Heima er bezt - 01.08.1965, Page 21
ÞATTUR ÆSKUNNAR
HVAÐ UNGUR NEMUR
RITSTJORI
0 •
STEFAN 40NSS0N
NAMSTJ.
Byggáin og öræfin milli jökulánna
- Fagrar sveitir, fjallabyggéir, heiðalöncl og auðnir -
Norðaustan í Vatnajökli eru jökulbungurnar Brúar-
jökull og Dyngjujökull. Við rætur Brúarjökuls á Jök-
ulsá á Brú upptök sín, en í krikanum milli Kverkfjalla
og Dyngjujökuls eru upptök Jökulsár á Fjöllum.
Ef við værum stödd við upptök þessara stórfljóta, þá
myndum við komast að raun um, að ekki er mjög langt
á milli þeirra, þar sem þau eiga upptök sín, eða varla
meira en 35 til 40 km. Nokkrar þverár falla í þessi stór-
fljót, er dregur frá jöklinum, og má þar nefna Kreppu,
er fellur að austan í Jökulsá á Fjöllum og Kringilsá og
Sandá, sem falla í Jökulsá á Brú.
Þríhyrningurinn, sem þessi jökulfljót mynda á milli
sín á Norðausturlandi er að mörgu leyti sérkennilegur
og ólíkur öðrum landshlutum.
Hið kalda Dumbshaf liggur þarna fyrir landi og
margoft í byggðasögu landsins hefur hafísinn, „l-ands-
'ms forni fjandi‘% fyllt þar allar víkur og flóa. En þrátt
fyrir þetta eru þarna með ströndum fram blómlegar
byggðir hið neðra, en sumarfagrar fjallabyggðir, heiða-
lönd, öræfi, auðnir og sandar hið efra.
Enginn veit með vissu, hvernig hálendið í þessum þrí-
hyrningi hefur litið út á landnámstíð, en vel getur mað-
ur hugsað sér, að þarna hafi blásið upp gróðurlendi, sem
nú sjást aðeins leifar af. Eru nú þegar hafnar tilraunir
með að endurskapa þessar hálendisauðnir. A Hólssandi,
sem liggur upp af Axarfirði, er nú hafin sandgræðsla í
stórum stíl, og hafa verið afgirt og friðuð stór land-
flæmi í því skyni.
Er það hrífandi sjón, að sjá þarna grónar sáðsléttur
inn í miðri auðninni. Enginn veit hvílíku kraftaverki
geta valdið í framtíðinni friðun landsins, sáning fræja
og dreifing áburðar á þessar fjalla-auðnir. Ef til vill
myndast á þessum örfoka sandauðnum á næstu áratug-
um og öldum gróðursælar fjallabyggðir.
Ég ætla í þessum þætti mínum, að bregða upp smá-
mvndum af byggðum og öræfa-auðnum af þessum
landshlutua, sem ég vil nefna: Þríhyrninginn milli ánna.
Kenni ég fyrsta kaflann við sænskan kennara, sem ferð-
aðist með mér um Hólssand, Hólsfjöll og Möðrudals-
öræfi.
1.
MAX GLANZELIUS.
Vorið 1946 kom hingað til lands kennari frá Gauta-
borg, sem Max Glanzelius hét. Hann var hér með náms-
skeið á vegum kennarasamtakanna, en áður höfðu marg-
ir íslenzkir kennarar kynnzt starfi hans við barnaskóla
í Gautaborg og hrifizt af kennsluaðferðum hans, og þá
ekki síður af persónuleika hans og prúðmennsku. Má
þar fyrstan í flokki telja Jónas B. Jónsson, fræðslustjóra.
Þegar þessi sænski kennari hafði lokið námsskeiðinu
í Reykjavík, gafst honum kostur á bílferð um Norður-
og Austurland og var ég þar með í för. Það er ekki ætl-
un mín að segja sögu þessa ferðalags, heldur ætla ég að-
eins að bregða upp mynd af ferð okkar úr Axarfirðin-
um um Hólssand, Hólsfjöll, Möðrudalsöræfi og Jökul-
dalsheiði.
I íí ' " M ' -'t
^ .0 k