Heima er bezt - 01.08.1965, Page 39

Heima er bezt - 01.08.1965, Page 39
415. Hress og glaður sný ég heim aftur. — En hvar er nú Mikki? Ég leita heima og í nágrenninu, en Mikka finn ég hvergi! Hvert getur Mikki hafa farið? Ég verð mjög áhyggjufullur. 416. Ég spyr Serkir, sem er að koma heim úr erindi út í sveitina. En hann hristir bara höfuðið. — Ég held að ráðs- konan, frú Berman, hafi gefið burt Mikka, segir hann hnugginn. 417. Hræðilegur grunur! .... Ég fer og spyr nágranna mína, hvort þeir hafi séð nokkurn fara burt með Mikka. Stúlka nokkur segir mér sögu: Hún seg- ist hafa séð frú Berman láta Mikka í hendur Sígaunahóp, sem var hér á ferð. 418. Aumingja Mikki! Seldur í hendur flökkufólki! En ég er nú ekki sá, sem bregzt vini í neyð! Ég spyrst fyrir í hvaða átt flökku-hyskið hafi farið, og bruna svo af stað á hjóli Serkis. 419. Ég hef ekki hjólað ýkja lengi, kannski um klukkustund — er ég sé nokkur skitin tjöld fyrir innan girðingu úr pokastriga. Þetta eru óefað Sígauna- búðir, og ég held þegar þangað. 420. Ég fer af baki og læðist að girð- ingunni. Striginn er trosnaður á einum stað. Hér get ég gægst inn og athugað, hvað sómafólkið hefst að þarna fyrir innan. Ég gægist inn um rifuna. 421. Þarna fyrir innan logar glatt und- ir hangandi súpupotti, og flökkufólkið situr spjallandi umhverfis matarvonina, karlar, konur og börn. En Mikki er hvergi sjáanlegur úti fyrir. 422. Furðulegt! . .. Ég herði upp hug- ann og kalla hátt: Mikki! Hæ, Mikki! Og í sama vetfangi sé ég Mikka þjóta út úr einu tjaldinu og koma á harða hlaup- um út að strigagirðingunni. 423. Hafi hróp mitt vakið trylltan fögnuð Mikka, þá varð nú eitthvað ann- að uppi á teningnum hjá flökkulýðnum. Vopnaðir sterkum lurkum geisast þessir þeldökku náungar á eftir mér.

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.