætti ýmissa íslenzkra plantna og yrkiplantna þeirra, sem vér höfum ræktað á þessari öld, enda þótt það kunni að vera of sundurlaust til þess að draga af því víðtækar ályktanir. En oss er lífsnauðsyn að hefjast handa um skipulagðar rannsóknir í þessum efnum. Eðlilegt væri, að Atvinnudeild Háskólans og Skógrækt ríkisins hefðu þar forgöngu um skipulagningu og starfshætti. Nauðsynlegt væri í því sambandi sam- vinna við Veðurstofuna og veðurathugunarstöðvar víðs- vegar á landinu. Þá þyrfti og athugula menn víða um land, til þess að gera athuganir, hver á sínum stað. Flóra lands vors er að vísu fáskrúðug. En plöntumar lúta hér sömu lögmálum og plöntur í öðrum löndum. Þess vegna geta slíkar rannsóknir, sem hér er bent á, gefið oss svör við óteljandi vafamálum, sem oss er nauð- syn að vita deili á, til þess að létta oss lífsbaráttuna og gera land vort betra. Vort er að spyrja, og náttúran mun ekki láta standa á svömnum. Heima er bezt 219

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.