Heima er bezt - 01.04.1967, Side 10
b) Narfi Jónsson skírður 15. júlí 1731. Vottar: Árni
Narfason og Anna Magnúsdóttir. — Líkur eru til þess
að sá Narfi hafi risið á legg og ekki látið sér allt fyrir
brjósti brenna. Nánar að því vikið við þáttarlok.
c) Rannveig Jónsdóttir skírð 9. sept. 1732. Vottar:
Símon Jónsson og Anna Magnúsdóttir. — Rannveig
giftist ekki, var vinnukona hjá systur sinni og mági í
Dilksnesi og andaðist þar.
d) Margrét Jónsdóttir skírð 2. marz 1735 í Byggðar-
holti.
e) Þórarinn Jónsson skírður 20. sept. 1736 í Byggð-
arholti „ekki fullburða“. Vottar: Gísli Þorláksson og
Anna Magnúsdóttir.
f) Guðrún Jónsdóttir skírð 1. nóvember 1738. Vott-
ar: Finnur og Margrét. — Sennilega sú Guðrún Jóns-
dóttir, sem átti Jón bónda á Felli Kolbeinsson, Túnis-
sonar. Hún varð holdsveik. — Dætur þeirra: 1) Guðrún,
kölluð „lögbók“, hana átti Jón „kórgali“ Steinsson.
2) Helga kona Þorvarðar bónda á Hofsnesi. 3) Gróa,
giftist ekki; við manntal 1801 var hún hjá móðurbróð-
ur sínum á Felli.
g) Sigríður Jónsdóttir skírð 5. október 1740 í
Byggðarholti. „Var enginn heima fær að flytja barn
það.“ Vottar: Gísli Þorláksson og Anna. — Hún dó
19. s. m.
h) Þórarinn Jónsson skírður 31. október 1741 í
Byggðarholti. Vottar: Gísli Þorláksson og Snjófríður
Pálsdóttir. „Astantes: Þorbjörn og Guðrún Jónsdóttir,
í mesta stormi.“ — Á Felli í Suðursveit bjó Þórarinn
Jónsson um aldamótin 1800. Kona hans hét Ragnhildur
Sigurðardóttir.
i) Jón Jónsson frá Byggðarholti skírður 14. septem-
ber 1745. Vottar: Konráð og Þórunn Högnadóttir.
Hvað um Geirlaugu í Firði?
Það er deginum ljósara, að ýmislegt fer milli mála í
munnmælasögunni um vinnukonuna í Firði, Geirlaugu
Þórarinsdóttur, sem sögð er systir Narfa í Hoffelli.
Benda verður á rugling tímatals, þegar sagt er að um
1800 búi „bóndi sá í Syðra-Firði í Lóni, er Páll hét.“ —
Þar bjó fyrir og eftir miðja öldina Páll Snjólfsson hrepp-
stjóri, hann andaðist 1767, háaldraður maður. Næsti
ábúandi jarðarinnar var Árni sonur hans, er dó á eld-
móðuárunum. Eftir daga Áma bjó þar lengi sonur hans
er Snjólfur hét.
Samkvæmt heimildum, sem völ er á, um Jón Þórar-
insson og Steinunni Narfadóttur, bólar hvergi á því, að
þau hafi átt dóttur Geirlaugu að nafni. — Ef gengið er
út frá, að Narfi í Hoffelli sé sá, Narfi Jónsson, sem
skírður var í Stafafellssókn 15. júlí 1731, verður ekki
auðhlaupið að því að fella þær flísar saman, að það
hafi verið systir hans, vinnukona í Firði, sem tókst á
við blöðruselsbrimilinn.
Auðvitað gætu þau, Jón og Steinunn, annað eða bæði,
verið tvígift, og Geirlaug elzt hálfsystkina sinna. Eftir
tímatali fengist það staðizt, að hún hafi verið vinnu-
kona hjá Páli í Firði. Og stutt er til skýringar á brengli
föðurnafns, ef afi hennar hét Þórarinn, í munnmæla-
sögnum dregur lítið, þó að einum ættlið sé sleppt!
Hér reynist annað þyngra á metunum: í munnmæl-
unum örlar á því, að uppruna Narfa í Hoffelli sé að
leita í Lón, — og ekki kemur óvart, þó að þar í sveit
lægju rætur í Geirlaugar nafn.
Þórarinn Narfason.
Það þykir sennilega varla tíðindum sæta, þó að þau
Jón Þórarinsson og Steinunn Narfadóttir eignuðust son
er hlaut nafn afa síns, Narfa í Hvammi. Og heldur
haldlítið að gefa í skyn, að sá piltur yrði nafnkunnur
sem ráðsmaður Jóns Helgasonar sýslumanns.
Það er viss eftirvænting falin í því, að sjá til hvaða
þroska barn kann að komast. Ekki er alltaf byr í báð-
um skautum. Og þó að ættarsögnin sé stundum hjúpuð
óræðri dul, er bakgrunnur hennar jafnan mannleg ör-
lög í blæbrigðum.
En munnmæli eru oft á villigötum — og kemur eng-
um á óvænt. Þannig er það rangt, að Sigurður Arason
bóndi á Reynivöllum væri útaf Narfa ráðsmanni sýslu-
mannsins. En Sigurður á Reynivöllum var af öðrum
Narfa kominn, — Narfi bóndi í Hvammi var langafi
hans. —
Hér skal lagt lóð í vogarskál svo að metið verði, hvort
Narfi í Hoffelli sé annað og meira en heilaspuni þeirra,
sem sögðu af honum sögur:
Vorið 1786 var fermdur í Bjarnaneskirkju 15 ára
gamall piltur, Þórarinn að nafni. Hann var Narfason. í
sjö ár hafði fjárhaldsmaður lagt rækt við uppeldi
drengsins, agað hann og kennt honum kristindóm.
Við manntal 1801 var Þórarinn Narfason enn á
bernskuheimili sínu og fékk loflegan vitnisburð hjá
sálusorgaranum, frómur skýrleiksmaður. Ekki er kunn-
ugt hverjir voru foreldrar hans. — Telja verður jaðra
við vissu, að hann hafi verið sonur Narfa í Hoffelli.
Sé rétt til getið, að Narfi væri sonur Jóns Þórarins-
sonar og Steinunnar Narfadóttur, er ekki ósennilegt, að
hann hafi ungur komizt til Þórarins Símonarsonar bónda
í Bæ. Þeir voru systkinasynir, og Þórarinn vel metinn
í sveit sinni. Það er eigi langsótt, þótt Narfi komi upp
nafni hans.
Þórarinn Narfason ólst upp í Dilksnesi hjá Ásgrími
ísleifssyni og þeim hjónum. Engin tilviljun sem augljóst
verður ef að er gáð. Hér ber allt að sama brunni:
Eins og ættarþræðir eru raktir í þessum þætti, var
húsmóðirin í Dilksnesi, Sigríður Jónsdóttir, sú forn-
fróða kona, föðursystir Þórarins Narfasonar.
122 Heima er bezt