Heima er bezt - 01.10.1965, Blaðsíða 15
S. B. OLSON:
LANDNAMSÞÆTTIR
FRIÐRIK A. FRIÐRIKSSON ÞÝDDI
(Framhald)
Áður en Stanley var herskráður, hafði hann verið
úrsmiður hjá T. Eaton-verzlunarfélaginu. Rétt er og
skylt að geta þess hér, hve höfðinglega félagi þessu
fórst við starfsmenn sína. Alla þá stund, er Stanley
gegndi herþjónustu, bætti félagið honum kaup það,
er hann fékk í hernum, til jafns við það, er hann hefði
haft sem Eaton-starfsmaður. Var afleiðingin sú, að þeg-
ar hann kom heim, hafði honum verið færð álitleg upp-
hæð til tekna í sparisjóði félagsins. Auk þess beið staða
hans eftir honum og hækkað kaup.
Sumarið 1944 keypti ég hús við Sherbrook-stræti og
nutum við þess, að eiga nú aftur eigið þak yfir höfuðið.
Gerðist ég nú lyftustjóri hjá harðvöruverzlunarfélaginu
Walter Woods. Um það bil ári síðar seldi ég hús þetta
með þokkalegum ágóða. Slógum við Fríða því þá föstu,
að við ættum það skilið, að lyfta okkur loksins svolítið
upp, og tókum að undirbúa skemmtiferð vestur á
Kyrrahafsströnd. Mundum við þá heimsækja son okk-
ar, Bill (Wilhelm Theodore), sem þá var forstjóri stórs
timburgarðs í Coaldale, Alberta, svo og dóttur okkar
Gwen (Gwennie Marianne), sem rak ljósmyndastofu
í Vancouver, B. C., í félagi við vinkonu sína. Sérstak-
lega langaði okkur til að vera um tíma hjá Gwen okk-
ar, í von um að Itærleikur okkar og samúð mætti verða
henni til huggunar í djúpri sorg hennar. Maður henn-
ar, Gowan Gibson flugstjóri, hafði farizt, er flugvél
hans með 9 manna áhöfn hrapaði niður í Miðjarðarhaf-
ið skammt norðan við Túnis. Hann var Langruth-pilt-
ur, og þau höfðu verið gift aðeins 10 daga, þegar hann
var sendur austur um haf til að stýra flutningaflugvél,
sem flaug milli Dakar og ýmissa staða á Túnisströnd.
Ég sagði af mér starfa mínum hjá Walter Woods,
og von bráðar vorum við komin á vesturleið. Við áttum
tvær dásamlegar vikur hjá Bill og konu hans í Coaldale,
og héldum svo áfram til Vancouver. Hin víðkunna feg-
urð kanadisku Klcttafjallanna hreif okkur óumræði-
lega, meðfram auðvitað vegna þess, að eiginlega höfðum
við aldrei séð fjöll áður. Hrikaleg fjöll, fagrir dalir og
óteljandi blá, djúpblá vötn, veittu okkur óslitinn unað,
meðan við vorum þarna á fleygiferð. Og alveg ógnaði
mér, að hugsa um þá verkfræðilegu snilli, sem til þess
þyrfti, að leggja járnbraut um þennan hluta landsins.
Nú nálguðumst við óðum Vancouver, og varð mér
þá ósjálfrátt hugsað um þá tíð, er ég lagði af stað með
foreldrum mínum frá Atlantshafsströndinni árið 1882,
svo og um það, að nú væri ég búinn að fara þvert yfir
allt hið víðáttumikla meginland Kanada.
Dóttir okkar, Gwen, tók ástúðlega á móti okkur og
sýndi okkur alla þá staði, sem fegurstir voru og merk-
astir, og var hún þó mjög önnum kafin þetta sumar
sem ráðinn ljósmyndari Útileikhússins („Leikhúsið
undir stjörnum himins“).
Við voru stödd í Vancouver, þegar kunngjört var,
að seinni heimsstyrjöldinni væri lokið. Engin orð megna
að lýsa því, sem þá bar fyrir augu og eyru. Pappírs-
strimlar liðu út í loftið frá öllum húsagluggum, lúðrar
gullu, konur föðmuðust grátandi. Sjómenn þeir, sem
í landleyfi voru, gerðu návist sína áberandi með því,
að faðma allar stúlkurnar.
Við gerðum hvergi hlé á heimferð okkar, og vorum
talsvert slúskuð eftir áframhald í hálfan þriðja sólar-
hring. Stanley, sonur okkar, hafði þá keypt hús við
Elgin-götu í Weston, og bjuggum við hjá honum vetur-
inn eftir. Ég vann hjá hinu opinbera við að kynda þrjá
lágþrýstikatla, sem notaðir voru til upphitunar. Um
vorið keyptum við 9 herbergja hús, og mátti leigja þar
út íbúðir með góðum hagnaði. Umsjón hússins átti vel
við mig, enda gott að hafa eitthvað við tímann að gera.
Hús þetta seldi ég 1947, og keypti annað við Lipton-
stræti. Þar var leiguíbúðin aðeins ein, svo að ég tók
að mér húsvörzlu við Palladium-dansskálann við Port-
age-götu, til að drýgja tekjur okkar. Ári síðan seldi
ég enn hús mitt og keypti annað við Simcoe-stræti.
Oll mörgu liðnu árin, sem við höfðum dvalizt í Mani-
tóba, höfðum við tekið veðrinu hverju sinni sem sjálf-
sögðum hlut, hvort sem það var heitt eða kalt, ljúft eða
strangt. En nú, þegar ég var kominn yfir sjötugt, fann
ég að öfgar frosts og hita ollu mér vanlíðan. Svo að við
fórum að hugsa um að flytjast vestur á Kyrrahafs-
strönd. Að vísu þótti „mömmu“ dapurt tilhugsunar, að
skiljast við alla vini sína og frændur og syni okkar þrjá.
Hinsvegar áttum við nú dætur okkar báðar í Van-
couver, og það var okkur auðvitað nægileg uppbót. Það
varð úr, að við seldum Simcoe-hús okkar, og í nóvember-
mánuði fluttumst við búferlum vestur. Húsmunir okk-
ar komu sem næst þrem vikum síðar.
Heima er bezt 363