Heima er bezt - 01.08.1965, Qupperneq 19

Heima er bezt - 01.08.1965, Qupperneq 19
morðsins á honum, og aflaði honum óvinsælda, meðal þeirra sem urðu fyrir ásælni hans. 5. Snorri virðist hafa verið frábitinn hernaði og lítill foringi verið í vopnuðum átökum, og forðast þau meir en góðu hófi gengdi á Sturlungaöld. Gengur þessi veik- leiki svo langt að hann varð sér til minkunar fyrir hug- leysi sitt á fundi þeirra Húnvetninga og flótti hans frá Þorleifi í Görðum þegar Sturla undirbjó Bæjarbardaga. Síðustu stundir í lífi hans bregða ljósi yfir hugdeigan og lamaðan mann. 6. Snorri virðist hafa verið góður ættjarðarvinur. Þess verður aldrei vart að hann reyni að telja landa sína á að ganga Noregshöfðingjum á hönd. Makk hans og skuldbindingar við Skúla jarl stafa hreint og beint af hugleysi. Skúli hefði aldrei farið með hernaði til ís- lands og þó hann hefði reynt það var það svo vafasamt fyrirtæki að varla hefði orðið til sigurs fyrir hann, með þeirri sjóferðatækni sem þá var og möguleikum íslend- inga þá til að verjast árásum. Samt sem áður er það Snorri sem verður til þess að gefa eftir fyrir ásælni Nor- egskonunga. 7. Á fyrstu þroskaárum sínum og eftir að hann fékk metorð virðist sem áræði hans sé í engu ábótavant og Sæmundi fóstbróður hans virðist nóg um ofsa hans og þeirra bræðra því varla sé hægt að halda til jafns við þá. En í fyrri utanförinni virðist hafa orðið breyting sálræns eðlis á Snorra, hann er hikandi eftir það og á undanhaldi ef mótdrægt var. Þá grípur hann til þess að afla sér styrks með mægðum. Þær mægðir urðu honum til armæðu og veiklyndið segir meir og meir til sín. Við síðari utanförina hefur hann þó eitthvað hresst, en í heild sinni hefur síðari hluti æfi hans verið honum erfiðleikatímabil og bugað hann. Taugar hans hafa bil- að og úrræðaleysið segir til sín. Síðasta sínn sem hann kemur til Alþingis hefur hann aðeins hundrað menn til fylgdar og þó hann hljóti að hafa orðið var ofsa Kol- beins unga og samstarfs þeirra Gissurar gerði hann eng- ar varúðarráðstafanir til að verjast þeim. Það er eins og hann sé vinum og heillum horfinn einstæðingur nóttina 23. september 1241. —o— Æfiferill Snorra Sturlusonar er í rauninni raunalegur. Honum er útvegað kvonfang sem virðist ekki hafa ver- ið honum mikils virði, nema auður konu hans. Hann leitar ásta með öðrum konum og yfirgefur Borg og konu sína. Hann eignast nokkur börn sem miklar vonir voru bundnar við. Allt þetta bregst honum. Börn hans eru meira og minna misheppnuð og Órækja sonur hans er óeirinn og baldinn og veldur föður sínum marghátt- uðum erfiðleikum. Hann fer með hernaði á hendur Snorra. Þannig virðist allt snúast gegn honum. Allt er þetta meira og minna afleiðing af eðli og háttalagi Snorra sjálfs. Heimilislíf hans er í rústum og hann er oft langdvölum hrakinn frá heimili sínu og leitar þá til útbúa sinna eða jafnvel á náðir viðsjálla vina. Samt verður Snorri Sturluson langfrægastur allra Is- lendinga og hróður hans fer enn um alla veröld. Þessi frægð stafar ekki af auði hans og völdum heldur af and- legu atgjörfi hans, þegar það fellur í þá farvegi sem því er eðlilegast. Hánefsstöðum 30. maí 1964 ÞÓRHILDUR JAKOBSDÓTTIR: HAUSTKVÖLD Ég hlusta á haustsins húmdökku söngva og hrynjandi skugga spil. Ég veit að nú eru að blikna blómin, sem brostu í sumar yl. Hljóðnuð er laufsins harpa, hrollkaldur norðan vindur gnauðar við glugga og þil. Senn kemur nóttin á svörtu skipi með seglin þönd. Silfurmána ber hún sem blys í blakkri hönd. Frostkalt er bros um fölar varir. Hún för sinni hraðar að hertaka dagsins lönd. U R Ð A R B L Ó M Þú litla jurt, sem þráðir líf og ljós og lyftir þyrstri vör mót geislastraumi. Þú vissir ei hve oft að hélurós varð endirinn á mörgum blómadraumi. Sofðu vært, þú veslings ljúfa barn þó vetrarbyljir gnauði um hvílu þína rekkjuklæðin aðeins urð og hjarn og yfir kaldir stjörnulogar skína. Og svo — mun vorið koma og kyssa þig kalsár liðins tíma að fullu batna, er fjallsins andlit aftur speglar sig í augum blárra djúpra heiðavatna. Heima er bezt 291

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.