Heima er bezt - 01.08.1965, Side 14
Leirhöfn.
ann. Frá Leirhöfn að Núpskötlu, þar sem ég átti þá
heima, er um 12 km. leið, og er enginn bær á þeirri leið.
En sé farið með sjónum, sem er nokkuð lengra, er einn
bær á leiðinni, Grjótnes, en auk þess er sú leið auðröt-
uð, þar sem leiðin liggur alltaf með sjó. Um morgun-
inn lagði Helga fast að mér að fara síðarnefndu leið-
ina. En ég vildi fara beint og taldi mér það óhætt, þar
sem veður mátti heita gott og hélt ég fast við þetta,
þrátt fyrir fortölur Helgu. Þetta fór vel, því veður
breyttist ekki, en ekki veit ég hversu vel hefði dugað
ratvísi mín og kjarkur, ef veður hefði breytzt. En þetta
sýnir hversu Helga fylgdist með öllu og vildi veita öll-
um forsjá, sem á hennar heimili komu.
Hin minningin gerist fjórum árum seinna, einnig að
vetri til.
Ég var scndur inn á Kópasker með hest og sleða. Svo
vildi til að Helga bað mig að reka fyrir sig smávegis
erindi og ég færði henni eitthvað lítilræði úr kaupstað.
Þetta var í skammdeginu og gisti ég í Leirhöfn í baka-
leiðinni. Mér eru minnisstæðar viðtökurnar hjá Helgu,
þegar ég kom af Skörðunum. Framreiddur var fyrir
mig matur svo fjölbreyttur sem veizluborð væri, og
meðan ég mataðist sat Helga hjá mér og ræddi við mig.
Mér hefur oft orðið hugsað til þessa atviks, og hvort
þessar höfðinglegu móttökur hefðu átt að vera sem
laun fyrir þann lítilf j örlega greiða, sem ég gjörði henni.
Að vísu voru veitingar ætíð fram bornar af mikilli rausn
í Leirhöfn, hver sem í hlut átti, en þetta bar af því
venjulega.
Þó að synir Helgu sæju um framkvæmdir, mun það
þó fyrst og fremst hafa verið hún, sem hafði stjórnar-
taumana í höndum lengi vel. Hún var án efa frábær
stjórnandi. Flún kunni þá list að stjórna þannig, að menn
fyndu sem minnst til þess, en stjórna þó með festu og
sjá um að regla og festa ríkti í heimilisháttum. Var þó
hópurinn oft allsundurleitur, sem stjórna þurfti. Sök-
um frábærra mannkosta var hún elskuð og virt af öllu
sínu heimilisfólki. Verkahringur Helgu var mjög stór,
að standa fyrir hinu stóra heimili, en þó einkum að taka
á móti hinum mikla fjölda gesta og standa þeim fyrir
beina. En ætíð var eins og hún hefði nægan tíma, og
aldrei fataðist rósemi hennar eða sálarjafnvægi.
Vorið 1919 lét Helga af búskap, en við tóku synir
hennar þrír, Sigurður, Guðmundur og Helgi. En bú-
286 Heima er bezt