Heima er bezt - 01.04.1967, Side 17
Eyjafjarðarár. Um þennan atburð orti Magnús Stef-
ánsson kvæðið: Lá við slysi. Þar er ein vísan svona:
„Merin komst í miðja ána,
missti sunds og dó um leið.
í Jesúnafni ég hélt í hána,
hrossinu dauðu í kafi reið.“
Hér kemur svo umsögn Steinþórs Leóssonar:
„Það mun hafa verið rétt fyrir sláttinn 1907, að
Magnús á Grund sendi hóp af fólki fram í Guðrúnar-
staði til að taka upp svörð. Ekki man ég hvað fólkið
var margt, sem fór til þessarar svarðartekju, en það hef-
ur minnsta kosti verið 7 manns. Það höfðu gengið hlý-
indi, og Eyjafjarðará var ekki talin reið á neinu vaði,
svo fólkið fór allt á Guðrúnarstaðaferjunni austur yfir
ána, en sundlagði hestana. Fólkið vann við svarðartekj-
una allan daginn. Veðrið var óvenju hlýtt: glaðasólskin
og hiti. Áin óx með ólíkindum seinni hluta dagsins. En
þegar leið að heimferð, stakk einhver af piltunum upp
á því að nú skyldu þeir sundríða ána heimleiðis, þeir
væri bæði blautir og forugir, og ekki væri hætt við að
setti að mönnum þó þeir vöknuðu í ánni. Þeir voru strax
til með það, allir nema einn unglingspiltur: Trausti Ein-
arsson frá Rauðhúsum. Hann sagðist fara sömu leið og
um morguninn, það kæmi ekki til mála að hann færi að
sundríða. Þar skildu leiðir. Trausti og stúlkurnar fóru á
ferjunni, en hinir piltarnir riðu út með ánni að austan,
því þeim kom saman urn að sundleggja í Ármótahyln-
um, en hann er suður og yfir frá Rútsstöðum. Ég var
staddur á hólnum utan við bæinn þegar ég sá þessa lest
koma sunnan árbakkann. Ég furðaði mig á hverjir
þetta gætu verið, því hver heilvitamaður gat séð að áin
var ekki reið á neinu vaði, en auðséð var að þeir ætluðu
sér vestur yfir. Þó þekkti ég fljótt að þetta mundi vera
húskarlar Magnúsar á Grund. Ég get ekki munað,
hvort mennirnir voru 4 eða 5, og man ekki fyrir vist
nema um fjóra. Það voru Jón Tómasson, Kristján
Jósefsson, Aðalsteinn Magnússon og Magnús Stefáns-
son. Þeir stönzuðu andartak á bakkanum áður en þeir
lögðu út í. Landtaka var góð að vestan, þar sem þeir
stefndu á land rétt sunnan við ármótin (Skjóldalsá), en
þeir fóru bara heldur norðarlega út í, þeir reiknuðu ekki
með því að straumþunginn væri eins mikill og hann
reyndist. Jón Tómasson hafði forystuna, og lagði á
undan út í ána, og svo hinir allir strax á eftir. Hrossin
voru öll hraðsynd og grunnsynd, nema gráa hryssan,
sem Magnús Stefánsson reið. Hún dróst strax aftur úr,
og var svo djúpsynd að aðeins nasirnar voru upp úr.
Hestur Jóns skilaði sér fljótt og vel yfir og tók land,
þar sem þeir höfðu ætlað sér, en hin hrossin hrakti
lengra út eftir, og lentu í straumröstinni, sem myndast
þar, sem Skjóldalsáin beljar fram. Þau voru öll komin
nærri vesturbakkanum, en þá allt í einu sökk Grána,
sem Magnús reið á, og allt fór sem snöggvast á bólakaf
bæði meri og maður. Magnús hefur sjálfsagt verið óvan-
ur að sundríða straumvatn og beitt hryssunni, ósjálfrátt
of mikið í strauminn þegar hann fann hvað hana hrakti
mikið. Þá hefur straumröstin skolhð fyrir nasimar á
henni og hún kafnað. Þarna hagaði svo til að rétt norð-
an við ármótin féll megnið af ánni til austurs og upp að
bakka rétt utan og neðan við túnið á Rútsstöðum, en
vestan til í ánni er stór hólmi. Þessi hólmi er svo hár að
hann fer aldrei í kaf, þó áin fari í foráttu, en vestan við
hólmann rennur venjulega dálítil kvísl úr henni. í suð-
ur frá hólmanum gekk langur eyrartangi. En nú var
eyrin öll í kafi og kvíslin vestan við hann víðast á sund.
Þegar ég sá manninn og hrossið hverfa í ána, hljóp ég
ofan að ánni. Ég fór að kasta af mér fötum því mér datt
í hug að kannske væri hægt að bjarga manninum. En
þá sá ég allt í einu á hrossfót upp úr ánni, rétt suður und-
an hólmanum. Svo heppilega hafði til tekizt að hross-
skrokkinn bar upp á eyraroddan og nú veltist hann út
eftir eyrinni. Ég sá fljótt að Magnús hélt sér í hross-
skrokkinn, en þegar hann náði niðri sleppti hann Gránu
og ætlaði að vaða beint af augum til félaga sinna, sem
voru nú að koma á vettvang á vesturbakkanum. Það var
auðséð að Magnús var mjög ringlaður eftir dýfuna, hann
hringsnerist og fálmaði upp í höfuðið á sér. Vatnið náði
honum næstum í mitti, fyrst þegar hann gat staðið upp.
Straumurinn var svo þungur að hann byltist hvað eftir
annað niður. Félagar hans kölluðu til hans og báðu
hann að vera rólegan, sögðu að þeir ætluðu að sækja
hann, og skyldi hann vaða út í hólmann og bíða þar.
Svo væri þarna sundmaður tilbúinn hinum megin við
ána, ef með þyrfti. Magnús áttaði sig furðu fljótt, og
hætti við að reyna að vaða vestur yfir kvíshna, sem var
óðsmannsæði ósyndum manni. Grundarpiltar riðu norð-
ur með kvíslinni og fundu vað, þar sem ekki var á sund,
og lcomu með hest handa Magnúsi og gekk allt vel úr
því.“
Hólmgeir Þorsteinsson.
BREFASKIPTI
Ágústina Jónsdóttir, Urðarvegi 48, Box 10, Vestmannaeyj-
um, óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum
18—20 ára. Mynd fylgi.
Þóra Vilborg Vignisdóttir, Brúarlandi, Fellahreppi, Norð-
ur-Múlasýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum
17—19 ára. Æskilegt að mynd fylgi.
Ragna Þórarinsdóttir, Hólabraut 19, Akureyri, óskar eftir
bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 16—18 ára.
Ragnheiður Ólafsdóttir, Garðsstöðum, Ögurhreppi, Norð-
ur-ísafjarðarsýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilt á aldrin-
um 18—20 ára. Æskilegt að mynd fylgi fyrsta bréfi.
Kristin V. Þórðardóttir, Hamrahlíð 7, Gruntlarfirði, óskar eftir
bréfaskiptum við pilt á aldrinum 14—16 ára.
Maria Kristjánsdóttir, Sólheimum, Grímsnesi, Árnessýslu, óskar
eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 24—30 ára. Mynd fylgi
fyrsta bréfi.
Heima er bezt 129