Heima er bezt - 01.08.1965, Blaðsíða 20

Heima er bezt - 01.08.1965, Blaðsíða 20
V erSIaunasvör viS auglýsingu Um þær mundir, sem póstkröfur fyrir áskriftargjaldi „Heima er bezt“ voru sendar til áskrifenda á s.l. vori, hugðust forráðamenn tímaritsins setja auglýsingu þess efnis í Ríkisútvarpið, þar sem jafnframt væri vakin at- hygli á því, love áskriftargjaldið væri raunverulega lágt, miðað við verðlag í landinu. Brá þá svo kynlega við, að Auglýsingastofa Ríkisútvarpsins neitaði að láta lesa um- rædda auglýsingu, enda þótt ekkert kæmi fram í aug- iýsingunni, nema viðurkenndar staðreyndir. Af því tilefni birtist eftirfarandi auglýsing í Morg- unblaðinu: r -------;---------------------- HVERS VEGNA NEITAÐI AUGLÝSINGA- STOFA RÍKISÚTVARPSINS AÐ LÁTA LESA EFTIRFARANDI AUGLÝSINGU? „Tímaritið Heima er bezt. Póstkröfur fyrir áskriftargjöldum hafa verið póstlagðar. Þrátt fyr- ir aukna dýrtíð haldast áskriftargjöld mánaðar- ritsins „Heima er bezt“ óbreytt, aðeins tvö hundr- uð krónur. Lestur þessarar auglýsingar kostar helmingi meira en heill árgangur af „Heima er bezt“. " Heima er bezt, pósthólf 558, Akureyri.“ ? Sá, sem að okkar dómi, sendir bezta svarið við framangreindri spurningu fyrir 15. maí n. k., fær ókeypis áskrift að tímaritinu „Heima er bezt“ og auk þess bækur að eigin vali að verðmæti allt að kr. 1000,00. Svörin sendist til tímaritsins HEIMA ER BEZT, pósthólf 558, Akureyri. Fjölmörg svör við ofangreindri spurningu bárust til „Heima er bezt“ og hér birtum við svo til gamans þau svör sem okkur þótti skemmtilegust. Jafnframt vilja forráðamenn „Heima er bezt“ þakka öllum þeim, sem sendu blaðinu skemmtileg svör við spurningunni. Lítið /ttvarps-NEl Eitt og lítið útvarps-nei ærslum knýtir saman, yfir þýtur eins og fley eða bítilgaman! Flótti er aðeins óttastand um illa hlaðið farið hræðsla um skaða-hnjask við land. Hérna er, maður, svarið! Því er ekki þrautalaust þetta um hrekki flóttans, feigðarhlekki frjálsri raust, furðublekking óttans. Auglýst verð hjá útvarpsrödd útleggst: Sverð og hætta! Hlutlæg ferð er hættustödd, — hjálpi nú gerðir vætta! Samanburðar-vöruverð vekur furðu manna, slíkt skal urða útlagsgerð og opna hurðir banna! Lögmálshlekkir lýstu glatt, Ijósin grútar skinu, — nú má ekki segja satt í sjálfu ÚTVARPINU!! Neitunarvers Útvarpið þolir illa ábending sannleikans, því skal með þögnum villa þriflegan framgang hans! Reikningur réttur má eigi í útvarp birtast, einhver ef skyldi fyrtast, ellegar satt mál sjá. Óvandur eftirleikur eftirmál birtir góð: Aðhláturs kviknar kveikur kætandi vora þjóð, bergmálar ísland allt heilnæmum hláturs-kviðum, svo hrikti í rjáfri og viðum. — Veraldarhjólið er valt. Því skal vor þanki blessa þessleiðis útvarps-nei, hláturinn gjörir hressa herlega svein og mey. Endar svo utan frests sálmvers um sannleiks kæfing, — soddan ein kátleg æfing, brosyrði gaman-gests! Gamnari. Við þökkum Gamnara fyrir svörin, og biðjum hann vel að njóta verðlaunanna. 292 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.