Heima er bezt - 01.08.1965, Qupperneq 10
óhæft til drykkjar. Hinsvegar höfðum við sums staðar
upp úr erfiðinu vellandi vatn og gott.
Ari síðar (1908) fór ég í félag við John Hannesson.
Seldum við gamla borinn og keyptum nýjan. Var hann
knúinn af litlum eimdraga, sem jafnframt var til þess
hafður, að flytja borinn af einum stað á annan. Borinn
áttum við John hvor um sig að hálfu. En stundum gekk
innheimtan að loknu verki nokkuð seinlega. Greiðsl-
urnar hrukku samt fyrir tilkostnaði og nokkru betur.
Við héldum áfram félagsskapnum fram í september-
mánuð 1910. Þá varð ég fyrir því óláni, að fá snert af
heilablæðingu. Ég leitaði til dr. Brandson í Winnipeg,
og sagði hann, að ég yrði óvinnufær í 6 mánuði a. m. k.
Réði hann mér að ganga í nudd og rafmagnsaðvinnslur,
og mælti í því efni með ungfrú nokkurri, Halldórson
að nafni. Eftir aðvinnslur þessar um 6 vikna tíma leið
mér talsvert betur, þótt ekki væri ég fær um neina
erfiðisvinnu.
Uti á vatnsströndinni — á Miklanesi (Big Point).
Að halda búskap áfram við þessar aðstæður var ekki
efnilegt, en nú var þegar vetrað og ákvað ég því að
láta við svo búið standa til vors. Drengir mínir, Frank
10 ára og Bill 8 ára, voru duglegir til vinnu og ólatir,
og tókst þeim, þótt ungir væru, að hirða búféð með
þeirri lítilfjörlegu hjálp, sem ég gat veitt. Þannig kom-
umst við af til vorsins.
Um vorið bauðst mér staða sem húsvörður við skyttu-
skála á Miklanesi. Höfðu 10 auðugir Winnipegbúar
myndað með sér skotfélag og leigt víðáttumikið merski-
svæði, sem lá fram með flóanum sunnan við nesið, og
byggt þar skála. Kaup átti ég ekki að hafa, en ókeypis
íbúð í stóru bjálkahúsi, eldsneyti og heyland handa
skepnum mínum. Svo báglega sem nú var ástatt fyrir
mér, virtist þetta vera happatækifæri, og tók ég til-
boðinu. Þarna voru 2 rúmgóð bjálkahús, annað skyttu-
skálinn handa félagsmönnum, þegar þeir komu norður
til andaveiða, hitt handa okkur, og auk þess stór hlöðu-
fjós. Ég seldi mestallt búfé mitt, en hélt þó eftir 5
mjólkurkúm, 2 ungneytum og 3 hestum. Bújörð mína
lét ég í skiptum fyrir 3 ekrur lands á garðasvæðinu
suðvestan við Winnipeg, þar sem ræktaðar voru mat-
jurtir fyrir markað. Um vorið fluttumst við svo í bjálka-
húsið hjá skyttuskálanum.
Brátt kunnum við öll mjög vel við okkur á þessum
stað, ekki sízt krakkarnir, sem nutu nálægðar vatnsins,
— þykkur skógurinn tilvalinn til rannsóknarleiðangra
og endalaus sefbreiðan morandi af fugli. Þetta var
kyrrlátt líf í skemmtilegu umhverfi, og fór starfsþreki
mínu óðum fram. Tengdaforeldrar mínir bjuggu í að-
eins einnar mílu fjarlægð og voru þau tíðir gestir. Tveir
skotfélagar áttu heima í Gladstone. Komu þeir öðru
hvoru um helgar og buðu þá stundum gestum með
sér. Með sumarltomunni urðu gestir fleiri og dvöldust
lengur, til að skemmta sér við böð og sund. Oft keyptu
þeir hjá okkur það, sem þá vanhagaði um, svo sem egg,
mjólk, brauð og smjör og kartöflur. Af þessu höfðum
við smátekjur og komumst þannig af án þess að safna
skuldum. í iMarshland-byggðinni voru um þessar mund-
ir krepputímar. Búfjárhjarðirnar höfðu vaxið, unz hver
grastó til beitar og heyfanga var uppurin, og komrækt
kom í raun og veru ekki til greina. Landnemarnir flutt-
ust burt í hópum, og var þess ekki lengi að bíða, að
þessi búsældarbyggð, sem verið hafði, liði undir lok
og hyrfi svo að kalla aftur í sitt upprunalega óbyggðar-
ástand.
Þegar kom fram á sumar, leið mér svo mjög betur,
að ég gat heyjað handa skepnunum og þolað áreynslu-
meiri vinnu. Um haustið fómm við, mágur minn og
ég, hvor með sitt sameyki, kerm og korngrind, suður
á Portage-sléttur og fengum atvinnu við þreskivélar-
úthald, sem W. H. Johnston átti, en hann átti heima
6 mílur norðaustur af Westbourne.
Þreskingin gekk seint, því að veðráttan var slæm og
vélstjórinn hvarf frá verki á miðjum þreskitíma. Maður-
inn, sem tók við af honum var kunnáttulítill, en fullur
sjálfsálits, vélbilanir vom tíðar og vinnusiðgæði verka-
mannanna þvarr. Johnston fékk sig sannarlega fullreynd-
an af þessu öllu, og loksins rak hann piltinn. Nú var eng-
inn vélstjórinn og 10 þreskidagar eftir. Biður Bill mig þá
að taka að mér vélstjórnina. Ég var mjög ragur við að
reyna þetta, því að ég hafði aldrei haft tækifæri til að
kynnast vélum að neinu ráði. En hann lagði mjög fast
að mér að gera tilraunina, og hvarflar þá hugurinn til
baka til brunnborunardaga minna og litlu eimvélarinn-
ar, sem ég hafði átt, og lét ég loks tilleiðast. Sagðist
Bill greiða mér venjulegt vélstjórakaup, 5 dollara á
dag, og leggja til mann á vagn minn, og átti ég þá að
hafa alls doll. 6,50 á dag. Þetta var stórfé, og einsetti
ég mér að leggja mig aílan fram til þess að valda Bill
ekki vonbrigðum, — og þá heldur ekki vini mínnm
Neil McLennan, sem stjórnaði skilvélinni, en hann hafði
mælt með mér til vélstjórastarfsins. Gufuvélin var
„J. I. Case 25 hesta eingengisvél“, og enda þótt búið
væri að nota hana í mörg ár, hafði katlaeftirlitsmaður
hins opinbera leyft að hún gengi með 150 punda gufu-
þrýstingi.
Það var komið fram undir hádegi, þegar ég tók
þetta að mér, svo að ég hafði ekki nema 2 ldukkustund-
ir til að kynna mér gangeðli vélarinnar. Ég fór á mis
við hádegismatinn þann daginn. En kl. 1 blés ég í vél-
flautuna. Verkamennirnir komu á vettvang og Neil
gaf mér merki um að kúpla skilvélinni við, og tókst það
slysalaust. Við færðum okkur yfir á annan akur, og
þresktum sleitulaust til kvölds. Einhvern veginn fann
ég það þó á mér, að gufuvélin vann ekki alls kostar vel.
Fór ég því út eftir kvöldmat og vann við það til mið-
nættis, að yfirfara hana gaumgæfilega. Fann ég að lag-
færingar var þörf hér og þar. Sem betur fór var ónauð-
synlegt að fá fagmann til þessara aðgerða, og vel þótti
mér launast fyrirhöfnin daginn eftir, þegar ég fann, að
vélin var bæði kraftmeiri og hafði mýkri gang. Framh.
282 Heima er bezt