Heima er bezt - 01.08.1965, Qupperneq 38

Heima er bezt - 01.08.1965, Qupperneq 38
meyjar litlu, eða annað þvílíkt, og brosandi afgreiddu þær alla. Aður en dansinn hófst, var farið í leiki: kött og mús, hlaupa í skarð og margt fleira. Það var vandfundin sú sál, sem ekki skemmti sér konunglega. Skúli og Benni spenntu á sig harmónikkurnar, og afi leiddi dansinn með Gerði í heimabænum, því amma sem alltaf stóð við eldavélina og hitaði kaffið, sagðist ekki nenna að hringsnúast ein með afa á pallinum. Loks kom lausnin á, til hvers ætti að nota pallinn! Stelpunum hafði aldrei dottið í hug, að þar ætti að dansa. — Komum nú að njósna, sagði Sonja. Þær urðu fyrir hálfgerðum vonbrigðum, það var ekk- ert sérstakt að sjá. Einstaka strákur hélt auðvitað utan um dömu sína, eftir að þau voru setzt á stein eða í laut, en þeir héldu nú utan um þær í dansinum hvort sem var, svo það var ekkert tiltökumál. — Ó, að ég væri svona fjórtán-fimmtán ára, andvarp- aði Sonja og horfði með aðdáun á hrokkinhærðan ung- an mann, sem hló og kitlaði ungu stúlkurnar hverja af annarri. — Þú gætir farið nær, þá kitlaði hann þig líka, stakk Hanna upp á. — Sonja leit á vinkonu sína með vandlætinga-svip: — Ef hann væri pilturinn minn, mundi hann enga aðra augum líta, hvíslaði hún graf-alvarleg. — Nú, svoleiðis, svaraði Hanna María vandræðaleg, hún fann að Sonja þekkti meira inn á ástamálin heldur en hún. — I hverjum ert þú skotin? spurði Sonja. — Engum, svaraði Hanna með fyrirlitningu, en um leið kom hún auga á ljóshærðan þrekvaxinn pilt, sem kom í áttina til þeirra, og þá allt í einu fann hún, að líklega væri hún skotin í honum og eldroðnaði við til- hugsunina eina saman. — Uss, hvað þú ert skrítin, sagði Sonja og hafði ekki augun af unga manninum með hrokkna hárið. — Viltu koma að dansa? spurði Áki Hönnu, þegar hann kom til þeirra. — Ég kann það ekki, stamaði hún og roðnaði nú enn meir. — Ég kann það ekki heldur, svo það er jafnt á kom- ið, svaraði hann brosandi og rétti henni höndina. Þeim gekk bara vel, Hanna var létt og liðug, og Áki kunni ofurlítið að dansa. Þau voru bæði brosandi og ánægð, þegar Sonja kom fúl á svipinn, því enginn hafði enn boðið henni upp. — Eigum við nú að dansa? spurði Áki systur sína. Hún fitjaði upp á nefið og horfði í kringum sig, — nei, ætli það strax? sagði hún svo. Það var aldrei að vita, nema einhver tæki eftir henni og dansaði við hana. Það var eitthvað svo búralegt við að dansa við bræður sína, auk þess var Áki enginn dansari, það sögðu bæði Skúli og Benni. Nú var Benni einn að spila, þá var Skúli áreiðanlega búinn að sjá stelpu, sem honum leizt vel á og farinn að dansa við hana. Jú, vissi hún ekki, þarna kom hann með eina og hélt utan um hana, en þau fóru ekki að dansa, heldur fengu sér göngutúr saman. — Jæja, nú geturðu dansað við mig, sagði Sonja við Áka, næst þegar þau Hanna dönsuðu framhjá. Áki kímdi, það hefði áreiðanlega enginn boðið litla skottinu upp, svo nú var hann nógu góður. Afi stjórnaði öllu af skörungsskap, og nú gerði hann hlé á dansinum, og allir sungu ættjarðarljóð fullum hálsi, þeir laglausu jafnt sem aðrir. Síðan var dansað enn um stund, en öllu gamni verður einhverntíma að Ijúka, og þótt mörgum fyndist það alltof snemmt, var nú botninn sleginn í skemmtunina með því að formað- ur ungmennafélagsins hélt ræðu, sem var lítið annað en hrós um unga fólkið á Fellsenda, sem hann kallaði upp á pallinn til sín ásamt foreldrum þeirra, en þá snaraðist Áki niður af pallinum, sótti afa og ömmu og Hönnu Maríu og sagði, að það væri afi sem ætti eyjuna, amma sem sinnt hefði hverju kvabbi þeirra í þessu máli, og Hanna María sem hefði átt hugmyndina um kofabygg- inguna, og dagurinn í dag hefði verið í tilefni þess, að kofinn væri fullbyggður. Nú var hrópað ferfalt húrra fyrir þeim öllum, og for- maðurinn, sem var enginn annar er hrokkinhærði pilt- urinn hennar Sonju, bauð þau öll velkomin í ungmenna- félagið, allt frá afa til Sonju, sem brosti sínu blíðasta brosi. Hanna leit á Áka, — því hafði hann sagt að hún hefði stungið upp á að byggja kofann, það hafði verið hann sjálfur! Áld brosti bara og deplaði augunum til hennar, svo það munaði minnstu, að hún roðnaði þarna frammi fyrir öllu fólkinu. — Það tók tíma að komast í land og ganga frá í eyjunni. Ný sól var að rísa úr hafi, þar sem sú gamla fyrir skömmu hafði horfið ofan í hafflötinn, þegar þeir sein- ustu fóru að sofa, en það voru afi, strákarnir og Hanna María. Þegar Hanna var skriðin upp í rúmið, bað hún afa að breiða ofan á sig, því hún ætti enga krafta til, handlegg- irnir og fæturnir væru eins og tréklumpar, sem neituðu að hreyfa sig, þó hún skipaði þeim það. — En hvernig er þá höfuðið? spurði afi brosandi og breiddi vandlega ofan á hana. Hanna hugsaði sig ofurlítið um, svo sagði hún: — Höfuðið á mér er alveg galtómt eins og græna glerkúlan mín, en samt er eitthvað í því, eitthvað létt eins og í henni. — Heyrðu afi, ég held ég sé alveg full af sælu, það var svo gaman í dag. Orðin dóu út í hálfgerðu hvísli, því Óli Lokbrá hafði engan tíma til að bíða lengur og blés því svo kröftug- lega á augnalok Hönnu, að hún sofnaði á augabragði. Afa langaði til að hún segði sér meir frá því, hvemig „sælan“ í kollinum á henni liti út, en það varð að bíða betri tíma. í kvöld mundi Hanna María ekki svara nein- um spurningum. Hún svaf bæði sætt og rótt. Framhald. 310 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.