Heima er bezt - 01.08.1965, Side 37

Heima er bezt - 01.08.1965, Side 37
Neró hafði legið uppi í bæjarsundinu á heimabænum og varð nú himinlifandi, þegar hann sá til Hönnu. Hon- um hafði heldur ekki tekizt að festa blund, en hafði ekki viljað stelast heim, því Hanna hafði sagt honum að vera kyrr, þar til hún kæmi. Nú teygði hann úr sér niður túnið, og eftir að hafa boðið vinkonu sinni góða nótt með glaðlegu bofsi, stakk hann sér í bólið hjá Hörpu, sem rauk upp með andfæl- um. — Svona, láttu nú ekki svona, þetta er nú bara ég, muldraði Neró, — gerði ég þér kannski bilt við, — en hve þú stækkar ört, greyið mitt, bráðum er ekki pláss nema fyrir annað okkar í troginu. — Ég á trogið, jarmaði Harpa geispandi. — Nú, nú, skyldi það ekki, ég vissi svo sem vel, að mér var það ekki ætlað í upphafi, — en hvar ætli þú værir stödd núna, ef mín hefði aldrei notið við til að hugga þig og svæfa, þegar þér leiddist á kvöldin, sagði Neró ofurlítið súr á svipinn. Harpa anzaði engu, og þegar Neró gætti betur að, sá hann að hún var steinsofnuð aftur. — Æ þessi lömb voru óttalegir kjánar, þau hugsuðu ekkert nema um munn sinn og maga á milli þess sem þau sváfu eða ærsl- uðust, — en gaman var nú að þeim samt, þau voru svo ánægð með lífið og yfirleitt í góðu skapi, sem ekki var nema von, þar sem þau lögðu aldrei út í að hugleiða gátur tilverunnar, bara létu hverjum degi nægja sína þjáningu. — Blessað litla bólið mitt, sagði Hanna María og breiddi sængina vel ofan á sig, nú mundi hún geta sofn- að, hér þekkti hún allt, hvern kvist og misfellu í gömlu baðstofunni, og baðstofan þekkti hana, og hýrnaði nú öll í framan yfir að þurfa ekki lengur að vera ein. — Fyrr en varði var Hanna María steinsofnuð. XXII. Ógleymanlegur dagur. Aldrei hafði Hanna María upplifað eins margt og skemmtilegt á einum degi. Það byrjaði nú eiginlega ekld fyrr en eftir hádegi. Þá klæddi Ninna Sonju og hana í hvítu kjólana og gaf þeim hálfsokkana og skóna. Þær urðu svo fínar, að Hönnu fannst þær mættu helzt hvergi snerta neitt svo að víst væri að ekki sæist á þeim. Gerði fannst mesti óþarfi að þær færu í nýju skóna, en Ninna sagði hlægjandi, að í dag yrði að tjalda því sem til væri, fyrst veðrið væri svona gott. — Hvað stendur til? spurði Hanna Áka, sem var að basla við að fá réttan hnút á bindið sitt. — í dag á áð vígja kofann okkar, svaraði hann. Hanna trúði ekki meir en svo, að allt þetta tilstand gæti verið vegna þess eins. Þær Sonja höfðu vaknað heldur seint og síðan verið í sífelldum snúningum fram að hádegi, svo ekkert tóm hafði gefizt til að róa fram í eyju og sjá, hvað fólkið hefði aðhafzt kvöldið áður. Klukkan tvö byrjaði svo fólk að streyma að. Allir voru sparibúnir og í bezta skapi. Engum var boðið inn, en haldið tafarlaust ofan að sjó, og þar upphófst mikill hlátur, hví og vein, þegar fólkið fór að raða sér í bát- ana, Hanna og Sonja fóru fram í fyrsta bátnum, þeim var alveg sama, þó það væri talið frekjulegt að troða sér svona um borð. Loks fengu þær að vita, að öllum ungmennafélögum sveitarinnar hefði verið boðið á skemmtunina í Lyng- ey. Veðrið gat ekki verið ákjósanlegra, og enginn sat heima af þeim sem boðið var, svo framarlega sem þeir sáu sér fært að komast. Áld og Óli fluttu fólkið milli lands og eyjar. Klukkan 3 hófst skemmtunin á því að afi hélt ræðu. Hún hefir víst verið ákaflega skemmtileg, því allir hlógu og klöppuðu svo lengi, lengi, þegar afi hafði lokið máli sínu. Nú fóru ungu mennirnir að æfa sig í hlaupum og reiptogi. Fannst öllum miklu meira gaman að þessu, af því að engan grunaði að hann sjálfur ætti að taka þátt í neinu slíku, og voru því allir óæfðir. Ninna skoraði á ungu stúlkurnar að vinna strákana í pokahlaupi. Þarna var líka nagla-boðhlaup og alls konar hlaup. Loks var öllum boðið upp á kaffi. Fólk gekk inn í kofann, fékk sér fjöl til að hafa brauðdiskinn og boll- ann á, raðaði brauði og kökum á diskinn, fékk kaffi í bollann og fór svo út aftur til að leita sér að hentug- um stað til að setjast á. Þetta gekk fljótt og vel fyrir sig- Síðan fengu þær Sonja og Hanna þann starfa að bera kaffikönnu, mjólk í flöskum og sykur út um alla eyna, svo að fólkið gæti setið og legið kyrrt hvert á sínum stað og þyrfti ekki að sækja þetta sjálft. Stelpunum var hrósað fyrir dugnaðinn, og ófáar krónur runnu niður í kjólvasa þeirra frá unga káta fólkinu. — Veiztu hversvegna strákarnir reyna alltaf að fá stelpu til að sitja hjá sér, en ekki aðra stráka? hvíslaði Sonja að Hönnu. Hanna hristi höfuðið: nei, það vissi hún ekki. — Það er af því að strákarnir eru skotnir í stelpun- um, upplýsti Sonja, — og stelpurnar eru skotnar í strák- unum líka. Það verður gaman þegar við erum búnar að færa öllum nóg kafi, að læðast og njósna um þau, sem vilja vera sem lengst frá öðrum. Hanna varð eldheit í kinnum af ákafa, — það væri gaman, hvað heldurðu að við sjáum? spurði hún. — Bíddu bara róleg, þú getur verið viss um, að það verður margt sniðugt, fullyrti Sonja íbyggin. Þær máttu varla vera að því að fá sér neitt sjálfar, það voru svo margir sem kölluðu: bara tíu dropa, álfa- Heima er bezt 309

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.