Heima er bezt - 01.08.1965, Síða 28
í júníblaði Heima er bezt birti ég kafla úr bréfi frá
ónefndri frú á Norðfirði, ásamt tveimur erindum úr
löngu kvæði. Erindi þessi hafði hún skriðað upp eftir
minni. Kvæðið hélt hún að héti: Gunnlaugur Orms-
tunga.
Nú hafa fjórar ágætar, ljóðelskar konur skrifað mér
bréf og bent mér á að kvæði þetta, sem hér um ræðir,
muni á sínum tíma hafa birzt í Eimreiðinni. Jafnframt
hafa þær sent mér afrit af kvæðinu. Allar þessar ljóð-
elsku konur segja, að kvæðið hafi hrifið þær á þeirra
æskuárunum og ein kona, Anna Vigfúsdóttir frá Brán-
um, sendir konunni á Norðfirði kveðju sína með þakk-
læti fyrir að hafa spurt um þetta kvæði, og þannig vak-
ið athygli á því. Ég vil einnig þakka öllum þessurn kon-
um ágæt bréf og afrit af kvæðinu.
Ég hef nú fyrir framan mig á skrifborðinu árgang
Eimreiðarinnar 1936, og í þessum árgangi á bls. 113 er
þetta umrædda kvæði. Það heitir Helga hin fagra. Höf-
undur kvæðisins er Gísli H. Erlendsson, ættaður frá
Dýrafirði.
Og hér birtist þá kvæðið, eins og það er prentað í
Eimreiðinni 1936.
HELGA HIN FAGRA
Ó, Gunnlaugur veiztu það vinur,
mín von snerist öll um þig,
og aðeins í skrautlegu skikkjunni þinni
skynja ég sjálfa mig.
G<r hún er mér hlýrri og kærri
en hjarta míns eiginmanns,
því dvel ég þar stundum á daginn
og drekki atlotum hans.
Þú heillaðir hjaita mitt ungur,
og hjá þér dvelur það enn,
því verða allir, sem umgangast mig,
sem ókunnir, framandi menn.
Og vegna þín, elsku vinur,
er veröldin myrk og köld,
og lífið ástar- og auðnu-laust
og ógæfan þúsundföld.
Á leiðum leikandi æsku
líf okkar saman spannst,
við taflið hjarta mitt til þín rann,
við tefldum um það, og þú vannst.
Þú kvaddir mig sæll og kátur.
Ég kyssti þig rnjúk og stælt.
Þú sigldir að vinna þér frama og frægð.
Minn fögnuð gat cnginn mælt.
í hug mínum nakin niðar
hver nótt, sent ég vaka hlaut,
með mynd þína greypta í mína sál
og myrkrið að rekkjunaut.
Þín ósnortin ung að vænta
var ævinnar fegursta skeið,
með djúpri, ólgandi ástarþrá,
er óx hverja stund, sem ég beið.
Og hvenær, sem heyrði ég þig nefndan,
í hjarta mér þráin steig,
og hrifningin leið um lund mína’ og blóð
sem lífþrungin gleðiveig.
Þér heloaði ég- störf mín og stundir
O O O
og stolt rnitt og vaxtaryl.
Til þín yfir höfin mín vitund vóx
þrjá vetur og meira til.
Ég ætlaði þig að þreyja,
en þá var ég Hrafni seld.
Þá hófst mitt lánvana, langa stríð,
og lund mín varð beisk og hrelld.
Og þegar ég fall þitt frétti,
þá fann ég á sjálfri mér,
að æska mín, gleði, vöxtur og von
og vilji — allt dó með þér.
Og Þorkeli gafst ég grátin.
Ég gerði okkur báðurn rangt.
Ég vissi að milli mín og hans
stóð minning þín ævilangt.
Og hug minn af frosti fyllti
hvert faðmlag og snertimál.
Þér var ég svo bundin, áð annarra ást
var árás á mína sál.
Ég reyndi sorg mína að svæfa,
og sökkva’ henni í dagsins önn.
En lífið varð klúrt og kærleikssnautt
og kalt eins og jökulfönn.
Þig einan ég alltaf þráði,
þinn arm og þitt lokkasafn.
Mig langar að þurrka að eilífu út
af ást minni Þorkel og Hrafn.
Ég reyni lífinu að lifa
og láta ekki sjást mitt böl,
en þó er ævin mér andstyggð ein
og án þín sálarkvöl.
300 Heima er bezt