Heima er bezt - 01.08.1965, Page 29
KOSTERVALS
Ég er svo varnarlaus, vinur,
og veik í daganna styr.
En samt hef ég aldrei svikið þig.
— Þú átt sál mína, eins og fyr.
Væntanlega hafa flestir unglingar á íslandi lesið
Gunnlaugssögu ormstungu, eða kynnzt efni hennar í
sambandi við nám í íslandssögu. Gunnlaugssaga orms-
tungu er Ijúfsár, tregablandin og hrífandi ástarsaga ung-
menna, sem tengjast svo traustum böndum ástarinnar á
æskuárunum, að jafnvel dauðinn gat ekki rofið þau
bönd að fullu. í þessu kvæði er sálarstríði Helgu fögru
lýst af skáldlegri innsýn og skilningi.
Hver sá unglingur, sem vill kynna sér íslendingasög-
urnar, ætti að byrja á að lesa Gunnlaugssögu ormstungu
og taka svo Laxdælu og Eyrbyggju næst, og mun þá
leiðin rudd inn í furðulönd íslendingasagnanna. En
varla verður þekking ungmenna á íslenzku máli traust,
nema þeir gefi sér tíma til að lesa gullaldarritin ásamt
öðrum bókmenntum.
Þá kemur röðin að bréfum frá lesendum þessa þátt-
ar, sem beðið hafa um ný eða nýleg dægurlaga-ljóð.
Guðlaug í Görðum biður um Ijóð sem heitir Bláu
augun þín. Höfundur ljóðsins er Ólafur Gaukur, en
Gunnar Þórðarson, sem er í hljómsveitinni Hljómar,
hefur gert lagið.
BLÁU AUGUN ÞÍN
Bláu augun þín
blika djúp og skær,
lýsa leiðina mína
líkt og stjömur tvær.
Þó að liggi leið
mín um langan veg,
aldrei augnanna þinna
eldi gleymi ég.
Þau minna á fjallavötnin fagurblá
fegurð þá
einn ég á.
Bláu augun þín
blika djúp og sltær,
lýsa leiðina mína
líkt og stjömur tvær.
Þá hafa nokkrir beðið um tvö lítil Ijóð, sem voru mjög
vinsæl fyrir tíu til tuttugu árum, en hafa nú verið vak-
in til lífsins aftur af ágætum hljómsveitum. Þessi Ijóð
eru: Kostervalúnn og Kenndu mér að kyssa rétt. Ekki
er mér kunnugt um höfunda þessara ljóða.
Komdu í Kostervals
í kvöld er ég búinn til alls,
leggjum hönd í hönd
og hefjum svo vináttubönd,
dansinn dunar glatt
dansa því skulum svo hratt.
Ég er þinn og þú ert minn
eilífðar engillinn.
Káta fagra mey
frá Kosterey,
kyssir þú mig ekki
víst ég dey.
Eykst mér ást og þor
óðum við hvert spor.
— Getum við gifzt í vor. —
Að lokum kemur svo hin bljúga bæn umkossakennslu,
en sú bæn er víst ekki alveg ný af nálinni.
KENNDU MÉR AÐ KYSSA RÉTT
Kenndu mér að kyssa rétt
og hvernig á að faðma nett.
Hvernig á að brosa blítt
og blikka undur þýtt.
Ég, sem er svo ungur enn
af ástarþránni kvelst og brenn,
tækifærin fæ ég ei,
flestar segja: Nei.
Og vona minna fagra fley
er flotið upp á sker.
Þú sérð að gjörvöll gæfa mín
er geymd í hendi þér.
Kenndu mér að kyssa rétt
og hvernig á að faðma nett.
Þú færð í laun minn ástaryl
allt, sem ég á til.
Fleiri Ijóð birtast ekki að sinni.
Stefán Jónsson, Skeiðarvogi 135.
BRÉFASKIPTI
Agústína Benediktsdóttir, Hrafnagilsstræti 10, Akureyri,
óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 15—
17 ára.
Sigurður G. Jónsson, Hólabraut 2, Skagaströnd, óskar eftir
bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 16—25 ára.
Ragnar Árnason, Aðalstræti 20, Akureyri, óskar eftir bréfa-
skiptum við stúlkur á aldrinum 14—17 ára.
Heima er bezt 301