Heima er bezt - 01.06.1965, Qupperneq 35
— Þér væri nær, telpa mín, að hugsa dálítið meira,
þú ættir að fara að venja þig af sífelldum klögunum,
þú ert ekki lengur litla barnið sem allt er látið eftir, þú
verður að fara að verða stór stúlka, annars vill enginn
vera með þér, Sonja mín. Viltu ekki sættast við Hönnu?
— Jú, ef hún vill tala við mig, en nú kemur hún aldrei
heim, og ef hún sér mig fer hún alltaf eitthvað burtu
með Neró og Hörpu. Hún er oft með þau úti á sjó að
fiska, bætti hún við með öfundarkeim í rómnum.
— Komdu, við skulum tala við hana, sagði Aki. Sonja
rölti rétt á hæla honum ofan túnið, niðurlút og á báðum
áttum hvort hún ætti að fara með honum. Afi var niður
við skúrinn að dytta að netum sínum.
— Veiztu hvar Hanna er? spurði Áki.
— Þarna einhvers staðar, sagði afi og benti út með
sjónum.
— Hlauptu heim og náðu í sundbolinn þinn og sund-
skýluna mína, sagði Áki við Sonju. — En láttu mömmu
ekki vita um það! kallaði hann á eftir henni.
Sonja gerði eins og hann sagði. Hún þorði ekki ann-
að en troða sundfötunum inn undir peysuna sína, svo
mamma hennar sæi þau ekki, ef hún mætti henni. En
þetta gekk allt vel, hún komst óséð út aftur og hljóp í
spretti niður túnið, en þá var kallað á eftir henni að
koma strax og passa Sverri. Það var Ninna sem kall-
aði.
— Komdu bara með strákinn, sagði Áki við Sonju,
sem hafði numið staðar, og vissi nú ekki hvort heldur
hún ætti að halda áfram eða snúa við og sækja bróður
sinn.
Hanna var að busla í flæðarmálinu, þegar systkinin
komu gangandi.
—Halló, Hanna María, er sjórinn ekki kaldur? kall-
aði Áki.
Hanna muldraði eitthvað sem átti víst að vera: — ekki
svo mjög kaldur eða eitthvað í þá áttina.
Neró þaut til Áka og heilsaði honum með ánægju-
legu bofsi. Áki laut niður til að klappa honum, en Neró
fannst hann þurfa að hrista sig ofurlítið fyrst, og Áki
fékk því slæma dembu af sjó yfir sig. Sonja hljóðaði
þegar sjór ýrðist á hana, en Sverrir hló og baðaði út
höndunum.
— Farðu í sundbolinn og komdu í sjóinn, sagði Áki
við systur sína.
— Mamma verður reið, vældi Sonja.
— Og ég verð enn reiðari en hún, ef þú hlýðir mér
ekki, sagði Áki. Svo hljóp hann með Sverri bak við
steininn stóra í fjörunni og afklæddi þá báða. Sjálfur
fór hann í sundskýlu, en Sverrir var naldnn eins og
Adam gamli forðum.
— Nú komum við, passaðu þig, kallaði Áki og tók í
hönd Sverris, svo hlupu þeir og litlu fæturnir hans Sverr-
is gátu tifað beint út í sjóinn með hljóðum og buslu-
gangi og burt til Hönnu þar sem hún sat og horfði út
til hafs.
Neró kom líka þjótandi, og Sverrir fékk að fara á
hestbak, og þá vildi hann láta hestinn synda út í eyjar
til púdda-púdd. Hann barði fótastokkinn í ákafa og
togaði í lubbann á Neró, sem mest langaði til að hrista
sig ofurlítið, svo strákkjáninn dytti af baki. Hann stillti
sig samt um það, en lagðist í þess stað niður, svo vatn-
aði yfir hrygginn á honum. Sverrir æpti af kátínu, en
Sonja stóð snöktandi í fjörunni og þorði ekki út til
þeirra.
— Komdu! kallaði Áki, en þegar augljóst var að Sonja
myndi ekki bleyta sig af sjálfsdáðum, hljóp hann í Iand,
þreif hana í fang sér og hljóp út í með hana æpandi og
skrækjandi, unz honum þótti þau komin nægilega djúpt,
þá lét hann sig detta, svo bæði fóru í kaf. Sonja var
fljót að krafla sig á fætur, og náði vatnið henni þá meir
en í mitti. Fyrst byrjaði hún að háskæla, en áttaði sig
brátt og hætti því og fór að hlægja. Þetta var þá ekki
alvég eins voðalegt og henni hafði fundizt það í fyrstu,
það var verzt að bleyta sig.
Hanna sat með hendurnar fyrir andlitinu og var að
springa af hlátri, en Sverrir ólmaðist við Neró í heitum
sandinum.
— Nú fáum við okkur sólbað og syndum svo pínulít-
ið á eftir, sagði Áki og óð til lands og lagðist rétt hjá
Hönnu, sem ekki gat lengur verið reið á svipinn.
Sonja fór að tína skeljar í sandinum, þama var nóg
af gimburskeljum, mjallahvítum og fallegum, auk alls-
konar annarra skelja, hörpudiska, olnbogaskelja og lit-
fögrum steinum. Hún hljóðaði upp yfir sig í hvert sinn
sem hún fann sérstaklega fallega skel eða stein, og hljóp
til Áka að lofa honum að sjá. Á Hönnu Maríu þorði
hún enn ekki að yrða.
— Hvenær eigum við að byrja á kofasmíðinni í Lyng-
ey? spurði Áki Hönnu sem sat og lét heitan sandinn
renna úr lófum sér og yfir Neró, sem var nú kominn
hálfur í kaf, Sverri til mikillar undrunar.
— Á morgun er sunnudagur, væri ekki tilvalið þá að
hefjast handa? ÓIi ætlar að hjálpa okkur, og Ninna líka,
ef hún fer ekki eitthvað með strákunum. — Heldurðu
að afi hjálpi okkur, þó ekki væri nema um góð ráð?
— Afi vill áreiðanlega hjálpa okkur, en hann þarf til
kirkju, hann spilar á orgelið þar, sagði Hanna.
Áki var ánægður, nú væri ísinn brotinn, Hanna María
farin að spjalla aftur, og á morgun myndi allt vera fallið
í ljúfa löð.
Nú var nægilegt til að skrafa um, Hanna varð flaum-
mælsk eftir alla þögnina og kom með ótal uppástungur
um stærð og gerð kofans. Aki sagði að bezt myndi vera
að skjóta á ráðstefnu þá um kvöldið með öllum þeim
aðilum sem að húsbyggingunni stæðu.
Sverrir vildi alls ekki klæða sig í fötin aftur. Hann
harðneitaði öllu og æpti og barðist um, þegar Áki ætl-
aði að klæða hann með valdi. Hann lét ekki undan, fyrr
en Hönnu hugkvæmdist það snjallræði að lofa honum
að ríða heim á Neró, ef hann klæddi sig í fötin. Neró
varð að hrista sig aftur og aftur og velta sér í þurrum
sandi og hrista sig enn meir, svo hann bleytti ekki föt
Heima er bezt 23 L