Heima er bezt - 01.06.1965, Side 33

Heima er bezt - 01.06.1965, Side 33
SJÖUNDI HLUTI XVI. Hanna og nýi vinurinn. Það var enn sama indæla veðrið seinna um daginn. Lognaldan lék við sandinn og gjálfraði við steinana. Enginn vissi hvað hún var að pískra, enda hlustaði eng- inn eftir því nema ef til vill Hanna María, sem lá í kuðung uppi á steini út með ströndinni og bakaði sig í sólinni. Verst hvað steinninn var orðinn lítill. Fyrst þegar hún fann hann gat hún teygt úr sér uppi á honum, en gerði hún það núna héngu bæði fætur og höfuð útaf, og varð hún því að hnipra sig saman. — Ég vildi að þú stækkaðir eins og ég, sagði hún og klappaði utan á steininn, sem var sjóðheitur á þeirri hlið- inni sem að sólinni sneri. Selur lá á steini skammt undan landi. Við og við reisti hann hausinn, þefaði út í loftið og skimaði kring- um sig, gaf svo frá sér ánægjuhljóð, hoppaði ofurlítið til svo betur færi um hann, lagðist svo niður aftur og lét sólina verma á sér stóran og bústinn skrokkinn. Hanna reyndi að leika sel, hreyfði sig eins og hann, rumdi og reyndi að hoppa á maganum, en það gekk erfiðlega. Alveg sama hvemig hún reyndi, alltaf mis- tókst hoppið. — Hvernig ætli standi á því, að ég get þetta ekki eins og þú? kallaði hún til selsins. Hann reis upp og horfði til hennar. — Viltu kenna mér að hoppa, þá skal ég spila ofur- lítið fyrir þig. Það rumdi eitthvað í selnum, og Hanna María skildi það sem: — Já, takk, viljir þú spila skal ég hoppa eins oft og þú vilt. Hanna tók upp gamla munnhörpu sem mesti glans- inn var farinn af, og hóf að leika lög eftir sjálfa sig. Sfelnum hlaut að vera alveg sama eftir hvern lagið var, og honum virtist geðjast mjög vel að tónlistinni, hann teygði sig allan og einblíndi á spilarann, sem færð- ist allur í aukana við þessa viðurkenningu. Loks blés hún eins fast og hún frekast gat í munn- hörpugarminn og rak svo upp hátt gól. Kobba brá svo við, að hann tók undir sig heljarmikið stökk, stakk sér á bólakaf í sjóinn og kom ekki upp aftur fyrr en langt utan við steininn. Hanna skellihló og kallaði: — Vertu blessaður, ég kem aftur á morgun. Verður þú mættur? Selurinn teygði sig eins langt og hann gat upp úr sjónum, og Hanna sá ekki betur en hann ræki út úr sér tunguna, áður en hann stakk sér aftur og synti lengra út. Hanna stökk niður í sandinn til Nerós sem lá þar með lafandi tunguna og gekk upp og niður í hitanum. — Eigum við að fá okkur bað? Neró stökk á fætur, svo sannarlega var hann til i að væta sig einu sinni enn á þessum degi, hann nennti bara ekki að sullast einn. — Við skulum koma í kapp út að steininum sem sel- urinn var á, stakk Hanna upp á. — Voff, svaraði Neró glaðlega og setti sig í stellingar eins og hlaupari viðbúinn að taka sprettinn um leið og Hanna segi: einn, tveir og þrír! Hún plataði hann oft með því að segja: — einn, tveir og...., hratt, svo að hann hélt að þrír kæmu strax á eftir og þaut af stað, en þá sagði Hanna bara ekki þrír fyrr en löngu seinna, svo Neró mátti hlaupa til baka og taka sér stöðu á ný. En þá var hún vís til að hrópa þrír áður en hann var til- búinn, og þjóta svo af stað, — en það gerði ekkert til, hann var svo miklu fljótari að hlaupa en hún. Þegar Hanna kom út að steininum, sat Neró þar og brosti út að eyrum. Hann hafði orðið töluverðan spöl á undan henni. — Jæja, karlinn, þú hlærð að mér, sagði Hanna og brölti upp til hans, svo tók hún báðum höndum um hálsinn á honum og lagði vanga sinn að rennandi feld- inum hans. — Eigum við að synda hingað út á morgun? spurði hún. — Voff, sagði Neró glaðlega, hann var ekkert á móti því að fá sér sundsprett þegar heitt var í veðri. — Veiztu það, Neró, að það er miklu betra að eiga hunda, lömb, hesta, kýr, ketti, — og jafnvel seli að vin- um en fólk, nema auðvitað afa og ömmu. Heima er bezt 229

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.