Heima er bezt - 01.06.1965, Side 28

Heima er bezt - 01.06.1965, Side 28
Þingvellir. Kirkjan og bcerinn. þar sem á eru markaðar áttir og örnefni, sem við aug- um blasa frá þessum stað, en útsýn þaðan um Þingvalla- byggð er fögur og stórbrotin. Þegar niður kemur alllangt í Almannagjá, er komið að sögulega merkasta stað Þingvalla, — en það er Lög- berg hið forna, þar sem lögsögumaður stóð, er hann sagði upp lögin. Er það rishá klettaborg á eystri barmi Almannagjár, til hægri, þegar komið er niður gjána. Efst á klettinum er nú há og sterkleg flaggstöng. í lægð- inni í eystri barmi gjárinnar, rétt hjá Lögbergi, eru okkrar búðarrústir frá söguöld; allar vel merktar. Er þar á meðal Snorrabúð, — búð Snorra goða á Helgafelli. Leikur enginn vafi á, að búðimar hafa að fornu verið þarna, sem rústirnar eru. Þegar við stöndum þarna við hinar fornu búðarrústir, þá er sem andblær sögunnar leiki um okkur. Er við höld- um lengra niður gjána, komum við að brú yfir Öxará. Við brúna er Drekkingarhylur, þar sem sekum konum var drekkt. „Sekum konumu segjum við og föram þar eftir orðalagi sögunnar, en vissulega voru þessar seku konur ekki sekari, en karlmennirnir, sem dæmdu þær til dauða. Má segja það, að karlmenn þeirra tíma hafi litla frægð af sínum dauðadómum yfir hinum breisku konum. Litlu austar, rétt við veginn, er grunn gjá, sem nefn- ist Brennugjá. Þar var bálköstur kyntur, er galdramenn voru brenndir á Alþingi. Er við staðnæmumst hjá þess- ari grunnu gjá, lútum við höfði með sorg í huga, er við hugleiðum þá grimmd og fávizku, sem lá að baki stórbrotið landslag. Ég segi það því enn, sem áður, að Grímur geitskör hefur valið vel. Þegar skoða skal þennan merka sögustað, er oftast komið þjóðveginn frá Reykjavík og þá jafnan numið staðar, þar sem vegurinn liggur niður í gjána. A stein- stöpli til hægri við þjóðveginn hefur verið málmplata* * Hún er nú horfin. Almannagjá. Ármannsfell i baksýn. 224 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.