Heima er bezt - 01.04.1967, Síða 21

Heima er bezt - 01.04.1967, Síða 21
Höskuldsstaðir. Hjarðarholt í baksýn til vinstri. allir undruðust þeir, er hann sáu. Betur var hann vígur en flestir menn aðrir. Vel var hann hagur og syndur manna bezt. Allar íþróttir hafði hann mjög umfram aðra menn. Hverjum manni var hann lítillátari og vin- sæll svo að hvert barn unni honum. Hann var mildur af fé. Ólafur unni Kjartani mest allra sona sinna.“ Bolla lýsir Laxdæla þannig: „Bolli fóstbróðir Kjart- ans var mikill maður. Hann gekk naest Kjartani um all- ar íþróttir og atgervi. Sterkur var hann og fríður sýn- um, kurteislegur og hinn hermannlegasti. Mikill var hann skartmaður. Þeir unnust mikið fóstbræður.“ Þannig lýsir Laxdæla þessari þrenningu. Guðrúnu, Kjartani og Bolla. Af Laxdælu er svo að sjá sem ungir menn úr nágrenn- inu hafi mjög sótt að Laugum til sundiðkunar. Kjartan Ólafsson var mikill sundkappi og fór því mjög oft að Laugum, til að æfa þar sund og þeir Bolli báðir, enda er svo til orða tekið í Laxdælu, að Kjartan fór svo hvergi, að Bolli væri ekki í för með honum. Á milli Hjarðarholts og Lauga munu vera um 15—18 km. eða allt að tveggja tíma reið. En á þessum tímum voru synir ríkra héraðshöfðingja lítt til vinnu settir. Þeir Kjartan og Bolli höfðu því nægan tíma til Lauga- ferða, og gátu jafnvel daglega veitt sér þann munað að busla í Köldulaug, og fá sér á eftir heitt bað í heitu baðlauginni. Brátt komst sá orðrómur á, að þeim fé- lögum væri tíðfarið að Laugum, og var um það dylgj- að, að fleira drægi þá að Laugum en sundáhuginn einn. Á þessum árum var Guðrún Ósvífursdóttir heima hjá föður sínum að Laugum. Hún var þá tæplega tvítug að aldri, en fráskilin. Hafði hún skilið við mann sinn Þorvald í Garpsdal, vegna þess að hún taldi, að hann væri spar á skartgripakaupin. Hafði Þorvaldur líka sleg- ið hana kinnhest, er þau deildu hart út af skartgripa- kaupum. Ekki þarf mikla lífsreynslu eða skáldlegt hugarflug, til að skilja það, að svona þríhymingur, tveir ungir menn og ein ung kona, er jafnan varasamur og oft ör- lagaríkur. Enginn er annars vinur eða bróðir í leik á þessum hálu brautum ástarinnar. Bolli, hinn hlédrægi fóstbróðir Kjartans, getur vel hafa verið hrifinn af hinni glæsilegu ungu konu, ekki síður en Kjartan, þótt hann reyndi að leyna því fyrir hinum glæsilega og fram- gjarna vini sínum og fóstbróður. Því má heldur ekki gleyma, að Bolli er talinn ganga næst Kjartani í allri glæsimennsku. Vafalaust hefur margt ungt fólk úr nágrenninu sótt að Laugum til íþróttaæfinga. Er líklegt að á Laugum hafi verið leikvangur til æfinga á íþróttum, auk sund- æfinga. Á slíkum mótum hefur Guðrún Ósvífursdóttir verið eins og sjálfkjörin drottning, og Kjartan Ólafsson fremstur allra í íþróttum. Mikið jafnræði þótti með þeim Kjartani og Guðrúnu, þar sem þau báru bæði mjög af sínum jafnöldrum. Þeir Ólafur pá og Ósvífur voru góðir vinir, en þó segir sagan, að ferðir Kjartans til Lauga hafi lagzt illa í Ólaf, og ræddi hann þetta hugboð sitt við Kjartan son sinn, en Kjartan hefur væntanlega, að hætti ungra manna, látið það lítið á sig fá og haldið uppteknum hætti með ferðir sínar að Laugum, og sat hann þá löng- um á tali við Guðrúnu. Ég ætla ekki í þessum þætti að rekja frekar þá sorgar- sögu, sem Laxdæla greinir frá um víg Kjartans, og dráp Bolla til hefnda fyrir vígið. Sú örlagasaga er flestum kunn úr Laxdælu. En um þessa sorglegu atburði hefur löngum verið rætt á íslandi, og þó sérstaklega á liðn- um áratugum, og ætíð hafa skoðanir verið skiptar um það, hver eða hverjar af aðal söguhetjum Laxdælu, hafi átt mesta sök á ógæfunni. Á ungmennafélagsfundi í Stykkishólmi fyrir þremur til fjórum áratugum, var Laxdæla til umræðu og var þessi spurning lögð fram sem umræðugrundvöllur: „Hver átti mesta sök á vígi Kjartans?“ Umræðurnar urðu strax mjög heitar og sitt sýndist hverjum. Sögðu sumir að tvímælalaust ætti Bolli mesta sök á víginu, þar sem hann bar vopn á fóstbróður sinn, og töldu þeir, sem þessu héldu fram, að þeir Ósvífurs- synir hefðu aldrei unnið Kjartan, hefði Bolli ekki skor- izt í leikinn. Aðrir sögðu að Guðrún hefði átt mesta sök á vígi Kjartans, þar sem hún eggjaði bræður sína og Bolla til vígsins. Þriðji hópurinn sagði að mesta sökina hefði átt Kjart- an sjálfur, og færðu að því mörg og skynsamleg rök. Enginn fullnaðar dómur var felldur í málinu, enda munu jafnan verða um þetta skiptar skoðanir. Margir benda líka á það, að hið mikla dálæti, sem allir höfðu á Kjartani, hafi stigið honum til höfuðs, og þess vegna hefði hann farið ógætilega, og enga varúð sýnt í við- kvæmum málum. Heitar ástir hjá stórlátu og geðríku Heima er bezt 133

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.