Heima er bezt - 01.10.1965, Blaðsíða 18

Heima er bezt - 01.10.1965, Blaðsíða 18
Sonur Björns Franklins, Stanley Bruce Olson (f. 1938), liðsfor- ingi í flugher Bandaríkjanna. menn afar lofsamlegum orðum um Olson-fjölskylduna fyrir margþætt og ágætt framlag hennar í þágu byggðar og héraðs. Aðalræðumaður var Magnús Peterson, sem talið gat til náinnar vináttu við Þorstein í meira en fimm- tíu ár. Peterson- og Olson-fjölskyldurnar höfðu báðar flutzt frá Þingvallanýlendu til Vatnsstrandarnýlendu árið 1893. Magnús minntist þeirrar afburðagestrisni, sem lúnir ferðamenn og eykir þeirra nutu forðum, þegar áð var eða gist að heimili Björns Ólafssonar. Síðan mælti hann: „Mjög örlátlega hafa þau Þorsteinn og Hólmfríður miðlað almennum félagsmálum bæði af tíma sínum og fé. Þau studdu lúterska söfnuðinn af ráði og dáð. Bæði Fjórir tcttliðir: Hólmfriður Olson, Wilhelm Theodore sonur hennar, Hutli Fern dóttir hans (gift Langeman), Elizabeth Gwen Langeman. hafa setið í safnaðarstjórn, bæði sungu í kirkjukórnum og kenndu við sunnudagaskólann. Báðum var jafn annt um heill og heiður byggðarinnar yfirhöfuð, og líkt má segja um börn þeirra, er þau komust til þroska. Þorsteinn starfaði fjöldamörg ár í skólanefnd. Hann var sýslu- nefndarmaður 2 kjörtímabil. Hólmfríður var ein af stofnendum safnaðarkvenfélagsins og hefir æ síðan, á sinn yfirlætislausa hátt, verið ein af þess sterkustu stoð- um. Liðsmenn Hjálparsveitarinnar vegna styrjaldarinn- ar munu nú sakna óbrigðullar návistar hennar á hverjum saumafundi og hinna leiknu handa hennar, sem jafnan skiluðu miklu verki“. Frú V. Bjarnason ávarpaði Hólmfríði og færði henni gjöf sem þakklætisvott frá kvenfélaginu. Það eitt út af fyrir sig, hvílíkt fjölmenni var þarna viðstatt, bar augljóst vitni þeirri virðingu og vinsældum, sem hjón þessi og börn þeirra hafa áunnið sér. En auk þess hlutu þau að gjöf myndarlega fjárupphæð frá þakk- látum vinum og samferðamönnum. Þorsteinn og Hólmfríður hafa eignazt og alið upp tíu börn, sem öll eru mætir þjóðþegnar, enda gegna þau flest ábyrgðarstöðum. Þau eru: Björn Franklin, ljósmyndasmiður, kvæntur, búsettur í Garden City, útborg frá Detroit, Michigan. Einkason- urinn, Bruce, er í flugher Bandaríkjanna. Wilhelm Theodore, starfsmaður „Norður-ameríska timburfélagsins“, sem forstjóri „Almenna timburgarðs- Stanley B. Olson og kona hans, Judy Ann (f. 1940) og synir þeirra, Michael Scott (f. 1961) og David Alan (f. 1964). 366 Heima. er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.