Heima er bezt - 01.08.1965, Side 26
höfundur hennar er Gísli Guðmundusson alþingis-
maður:
„Svo segi í Grettissögu, að Grettir Asmundarson hafi
komið austan úr Fjörðum og legið úti á Möðrudalsheiði
og á ýmsum stöðum. Hann var og stundum á Reykja-
heiði,” segir sagan. Talið er víst, vegna landslagslýsinga
sögunnar, að ýar sé átt við Öxarfjarðarheiði. Grettis-
bæli heitir í framanverðum Öxarnúp. Fundist hafa
gamlar götur hið efra yfir Núpinn milli Öxarfjarðar
og Núpasveitar, og herma munnmæli að lagzt hafi niður
mannaferð hið ytra vegna ótta við Gretti, og hafði þá
þessi leið verið farin yfir fjallið. Mjög er þetta í efa
dregið, en framan í Öxarnúp sjást vegsummerki. Efst í
Núpnum eru þarna há standberg, en þar fyrir neðan
taka við brattar skriður, alla leið niður á jafnsléttu, mjög
stórgrýttar neðan til. Upp úr urðarskriðu stendur þarna
klettadrangur, hár að framan og ókleifur, en að ofan-
verðu, þar sem skriðan hefur lagzt að honum, er hann
vel gengur. I lægð ofan við drang þennan eða stapa er
grjótbyrgi, stutt frá berginu, í halla móti suðvestri. Það
virðist dálítið niðurgrafið, en veggir hlaðnir innan með
stórum steinum, og reft þversum yfir nokkurn hluta
þess með stuðlabergs-dröngum. Sá hefur verið vel að
manni, sem þessa veggi hlóð og refti yfir, hafi hann
unnið þetta einn. Um þennan stað orti Einar skáld
Benediktsson kvæðið Grettisbæli.
Þar segir svo meðal annars:
Og hálfgleymdar sagnir í huga mér
hvarfla um það, sem liðið er,
og manninn, sem hlóð þetta hreysi.
Mér er sem ég sjái hið breiða bak
bogna og reisa heljartak
í útlegð og auðnuleysi.
F.f lesendur athuga myndina af Grettisbæli í Öxar-
núpi og bera stærð stuðlabergsdranganna saman við
stærð mannsins, sem hjá þeim stendur á myndinni, þá
sjá þeir að þessir steinar eru ekki neinir smá pinnar.
4.
MELRAKKASLÉTTA.
I Islands-lýsingu sinni segir Þorvaldur Thoroddsen
þetta meðal annars um Melrakkasléttu:
„Yzt í sveitinni (Öxarfirði) norðvestur frá Þverár-
horni gengur Öxarnúpur fram undir sjó. Þar er Grettis-
bæli framan í Núpnum. Fyrir norðan Öxarnúp heitir
Núpasveit norður að Snartarstaðanúpi. Fjöll og hálsar
liggja þar skammt frá sjó, og er Valþjófstaðafjall þar
einna helzt. Þá kemur dálítið hlið í fjöllin. Þar er
Snartarstaðanúpur undan þeini miðjum.
Fyrir utan þessa hálsa tekur við hin eiginlega Slétta,
sem tekur yfir nyrzta hluta skagans og ber hérað þetta
nafn með rentu, því að það er nærri mishæðalaust —
Smáar öldur eru varla teljandi.”
A öðrum stað segir svo:
„Melrakkaslétta er einn af stærstu útskögum íslands,
og nær lengst norður, — allt að Norðurheimskautsbaugi.
Nyrzt og vestast er þar höfði, sem heitir Rauðagnúpur.
Hann er ekki nema 242 fet á hæð (tæplega 80 metrar),
en sézt langt að, af því að láglendi er í kringum hann. —
Norðurströndin á Sléttu er mjög vogskorin, (smá víkur)
og skerjótt og grynningar út af og boðar. Rifstangi og
Hraunhafnartangi ganga lengst í norður. Þar eru mörg
smá lón og vötn fram með ströndum.”
Þetta segir Þorvaldur Thoroddsen meðal annars um
Melrakkasléttu. En þótt maður lesi þessa lýsingu, er
maður mjög ófróður um þennan mikla skaga, sem ís-
landskortið sýnir láglendan, og er svo mikil víðátta, að
þar kæmust fyrir tvær til þrjár sveitir, rniðað við byggð
á Suðurlandsundirlendi.
Ég hef margar ferðir farið í kringum Melrakkasléttu
eftir þjóðveginum frá Kópaskeri að Raufarhöfn, en
298 Heima er bezt