Heima er bezt - 01.10.1965, Blaðsíða 36
433. Nú er ekki ura svefn að hugsa fyr-
ir mig 1 nótt. .. . Hver hefir fengið
Mikka? Ég er alveg eirðarlaus.... Ég
sný mér reipi úr gömlum tuskum, festi
það í gluggakarminn og renni mér niður.
434. F.n hvert skal nú halda? Hvar get
ég fengið fréttir? Ég klappa gætilega á
rúðuna lijá Serki. Kannski hann geti
frætt mig um, hver hafi farið með Mikka
— og hvert?
435. Serkir opnar gluggann gætilega.
„Ég veit, hver hefir tekið Mikka, hvíslar
hann æstur. Og nú getur hann ekki stillt
sig: Það er hann Þorpa-Línus, sem er
látinn lóga hundum og köttum. ..."
436. Ég verð alveg orðlaus af skelfingu!
Það á þá að drepa hann Mikka minn!
Ég hleyp af stað burt frá húsinu, fyrst út
í bláinn. En svo mæti ég manni, sem get-
ur sagt mér hvar Þorpa-Línus eigi heima.
437. Dauðskelkaður nálgast ég kofa
Þorpa-Línusar. Skyldi hann hafa Mikka
inni hjá sér? Er Mikki ennþá lif-
andi. .. . ? Ég læðist að kofanum og
blístra á Mikka, eins og ég er vanur.
438. Glaðhlakkalegt gjamm innan úr
kofanum gefur mér til kynna, að enn sé
Mikki á lífi. Mér léttir fyrir brjósti!
Skyndilega er kofahurðin opnuð, og
maður gægist út í myrkrið. Hann stend-
ur lengi á dyrahellunni.
439. Ég vaki alla nóttina í skógarjaðrin-
um skammt frá kotinu. Hugur minn
þeytist í allar áttir. Hvað á nú tii bragðs
að taka til að bjarga aumingja Mikka!
Undir morgun sofna ég upp við tréð,
sem ég sit undir.
440. Ég vakna við kveinkandi hunds-
gelt. Ég sprett upp eins og lostinn raf-
sprengju. Ég er ekki iengi að átta mig. —
Þetta er rödd Mikka! — En hvar og livað-
an berst hún mér?
441. Ég þýt af stað og hleyp í áttina á
hljóðið. Ég heyri Mikka tii skiptis bofsa
og gjamma æsilega. Ég sé mann standa
í skógarrjóðri og lyfta byssu gegn bundn-
um hundi og hleypa af. .. .