Heima er bezt - 01.10.1965, Blaðsíða 31
— Ég býð þér frá störfum um þessa helgi og óska
þess að þú notir það.
— Þakka yður fyrir, svarar Nanna dálítið undrandi
yfir þessu óvænta boði en að biðja um frí hafði henni
aldrei komið til hugar, síðan hún kom hingað. Verka-
hringur hennar hefir veitt henni svo mikla ánægju dag
hvem, að hún hefir alls ekki óskað sér neina lausn frá
starfi sínu. En fyrst Magnús lögmaður vill hafa það svo
um þessa helgi, þá tekur hún boði hans með þökkum.
— Er þá nokkuð því til fyrirstöðu, að þú farir með
mér — með okkur Erlu austur í Þórsmörk, Nanna? spyr
Snorri þýtt og rólega, og raddblær hans rýfur til grunna
alla andspyrnu Nönnu, og vitund hennar öll verður
ósjálfrátt að einu jákvæðu svari við boði flugstjórans
unga. En áður en Nanna fær svarað leggur Erla arminn
blíðlega um háls hennar og biður á barnslegan hátt:
— Elsku Nanna mín, gerðu það fyrir mig að koma
með okkur Snorra austur í Þórsmörk. Annars verður
það ekkert gaman.
Nanna brosir að ákafa stallsystur sinnar, en svarar svo
hlýtt og systurlega:
— Fyrst pabbi þinn hefir gefið mér frí frá heimilis-
störfunum, þigg ég þetta góða boð ykkar systkinanna,
Erla mín.
— Ó, þú ert alltaf svo góð.
— Þetta vildi ég líka heyra, segir Snorri og lítur bros-
andi til Nönnu, og aldrei hafa dökkbrúnu augun hans
Ijómað fegurri en nú, en Nanna varast að mæta þeim á
þessum vettvangi, hún hefir áður séð eldinn í þeim og
veit, að hann stenzt hún ekki.
— Ó, hve ég hlakka til, segir Erla og fær ekki dulið
barnslega gleði sína. — Ég er viss um að þessi Þórsmerk-
urferð verður hreinasta ævintýri.
Þau hafa nú lokið úr kaffibollunum, og Nanna hellir
í þá að nýju. Og meðan þau njóta kaffisins í rólegheit-
um, segir Magnús lögmaður við Snorra:
— Ég á ágætt fjögurra manna tjald handa ykkur með
öllum viðlegu-útbúnaði, og svo veit ég að bústýran okk-
ar býr ykkur vel út með nesti. En ef það er eitthvað
sem þú telur að ykkur muni vanhaga um til ferðarinnar
og ég gæti bætt úr, þá lætur þú mig vita um það í tíma,
góði minn.
— Já, þakka þér fyrir, pabbi minn, en það er víst allt
fyrir hcndi, sem með þarf, — nestinu til ferðarinnar læt
ég bústýruna ráða.
— Það mun líka vera alveg óhætt, segir lögmaðurinn.
— Ég reyni að hafa það, eins og ég bezt get útbúið
það, segir Nanna og brosir.
Kaffidrykkjunni er nú lokið. Feðgarnir rísa þegar upp
frá borðum, þakka fyrir kaffið, bjóða síðan góða nótt
og ganga saman fram úr stofunni.
Nanna og Erla rýma kaffiborðið, þvo bollapörin og
ganga frá öllu á sínum stað, og síðan fara þær strax uppí
svcfnherbcrgi sitt. Erla ræður sér varla fyrir bamslegri
kæti og gerir sig ekki líklega til þess að leggjast þegar til
hvíldar, en Nanna segir henni ósköp systurlega, að nú
verði hún að sofna snemma í kvöld og hvíla sig vel undir
morgundaginn, svo að hún geti sem bezt notið ferðar-
innar. Og Erla hlýðir þessu eins og góð systir, háttar
strax og leggst til hvíldar. Hún finnur það nú, að hún
er svolítið þreytt eftir daginn, og að lítilli stundu liðinni
er hún fallin í væran svefn.
Nanna leggst einnig til hvíldar, en hún sofnar ekki
strax. Fyrirhuguð Þórsmerkurferð tekur nú hug hennar
allan. Hún hefir aldrei þangað komið, en hún veit að
þetta er mjög fallegur staður, og þar hlýtur björt sumar-
nóttin að vera guðdómleg í djúpri og voldugri kyrrð
óbyggða og öræfa. Hún dregur allt þetta skýrt upp fyrir
sér í huganum: blátt heiðið sólgullið og roðað, tign fjall-
ana og litskrúð angandi jarðar, hún finnur bjarkailminn
og skynjar djúpa helgi kyrrðarinnar, — en hún hlustar
jafnframt eftir heitri hvíslandi rödd hans, sem bauð
henni með sér í þennan edenlund íslenzkra óbyggða og
nemur hana í djúpi sinnar eigin sálar. Eru það ekki
hljómfegurstu strengir þeirrar raddar, sem kallað hafa
hana að fullu til lífsins? Þessi spurning líður eins og þýð-
ur andvari næturinnar um vitund hennar um leið og
svefninn sigrar að lokum. Og nóttin ríkir mild og hljóð.
Morguninn gefur fagurt fyrirheit. Allt rís af friðsæl-
um svefni næturinnar, og borgin fyllist þegar iðandi lífi
og starfi. Magnús lögmaður og Erla fara að heiman til
starfa sinna, en Snorri flugstjóri fer útí bæ til þess að fá
sér klippingu og rakstur fyrir helgina. Nanna er ein í
húsinu og býr heimilið sem bezt undir fjarveru sína og
framreiðir ljúffengan hádegisverð.
Morgunstundin er fljót að líða. Á hádegi er starfi
þeirra Magnúsar lögmanns og Erlu lokið, og Snorri
kemur heim með þeim í bifreiðinni að lokinni snyrtingu.
Óðar er snæddur hefir verið hádegisverður, hefst undir-
búningur Þórsmerkurferðarinnar. Feðgarnir bera útí bíl-
inn tjald, svefnpoka, hitunartæki og allt útilegunni við-
komandi, en Nanna býr nestið sem bezt hún kann, og
Erla hjálpar henni til að búa um það.
Senn er allt tilbúið í útileguna, og systkinin búast
ferðafötum sínum. En nú er komið að heimsóknartíma
sjúkrahússins, og systkinin aka þangað með föður sínum
að heimsækja móður sína, áður en þau leggi af stað.
Nanna býr í skyndi miðdegiskaffið og ber það á borð,
svo að þau geti drukkið það strax, þegar komið er frá
sjúkrahúsinu, áður en lagt verður af stað í Þórsmerkur-
förina.
Síðan býr Nanna sig ferðafötum, dökkum síðbuxum
og ljósri blússu, snyrtir hár sitt og setur það fallega upp
í hnakkanum, svo skoðar hún spegilmynd ungu ferða-
konunnar nokkur andartök, og vissulega er hún ímynd
æsku, fegurðar og sakleysis. — Þakklátari fyrir fegurð
sína en nokkru sinni fyrr.
Þegar heimsóknartíma sjúkrahússins er lokið, ekur
Magnús lögmaður og börn hans heim í skyndi. Nú þarf
að komast sem fyrst af stað í Þórsmerkurferðina. Það
er orðið svo áliðið dags. Miðdegiskaffið bíður tilbúið á
Heima er bezt 379