Heima er bezt - 01.08.1965, Qupperneq 2

Heima er bezt - 01.08.1965, Qupperneq 2
Rannsóknir í þágu atvinnuveganna ÖNNUR GREIN í síðustu grein var rætt um vísindarannsóknir vegna landbúnaðarins, en ekki er sjávarútveginum síður þörf slíkra rannsókna. Að vísu eru fiskirannsóknir allgamlar í landinu, en lengi var það svo, að þær annaðist einn maður, Bjami Sæmundsson með nær engu fé. Og fjarri fer því enn, að þær séu reknar af þeim stórhug, sem sæmir þjóð, er byggir afkomu sína að langmestu Ieyti á sjávarafla. Það er ljóst, að undirstaða undir útveginum er þekkingin á eðli nytjafiskanna og atferli þeirra, og þar er ekki síður hætta á rányrkju yfirvofandi en á landi. En erfiðara er að bæta þar úr með öðru en hóf- legri takmörkun á veiði, svo að stofninn megi haldast. í þeim málum mega ekki hagsmunasjónarmið einstakl- inga eða jafnvel héraða ráða stefnu eða úrslitum, held- ur einungis það, sem rétt er, og slíkt finnst ekki nema með miklum rannsóknum. Það hefur löngum brunnið við hér á landi, að menn hafa haft uppi fullyrðingar um hlutina, og látið sér fátt finnast um vísindalegar niður- stöður, ef þær stönguðust við hjátrú eða brjóstvit geng- inna kynslóða og samtíðarinnar. Ekki skal lítið gert úr þeim hlutum, en brjóstvitið hefur oftast skort skilyrði til þess að gefa endanlegan úrskurð um málin. Gott dæmi í þessum efnum er dragnótaveiðin, sem sífellt er deilt um. Það mál verður aldrei útkljáð, nema með rannsóknum fiskifræðinganna um langan tíma og að fyrirmælum þeirra verði hlýtt. Það er ekki hlutverk sveitarstjórna né pólitískra ráðamanna að úrskurða um, hvar eða hvenær slíkar veiðar séu leyfðar, heldur vís- indamannanna einna. En fleira þarf við en fiskirannsóknirnar einar saman. Jafnframt þeim þarf víðtækar haffræðirannsóknir, svo og rannsókn á atferli alls þess grúa óæðri dýra og plantna, sem í sjónum lifa, og nytjafiskarnir hafa upp- eldi sitt af. En jafnframt þessu eru svo allar hinar um- fangsmiklu tækni- og hagfræðirannsóknir, sem eru enn fjölbreytilegri og margslungnari en það, sem við kem- ur landbúnaðinum. Oft virðist oss sem sjómenn og útvegsmenn leggi kapp á það eitt að afla sem mests fiskjar, án þess að baki liggi athugun þess, hvað hver eining aflans kosti. Elér þarf vitanlega hagfræðilega rannsókn, sem ein fær skorið úr um, hvert sé hið heppilegasta hlutfall milli tilkostnaðar og afla. Um allmörg undanfarin ár höfum vér orðið vitni að því, hvernig nútímatækni hefur beinlínis bjargað við vertíðinni og um leið hag landsins. Má þar t. d. nefna síldarleit og hins vegar nýja gerð veiðarfæra. Fátt sýnir Ijósar nauðsyn vísindalegra rannsókna fyrir atvinnuveg- ina, og þó skortir enn margt, sem von er til. Rannsóknir krefjast ekki einungis mannafla og fjár- muna heldur einnig langs tíma. Náttúran gefur ekki svör sín í einu vetfangi, og enn eru allar vorar aðgerðir í þeim efnum ungar, margar einungis í byrjun, svo að það væri fásinna að ætla að fullnaðarsvör liggi fyrir. En því fyrr fáum vér svörin, sem vér spyrjum af meiri ákafa og veitum spyrjendunum færi á að vinna sín verk af sem mestri kostgæfni. Ég hefi nú rætt nokkuð um nauðsyn rannsókna í land- búnaði og sjávarútvegi.En ekki má glevma hinum marg- þætta iðnaði og hliðargreinum hans. Þó verður aðeins unnt að benda á fátt eitt. Ekki er ýkjalangt síðan að vér áttum engan kost inn- lends byggingarefnis annars en torfs og óhöggins grjóts til veggjahleðslu og þekju á húsum. Svo megn var van- trúin á nothæfi innlendra efna, að þegar byrjað var að reisa hér steinhús á vegum danskra stjómarvalda, var fluttur inn sandur til steypu. Sennilega hefur tæknileg vanþekking ekki orðið oss dýrkeyptari á nokkru sviði en þessu. Þjóðin þraukaði húsalaus og mannvirkjalaus ef svo mætti segja í þúsund ár. Og nú hafa tvær kyn- slóðir hlotið að reisa allt frá grunni, til þess eins að geta lifað mannsæmandi lífi í landinu. Lengi vorum vér þess fullvissir, að hér yrði ekki fram- leitt sement. Rannsóknir fræðimanna sýndu, að nýtilegt hráefni til þess iðnaðar mátti fá úti á botni Faxaflóa og í líparítklettum uppi í Hvalfirði. An þeirra væri sem- entsverksmiðjan óreist enn. Ekki mun nú langt líða, þar til allur landslýður telur sementsframleiðslu sjálfsagðan hlut, og að hún muni hafa verið til hér allt frá því byrj- að var að gera þá vöru í heiminum. Vegagerð vor hefur frá öndverðu verið eitt af vanda- málum þjóðarinnar. Áratugum saman var þar unnið af sama handahófinu og annars staðar. Það er ekki ýkja- langt síðan að tekið var að spyrja um efnið, sem vegur- inn var gerður af. Menn létu sér nægja að aka einhverju saman af mold og grjóti og segja, að það væri vegur. Engu skal um það spáð, hvernig framtíðarvegir vorir verða, en hitt er víst, að viðhald vega verður vonlítið 274 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.