Heima er bezt - 01.04.1967, Blaðsíða 15
Frú Guðrun Henriksdóttir, Austurgötu 7, Hafnarfirði.
hafði kynnzt föður mínum, séra Jóni á Stafafelli, og
föður Stefáns félaga míns, Jóni Bergssyni bónda og
bátaformanni í Krossalandi. Við þessir strákar að aust-
an vorum oft boðnir á heimili Hansens hjónanna. Dreng-
ir þeirra höfðu gengið í Flensborgarskóla, og þar höfð-
um við kynnzt þeim. Þeir voru góðir félagar. Við hrif-
umst af hinum hlýju viðtökum, sem segja mátti um að
væru eins og í foreldrahúsum, hjá þessum góðu hjónurn
og börnum þeirra. Kurteisi var framúrskarandi og allt
ríkmannlegra en við höfðurn áður vanizt. Við spiluðum
við systkinin og fórum í leiki, þótt við fyndum til
feimni þarna fyrst í stað. Synirnir urðu svo æskuvinir
okkar, og sú vinátta entist til fullorðinsáranna, einkum
við yngri soninn, Jörgen. Hann giftist ágætis konu,
skagfirzkri, Ingu Skúladóttur frá Ytra-Vatni. Þau
bjuggu lengi í Reykjavík og ólu þar upp börn sín mörg
og mannvænleg. Jörgen Hansen var lengi skrifstofu-
stjóri Happdrættis Háskólans, maður, sem ekki mátti
vamm sitt vita, drengur góður.
Fáar stúlkur voru í skólum landsins urn aldamótin,
nema í barnaskólunum. Það voru fyrst og fremst karl-
mennirnir, sem til náms fóru, t. d. í gagnfræðaskólana.
Hér verður þó einnar konu getið, sem var með okkur á
Flensborg. Hún var þó ekki á skólanum, heldur aðstoð-
arstúlka ráðskonunnar, því heimilið var nokkuð stórt.
Hún hét Guðrún Hinriksdóttir, systir Jóns Hinriks-
sonar kaupfélagsstjóra í Vestmannaeyjum við kaupfé-
lagið Fram. Hún var á líku aldursskeiði og við skóla-
piltarnir. Okkur mun öllum hafa litizt vel á hana, og
var það engum láandi. En án hennar fórum við allir
heim til hinna dreifðu byggða. I ættbyggð sinni undi
hún bezt og giftist mætum Hafnfirðingi, Auðunni
Níelssyni. Mun hafa verið líkt með þeim og fyrstu ís-
lendingum, sem reistu hér byggðir og bú, og undu svo
glaðir við sitt. Þetta var tápmikið fólk af traustum
ættum. Nú eru börn þessara hjóna í fremstu röðum at-
hafnamanna við fjörðinn fagra og gera út bátana Auð-
unn og Guðrúnu, sem bera nöfn foreldranna. Þegar út-
varpið glymur og segir frá síldaraflanum austan við
land, þar með aflaskipinu góða, Guðrúnu GK 37, 235
lesta bát, brosir gamall Flensborgari, sem stundum var
beðinn að fylgja Gunnu Hinriks heim að loknum kvöld-
verði, í myrkri um forugar götur og grýtta troðninga.
Sá hefur nú nýlega mætt dóttur hennar á gljáfægða
heimilisbílnum, skipstjórafrúarinnar á Austurgötu 7.
Já, tvenna munum við tímana.
Það var að koma vor. í apríl 1903 stóð burtfararpróf-
ið yfir hjá okkur, sem dvalið höfðurn hér tveggja vetra
tíma í firðinum friðsæla, þar sem festi varla snjó. Mild
(Framhald á bls. 130).
Jens Guðmundsson, Hlið i Garðaheppi; útskrifaður frá
Flensborg vorið 1903.
Heima er bezt 127