Heima er bezt - 01.08.1965, Qupperneq 31
— Hvað hafið þér starfað að undanförnu?
— Ég hefi verið heima hjá föður mínum og fóstur-
móður að undanskildum síðastliðnum vetri, en þá stund-
aði ég nám í húsmæðraskóla.
— Já, það er svo. Eins og stóð í auglýsingunni erum
við nú þrjú í heimili, konan mín er á sjúkrahúsi, sonur
minn sem er flugstjóri, dvelur aðeins hér heima hjá okk-
ur nokkrum sinnum í mánuði, en dóttir mín er hér alveg
til heimilis, svo að mestu leyti eru það við tvö, fegðinin,
sem þér þurfið að annast um. Ég vildi láta dóttur mína
hætta að vinna úti og annast um heimilið í fjarveru
móður sinnar, en hún treysti sér ómögulega til þess,
enda óvön allri hússtjórn. Hún er nýlega byrjuð að
vinna við afgreiðslustörf hjá móðurbróður sínum og
líkar það mjög vel. — Já, svo er það nú kaupgreiðslan,
hvað segið þér um hana?
— Ég vil að við förum eftir þeim kauptaxta, sem
stúlkur hafa almennt við svipuð störf og hér eru fyrir
hendi.
— Alveg rétt, ég borga yður ráðskonukaup, eins og
það gerist hér í borginni. En getið þér tekið við heim-
ilisstjórninni núna strax?
— Mér er ekkert að vanbúnaði.
— Þakka yður fyrir, það er ágætt. Nú vil ég sýna
yður húsið, viljið þér gera svo vel að fylgja mér.
— Já, þakka yður fyrir.
Þau rísa bæði á fætur og ganga fram úr skrifstofunni,
og Magnús lögmaður sýnir nýju bústýrunni hið glæsi-
lega heimili sitt. Nanna er alin upp á fallegu ríkmann-
legu heimili, en slíkan íburð og skraut sem hér gefur
að líta, hefir hún aldrei áður séð. Það verður óefað tölu-
verður vandi að annast um þetta heimili, en þó hlakkar
hún til að reyna það. Henni fellur tilvonandi húsbóndi
sinn vel í geð. Hann er mjög prúðmannlegur í fram-
komu og ljúfur og hýr í viðmóti, og vekur þegar við
fyrstu kynni virðingu og traust.
Magnús lögmaður hefir nú sýnt nýju bústýrunni
heimili sitt og segir með sama góðlátlega brosinu og
áður:
— Jæja, hvernig lízt yður svo á starfsskilyrðin hér
hjá okkur?
— Mjög vel, þetta er allt upp á það fullkomnasta sem
hægt er að hugsa sér.
— Ég vona þá að þér getið starfað hér ánægðar.
— Já, það vona ég, og gert yður til hæfis.
— Yður mun takast það. Og ætlið þér þá að gera svo
vel að flytja yður hingað í dag?
— Já, ég fer heim núna strax og sæki farangur minn.
— Ágætt.
— Verið þér sælir á meðan.
— Sælar.
Nanna hraðar sér þegar á brott og gengur rösklega
heim á leið. En Magnús lögmaður heldur glaður til
skrifstofu sinnar eftir fyrstu kynnin við nýju bústýr-
una sína. Honum geðjast mjög vel þessi unga fallega
stúlka.
Dagur er liðinn að kvöldi. Nanna er flutt á heimili
Magnúsar hæstaréttarlögmanns og tekin við störfum
þar. Hún hefir framreitt kvöldverð og borið á borð
fyrir tvo í vistlegri borðstofu inn af eldhúsinu, og bíður
þess nú með örlítið kvíðablandinni eftirvæntingu, að
feðginin komi og snæði fyrstu máltíðina, sem hún hefir
búið þeim.
Klukkan slær sjö. Magnús lögmaður gengur stund-
víslega til borðstofu en Erla dóttir hans örskömmu síð-
ar. Hún hefir enn ekki séð nýju bústýruna, en nú mæt-
ast þær í borðstofunni. Erla heilsar Nönnu hlýtt og
glaðlega og kynnir sig fyrir henni. Erla er fríð og barns-
leg í útliti og hefir sama ljúfa og þýða viðmótið og
faðir hennar. Ungu stúlkurnar athuga vandlega hvor
aðra í laumi, og þeim lízt þegar prýðisvel hvorri á aðra.
Erlu finnst Nanna vera miklu líkari systur en húsmóður
á heimilinu, og þannig hefir hún líka óskað sér að nýja
bústýran yrði.
Magnús lögmaður lítur yfir matborðið og brosir
ánægjulega. Þar er allt með myndarbrag. En síðan snýr
hann sér að Nönnu og segir:
— Þér hafið ekki lagt diska á borðið nema fyrir tvo,
en við erum þrjú hér í kvöld.
— Ég ætlaði að borða á eftir frammi í eldhúsinu,
svarar Nanna og brosir örlítið vandræðalega.
— Fjölskyldan hér er vön að snæða öll við sama borð,
og eins vil ég að við þrjú gerum nú í kvöld og fram-
vegis. Eruð þér ekki samþykkar því?
— Jú, ég skal fúslega hafa það, eins og þér óskið.
Nanna sækir því næst mataráhöld og leggur þau á borð-
ið. Síðan setjast þau öll saman að snæðingi. Kvöldverð-
urinn er mjög ljúffengur og smekklega framreiddur, og
feðginin neyta hans með mikilli ánægju. Þau hafa bæði
borðað „úti“ að undanförnu og kunnað því miður vel,
enda vön mjög fullkomnu heimilishaldi, og nú finnst
þeim báðum indælt að vera aftur heima.
Magnús Iögmaður heldur uppi glaðværum sam-
ræðum við matborðið og beinir máli sínu oft til
Nönnu, hann vill að hún sé eins og ein af fjölskyldu
hans.
Að máltíðinni lokinni færir Magnús sig inn í setu-
stofuna og hlustar þar á útvarpið. En Erla tekur sér
sæti frammi í eldhúsi hjá Nönnu, sem þegar er byrjuð
á uppþvottinum af kvöldverðarborðinu. Erla er alveg
óvön að taka nokkurn þátt í uppþvottinum með móður
sinni, og hún hefir engan áhuga haft á slíku, en nú Iang-
ar hana svo mikið til þess að taka þátt í starfinu með
þessari ungu stúlku og hjálpa henni. Erla rís því á fætur
og býður Nönnu að þerra fyrir hana diskana. Nanna
tekur því vel, hún heldur að unga heimasætan sé vön
slíku, og þær hjálpast að við uppþvottinn.
í fyrstu er þögn. En brátt lítur Erla brosandi til
Nönnu og segir:
— Er pabbi búinn að vísa þér á einkaherbergi, þar
sem þú átt að sofa?
— Já, hann er búinn að því.
Heima er bezt 303