Heima er bezt - 01.06.1965, Side 29
þessara brennumála. Líklega hafa flestir þeir, er þarna
voru brenndir, verið alsaklausir.
Beztu mönnum þjóðarinnar á þessum tímum, svo sem
Brynjólfi biskupi og fleirum, var þetta líka ljóst, en
grimmdin, fávizkan og hjátrúar-æsingin, var svo mikil
hjá þjóðinni, að þeir fengu varla rönd við reist.
Rétt austan við Brennugjá eru tvær djúpar gjár, sem
heita Nikulásargjá og Flosagjá. í þeim er helkalt upp-
sprettuvatn. Á milli gjánna er grasigróin hraunrimi, og
var einu sinni álitið að þarna hefði Lögberg verið. Talið
er nú, að þetta sé fjarstæða og öll söguleg rök hnigi að
því, að Lögberg hafi ætíð verið á eystri barmi Almanna-
gjár, eins og fyrr segir.
Aðalbyggingar á Þingvöllum eru: Hótel Valhöll,
gamla konungshúsið, kirkjan og Þingvallabærinn. Bær-
inn er steinbygging í burstastíl. Á bak við kirkjuna er
upphlaðinn grafreitur, þar eru jarðsett tvö af höfuð-
skáldum íslendinga; Einar Benediktsson og Jónas Hall-
grímsson. Jónas var áður jarðsettur í Assistentskirkju-
garði í Kaupmannahöfn, en samkvæmt ákvörðun ríkis-
stjórnar íslands voru jarðneskar leifar hans grafnar þar
upp og fluttar til íslands og jarðsettar í þessum Þing-
valla-grafreit. Aðrir íslendingar en þessi tvö skáld, hafa
ekki enn verið jarðsett þar. I sambandi við heimflutning
jarðneskra leifa Jónasar Hallgrímssonar gerðust ýmis
atvik, sem hér verða ekki rakin.
Allir dást að fegurð Þingvalla, en mikið veltur á því,
að þeir, sem í fyrsta skipti koma þangað, séu veður-
heppnir. Enginn gleymir fegurð Þingvalla, sem þar var
þátttakandi í Alþingishátíðinni 1930. Ég var svo heppinn
að eiga þess kost að fara ríðandi á Þingvöll á Alþingis-
hátíðina. Við komum af Snæfellsnesi og fórum hina
fornu leið þingmanna sögualdarinnar á þjóðveldistím-
anum, er Alþingi var bæði löggjafar- og dóma-samkoma
og þjóðleg stórhátíð ársins. Við fórum um iVIýrar, Borg-
arfjörð og Borgarfjarðardali. Leið okkar lá um endi-
Þingvallabœr.
Lögberg.
langan Lundarreykjadal um Uxahryggi og á Kaldadals-
leið nálægt Biskupsbrekku. í þeirri brekku tjaldaði Jón
biskup Vídalín, er hann kenndi sjúkleika á leið sinni
vestur á Snæfellsnes. Hann var að fara að jarðarför mágs
síns, séra Þórðar á Staðastað, en hann var bróðir Sigríðar
biskupsfrúar. Sagt er að Jón biskup hafi oft áður dást
að þessum stað, og sagt að hvergi þætti sér fegurra um-
hverfi. Biskup andaðist þarna í tjaldinu. Þetta skeði árið
1720.
Leiðin yfir Uxahryggi var frekar seinfarin 1930, þótt
nú sé kominn þar góður bílvegur.
Þessi forna Þingvallaleið er skemmtileg leið, og ferðin
sjálf var ógleymanleg í glöðum vinahópi. Tvennt er
mér þó minnisstæðast úr þessari ferð, og það er útsýnin
niður Lundarreykjadalinn úr heiðarbrekkunum hjá Gil-
streymi og útsýnin yfir Þingvelli, er komið var niður
hjá Bolabás. Við höfðum haft náttstað á Oddsstöðum,
ágætu heimili neðarlega í dalnum, og lagt upp tíman-
lega. Strax urðum við þess vör, að stórir hópar fólks úr
Borgarfirði og víðsvegar að, voru á þessari sömu leið.
Við vorum með þeim fyrstu inn dalinn. Þegar við vor-
um á leið upp brekkurnar í efstu daldrögum, varð okk-
ur litið aftur niður dalinn. Mátti þá heita að sjá niður
allan dalinn, svo langt sem augað eygði, væri óslitin
fylking hátíðargesta.
Þótt fylkingin væri næstum óslitin, þá mátti þó
greinilega sjá þess merki, að þessi fylking reiðmanna
var þó mynduð af smá hópum 10—20 einstaklingum,
sem héldu hópinn. Mér fannst þessi sjón svo töfrandi,
að ennþá þarf ég ekki annað en loka augunum örskamma
stund þá birtist þessi mynd skýr í huga mér. Svona hafa
flokkarnir haldið upp dalinn á söguöldinni, en sá var þó
Heima er bezt 225