Heima er bezt - 01.06.1965, Qupperneq 27
NAMSTJ
RITSTJORI
JONSSON
STEFAN
Pingvellir viá Oxará
Söe ufrægasti staéur landsins
Iíslendingabók Ara fróða er sagt frá vali þingstaðar
á íslandi, er Úlfljótur í Lóni austur hafði flutt hing-
að til lands frá Noregi lög þau, er nefnd voru Gula-
þingslög í Noregi, en Úlfljótslög hér á íslandi.
Segir svo í íslendingabók:
„En svo er sagt, að Grímur geitskör væri fósturbróðir
hans (þ. e. Úlfljóts), sá er kannaði ísland allt að hans
ráði, áður Alþingi væri átt (þ. e. sett og haldið). En
honum fékk hver maður einn pening til á landi hér, en
hann gaf fé það síðan til hofa“. —
Þessi frásögn er fáorð, en hún segir langa sögu. -
Ekkert annað er frá Grími geitskör sagt í sögunni. -
En hann tekur hér að sér mikið vanda verk, að velja
þingstað fyrir allt landið, sem allir landsmenn gætu sætt
sig við. En um það rnunu allir sammála að honum hafi
tekizt valið vel.
Hann átti samkvæmt íslendingabók að kanna ísland
allt. Það var erfitt verk, eins og samgöngur voru þá á
íslandi. Allt varð að fara fótgangandi eða á hestum og
allar ár óbrúaðar og öll stórfljót óbeizluð.
En það er eins og hægt sé að lesa það milli línanna,
að í raun og veru hafi ekki þurft að kanna allt ísland,
til að velja þingstað. í íslendingabók segir svo fra setn-
ingu Alþingis:
„Alþingi var sett að ráði Úlfljóts og allra landsmanna
þar, er nú er, en áður var þing að Kjalarnesi, það er
Þorsteinn Ingólfssonur landnámsmanns, faðir Þorkels
mána lögsögumanns, hafði þar og höfðingjar þeir, er
að því hurfu“.
Þessi frásögn bendir til þess, að ættmenn Ingólfs land-
námsmanns, er sett höfðu Kjalarnesþing, hafi haft sér-
stöðu um undirbúning Alþingis, ásamt Úlfljóti. Það lít-
ur líka svo út, sem nágrennið við landnám fyrsta land-
námsmannsins standi þá þegar bezt að vígi, er velja
skal þingstað.
Austan og norðan jökla virðist ekki vera staður til
þinghalds og ekki heldur á Vestfjörðum. Það virðist
því strax liggja í augum uppi, að í Borgarfjarðar-héraði
eða á Suðurlandi verði þingstaðurinn valinn. — Það er
eins og hann er þingstaðinn valdi, hafi órað fyrir því,
að við víkina, þar sem öndvegissúlurnar bar að landi,
yrði síðar höfuðborg landsins og umhverfið fjölmenn-
asta byggðarlag á íslandi.
Val þingstaðarins er eins og spásögn um framtíðina. —
Þingvellir lágu líka óvenjulega vel við samgöngum á
þeim tímum.
Þessi fjalla-sveit verður strax með staðarvalinu, sá
staður þar sem allar götur mætast. Að norðan er farið
um Kaldadal, Kjalveg og Sprengisand, en að vestan lá
leiðin um Borgarfjarðardali og Úxahryggi, og hvaðan-
æva af Suðurlandinu voru allar götur greiðar.
Ég tel mig hafa séð alla fegurstu og merkustu staði í
byggð á íslandi og ég tel að enginn staður jafnist að
neinu leyti á við Þingvelli, hvað snertir legu, fegurð og