Heima er bezt - 01.08.1965, Síða 30
ANNAR HLUTI
II.
Bústýran unga.
Vormorgun-sólin skín bjart inn um eldhúsgluggann
á æskuheimili Nönnu Harðardóttur. Hún situr við eld-
hússborðið og les Morgunblaðið. Sigurrós fósturmóðir
hennar er að störfum þarna inni, og þær eru tvær einar.
Að undanförnu hefir Nanna leitað eftir atvinnu í
borginni við sitt hæfi, en ekki fengið neitt enn sem
komið er. Hún rennir augunum yfir auglýsingadálk-
inn um atvinnu og nemur brátt staðar við auglýsingu,
sem hún les með vaxandi athygli:
— Dugleg og ábyggileg stúlka óskast til að sjá um
heimili í Reykjavík um óákveðinn tíma í veildndafor-
föllum húsmóður. Þrennt fullorðið í heimili. Öll ný-
tízku þægindi. Hátt kaup. — Tilboð sendist afgr. Morg-
unblaðsins fyrir næstk. sunnudag, merkt: „Bústýra".
Nanna leggur frá sér blaðið, lítur til Sigurrósar og
segir brosandi:
— Mamma, hvernig lízt á það, að ég gerist bústýra?
— Hvar, góða mín?
— Á fámennu heimili hér í borginni í veikindafor-
föllum húsmóður. Það er auglýst eftir stúlku til þess
hérna í blaðinu.
— Ég veit ekki, svarar Sigurrós, það fer eftir því
hvernig heimilið er, en það getur verið ágæt atvinna,
séu góð skilyrði fyrir hendi. Ég veit að þú ert vel fær
um að taka að þér heimili hvað dugnað og myndarskap
snertir.
— Mig langar svo mikið til að fara eftir þessari aug-
lýsingu, mamma, og reyna þetta. Mér finnst eitthvað
svo spennandi við þá tilhugsun að taka að mér heimilis-
stjórn, svona allt í einu, þótt heimilisfólkið sé með öllu
ókunnugt.
— Jæja, góða mín, þú skalt þá/ bara athuga þetta og
sjá til, hvernig þér lízt á heimilið.
— Já, mamma, ég er ákveðin í að gera það, og ég vil
helzt fara sem fyrst, svo að fleiri verði síður komnar á
undan mér. En þarf ég ekki að gera eitthvað fyrir þig
hérna heima, áður en ég fer?
— Nei, Nanna mín, þakka þér fyrir, þú mátt fara
þegar þú vilt mín vegna.
— Jæja, þá fer ég bara strax.
Nanna rís rösklega á fætur, kyssir Sigurrós hlýlega
á vangann og gengur létt í spori fram úr eldhúsinu.
Stórt og glæsilegt hús Magnúsar hæstaréttarlögmanns
stendur á einum fegursta stað borgarinnar, umgirt
smekklegum trjá- og blómagarði. Húsið er mjög vand-
að að allri gerð, búnaður þess ríkmannlegur og nýtízku-
legur.
Magnús lögmaður og Klara kona hans eru á miðjum
aldri, bæði vel menntuð og glæsileg að vallarsýn. Þau
eiga tvö börn, son og dóttur. Snorri sonur þeirra hefir
nýlega lokið flugnámi erlendis og gerzt flugstjóri á milli-
landaflugi annars íslenzka flugfélagsins. Hann á enn
heima hjá foreldrum sínum og dvelur þar í frístundum
sínum. Dóttirin Erla er aðeins sextán ára að aldri. Hún
hefir lokið gagnfræðaprófi og vinnur nú við afgreiðslu
í bókabúð og býr einnig heima.
Fyrir skömmu veiktist frú Klara skyndilega, og að
rannsókn lokinni töldu læknar, að gera þyrfti á henni
allmikinn uppskurð, svo takast mætti að bjarga heilsu
hennar, og frúin hefir þegar verið flutt í sjúkrahússvist.
Magnús lögmaður hafði leitað víða eftir stúlku til að
annast heimilið í forföllum frúarinnar, en ekkert orðið
ágengt, og tók síðast þann kostinn að auglýsa í jMorg-
unblaðinu og hefir nú fengið tilboð þaðan.
Nanna Harðardóttir gengur rösklega til einkaskrif-
stofu Magnúsar lögmanns og drepur þar á dyr, en þang-
að hafði hann beðið hana að koma til viðtals við sig,
eftir að hafa fengið umsókn hennar frá blaðinu. Hann
opnar dyrnar sjálfur og býður Nönnu að ganga inn.
Þau heilsast og kynna sig. Síðan býður hann Nönnu
sæti og sezt einnig sjálfur. Nokkur andartök virðir hann
stúlkuna fyrir sér og segir síðan með góðlátlegu brosi:
— Ég hefi fengið tilboð yðar um að gerast bústýra
hjá mér um óákveðinn tíma.
— Já, ef okkur semur.
— Eruð þér héðan úr borginni?
— Já-
302 Heima er bezt