Heima er bezt - 01.04.1967, Síða 19

Heima er bezt - 01.04.1967, Síða 19
ÞATTUR ÆSKUNNAR NAMSTJ RITSTJORI HVAÐ UNGUR NEMUR Laugar í Sælingsdal og Tungustapi 1. FRÆGUR SÖGUSTAÐUR Hinn 28. júlí, sumarið 1966, var ég síðla dags, á sól- hlýju kvöldi, staddur að Laugum í Sælingsdal í Dala- sýslu. Hið söguríka umhverfi blasti við sýn og sögu- legir atburðir frá löngu liðnum öldum rifjuðust upp og liðu fyrir hugskotssjónir, eins og sýning á sjónvarps- skermi. Fáir eða engir sögustaðir á Islandi eru tengdir slíkum örlagaþráðum og ástheitum ævintýrum og Laug- ar í Sælingsdal. Þau Kjartan Ólafsson, Guðrún Ósvíf- ursdóttir og Bolli, mynda í sögu staðarins hinn örlaga- þrungna þríhyrning, sem oftast veldur vinslitum og ástasorg, en í Laxdælu veldur þessi þríhyrningur dauða fóstbræðranna Kjartans og Bolla en Guðrún situr eftir einmana og sorgmædd og hefndin hefur litla gleði fært henni. Nú eru Laugar í Sælingsdal ekki aðeins merkur sögu- staður heldur einnig menntasetur fyrir börn og ungl- inga úr allri Dalasýslu, fyrir utan kauptúnið Búðardal. En í Búðardal er að myndast vísir að byggðakjarna í Dalasýslu. Um kvöldið, er ég kom að Laugum í Sælingsdal, hitti ég að máli skólastjórahjónin að Laugum, þau Einar Kristjánsson og konu hans Kristínu Bergmann, sem líka er kennari. Á hverju sumri kemur mikill fjöldi ferðamanna að Laugum, til að líta með eigin augum hinn örlög krýnda sögustað, og þurfa þá um margt að spyrja. Skólastjór- inn tók því saman ofurlítinn bækling, þar sem hann rekur sögu staðarins í örfáum skýrum dráttum, og geta ferðamenn fengið þennan bækling, ef þeir vilja kynna sér nánar sögu staðarins. Skólastjórinn hefur góðfúslega leyft mér að styðjast við þennan bækling sinn í þessum þætti mínum, og tek ég hér orðrétt upp nokkrar málsgreinar úr bæklingn- um. Er frásögn skólastjórans vel gerð, bæði skýr og fá- orð. Enn fremur birtist í þessum þætti kort eða upp- dráttur af umhverfi Lauga. Er það gert af skólastjór- anum. í upphafi bæklingsins farast skólastjóranum þannig orð: „Eins og flestum mun kunnugt komu Laugar mjög við sögu á Söguöld. í Laxdælu vefast helztu þræðir at- burðanna um persónur staðarins. Laugar eru að fornu sá sögustaður Dala, er sveipazt hefur hvað mest blæju rómantízkrar sögu. Fyrsti bóndinn, sem sögur fara af hér á Laugum, er Ósvífur spaki Helgason. Hann var í karllegg kominn af Birni austræna og var því Auður djúpúðga í Hvammi langafasystir hans. Ósvífur bjó að Laugum fyrir og um árið 1000, — og er talinn andast veturinn 1019—1020. Ekki hafa í annan tíma orðið frægari söguatburðir í Dölum, en ástarævintýri Guðrúnar Ósvífursdóttur að Laugum. Að Laugum var íþróttamiðstöð héraðsins á söguöld. Hingað sóttu ungir menn og konur til laugar og leikja. Saga sunds og laugarferða er jafngömul byggð dalsins. Gera má ráð fyrir að hér að Laugum hafi snemma verið byggð tvö mannvirki í sambandi við jarðhitann. Baðlaug hefur verið við hlíðarfót upp af bænum (sbr. Snorralaug í Reykholti), og sundlaug við bakkana niður af bænum, samanber gamla örnefnið „Köldulaugareyrií þeirri laug hefur þekktasti sund- maður sögualdar, Kjartan Ólafsson, hlotið þjálfun sína og kunnáttu. í Sturlungu er getið laugar að Laugum,

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.