Heima er bezt - 01.08.1965, Page 24
sem á túninu voru og um 200 fjár á fóðrum. Slægjur
voru góðar í mýrarsundum og á tjarnarbökkum, en að
öðru levti var fénu gefinn fóðurbætir með beitinni,
sem var ágæt og brást sjaldan. Til næstu bæja var tveggja
til þriggja tíma gangur. Þessi hjón höfðu búið j>arna
lengi og komið upp mörgum börnum.-------
------Tveimur árum áður hafði ég verið á skemmti-
samkomu á Jökuldal, einmitt í Hjarðarhaga. Þá var
fleira fólk heima í Heiðarseli. Á dansleiknum um
kvöldið og nóttina tók ég eftir tveimur myndarlegum
stúlkum, sem virtust una sér ágætleo-a á ballinu o<r
skemmta sér vel. Þær voru frá Heiðarseli. En til þess
að komast á skemmtunina, höfðu jtær orðið að leggja
hart að sér. Þær höfðu farið snemma að heiman um
morguninn. Þær urðu fyrst að ganga 15 km. leið niður
í dalinn og síðan 10 km. eftir dalnum. Eða samtals 25
km. fótgangandi á ballið. Enga þreytu var þó á þeim að
sjá, og þegar ég ræddi við þær, sögðu þær, að það væri
nú annaðhvort, þótt þær reyndu að njóta gleðinnar og
skemmta sér, þegar þær hefðu lagt svona mikið á sig til
að komast á ballið.
Þetta dæmi sannar, að dalameyjar eiga bæði dug og
lífsfjör og geta skemmt sér eins og stallsystur þeirra,
sem aka á dansleiki í dúnmjúkum upphituðum bílum.
Blóm öræfanna skarta líka í jafnfögrum litum og þau,
sem í gróðurhúsum vaxa.
Dettifoss.
296 Heima er bezt