Heima er bezt - 01.08.1965, Qupperneq 17

Heima er bezt - 01.08.1965, Qupperneq 17
SIGURÐUR VILHJÁLMSSON, HÁNEFSSTÖÐUM: Snorri Sturluson (Niðurlag). Nú var Hákon orðinn fulltíða maður, vitur og slung- inn stjórnmálamaður, sem hafði yfirbugað keppinauta sína um völdin í Noregi og kvæntist jMargréti dóttur Skúla jarls 1225. Skúli taldi sig jafnborinn til konung- dóms og Hákon og smámsaman kom upp reipdráttur með þeim um völdin. Og þannig var ástatt þegar Snorri kom nú til Noregs. Skúli sem nú var kallaður hertogi tók vel við Snorra, og dvaldi hann með Skúla meðan hann var í Noregi. Ekki er getið að hann hafi verið á vegum konungs og skifta þeirra að engu getið. Sturla Sighvatsson fór utan 1233 og var í hávegum við hirð Hákonar konungs, „ok töluðu þeir konungur- inn ok Sturla jafnan,“ segir Sturla Þórðarson. í Hákon- arsögu segir að Sturla hafi lofað að koma landinu undir konung. Málin standa þá þannig í Noregi þegar Snorri kemur þar haustið 1237 að Snorra hafði ekkert orðið ágengt við að koma Islandi undir Noregshöfðingja og að líkindum ekki haft vilja á því þegar til kastanna kom. Sturla hafði heldur ekkert gert til þess að gera að vilja Hákonar og hefur að líkindum engu lofað í þá átt. Snorri hafði aftur á móti lofað og líklega skuldbund- ið sig til í fyrri utanförinni að fá Islendinga til að játa yfirráð Noregshöfðingja þ. e. Skúla hertoga. Skúli sat alltaf á svikráðum við Hákon konung. Þó óvíst sé að Snorri hafi vitað um þau bendir það til þess að hann er með Skúla þegar hann er í Noregi en hefur lítið saman við Hákon að sælda. Langlíklegast er að í síðari utanförinni hafi Skúli gert Snorra eitthvað kunnugt um fyrirætlanir sínar og Snorri verið algjörlega á hans bandi. Hákoni konungi þykir þetta grunsamlegt. Hann hefur komizt á snoðir um að Snorri og þeir íslendingar, sem voru hjá Skúla bjuggust til íslandsferðar. Bregður hann þá við og gerir út sendimenn með bréfum sem banna þeim að fara úr landi. Skip þeirra er búið til hafs þegar bann konungs kemur og Snorri svarar stutt og laggott: „Út vil ek.“ Skúli hertogi er Snorra sammála og er bezt að láta Sturlu Þórðarson hafa orðið eins og hann setur það fram í íslendingasögu: „Ok þá er þeir váru búnir, hafði hertoginn þá í boði sínu, áður en þeir tóku orlof. Váru þá fáir menn við tal þeirra hertogans og Snorra. Arnfinnur Þjófsson ok Ólafur hvítaskáld váru með hertoganum, en Órækja ok Þorleifur með Snorra. Ok var þat sögn Arnfinns, at hertoginn gæfi Snorra jarlsnafn, ok svá hefur Styrmir inn fróði ritat: Artíð Snorra folgsnarjarls, „— en engi þeirra Islending- anna lét þat á sannast.“ Þeir Iáta svo tafarlaust í haf og komu heilu og höldnu til íslands. Ég held að það sé ekki hægt að komast hjá því að í þessari tilvitnuðu klausu er Sturla að segja frá fundi sem Skúli og Snorri hafa stofnað til. Og mættir eru auk þeirra tveir trúnaðarmenn af hvorri hendi, sem áttu að vera vottar að samkomulagi þeirra Skúla og Snorra. Skúli hefur vafalaust skýrt Snorra, sem var lendur maður hans, frá undirbúningi sínum að því að steypa Hákoni konungi af stóli og Snorri lofað Skúla að vinna að því að íslendingar skyldu játast honum. Skúli sæmir svo Snorra jarlsnafnbótinni. Það hefur Snorri sagt Styrmi fróða, sem getur hans sem „folgsnarjarls“ þ. e. að jarl- dómur Snorra mátti ekki vitnast fyr en Skúli hafði náð völdum í Noregi. Um þetta atriði voru íslendingarnir auðvitað bundnir þagnarskyldu, en Norðmaðurinn Arn- finnur Ijóstrar því upp í Noregi þegar Skúli var fallinn frá. Það er augljóst að Snorri hefur aldrei skuldbundið sig til neins gagnvart Hákoni. Það er Noregshöfðingi sem hann er skuldbundinn. Skúli hefur áreiðanlega talið Snorra trú um að Hákon væri ekki fremur réttborinn til konungdóms í Noregi en hann. Á þessum forsendum skeytir Snorri engu banni Há- konar. Hann hafði útferðarleyfi hertogans. Örlygsstaða- bardagi varð 1238 meðan Snorri er ytra og fréttir af úrslitum þeirrar orustu bárust til Noregs þá um haustið. Þar með var lokið þeim vonum sem Hákon hafði bund- ið við Sturlu. Hann hefur því enga trúnaðarmenn á ís- landi. Það er 1239 sem Snorri fór heim til íslands og hann fer að Breiðabólsstað í Fljótshlíð þegar hann kom heim. Þá var Hallveig þar fyrir. Árið eftir gerir Skúli svo úr- slitatilraun sína til að ná konungdómi í Noregi. Hann leggur þá til orustu við Hákon og í þeirri orustu féll hann og þarmeð allar bollaleggingar þeirra Snorra. Vafalaust hefur Hákon orðið vís alls þess sem þeim Skúla og Snorra fór á milli og hann hagar sér samkvæmt því í málum íslendinga. Árni óreiða fyrrverandi tengda- sonur Snorra er þá í Noregi og á vegum Hákonar. Þá sama sumar sendir hann Eyvind bratt og Árna óreiðu til íslands með bréf til Gissurar Þorvaldssonar. Var Heima er bezt 289

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.